Í stórum dráttum sáttur við niðurstöðuna og áfrýjar ekki Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. mars 2021 13:42 Jón Baldvin Hannibalsson ætlar að una dómi héraðsdóms. Vísir/Vilhelm Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og sendiherra, ætlar ekki að áfrýja niðurstöðu í meiðyrðamáli sem hann höfðaði gegn dóttur sinni Aldísi Schram, fjölmiðlamanninum Sigmari Guðmundssyni og Ríkisútvarpinu til réttargæslu. Héraðsdómur dæmdi tvenn ummæli ómerk af þeim fjórtán sem Jón Baldvin stefndi vegna en dómur var kveðinn upp á föstudag. Jón Baldvin segir í tilkynningu til fjölmiðla ekki ætla að áfrýja niðurstöðunni. Hann segist í stórum dráttum vera sáttur við niðurstöðuna. Aðalatriðið sé að alvarlegustu ásakanirnar hafi verið afdráttarlaust dæmdar dauðar og ómerkar. Ummælin sem dæmd voru ómerkt voru annars vegar „Fíkn, auðvitað er barnagirnd fíkn, þetta er fíkn“ Aldís lét falla í Morgunútvarpinu og hins vegar „og sigra hann og hans barnaníðingabandalag“ sem Aldís skrifaði á Facebook. „Hitt skiptir minna máli, þótt allskyns óhróður, hafður eftir sömu heimildum, sé látinn óátalinn. Skýringin er sögð sú að hugsanlega hafi viðkomandi upplifað þetta svona.“ Jón Baldvin segir orðið upplifun hafa öðlast nýja merkingu og vísar í ónefnda málfróða menn. „Hún lýsir ekki því sem gerðist heldur hinu sem maður heldur að hugsanlega gæti hafa gerst.“ Segir nóg komið af falsréttum og hatursumræðu Hann segist standa með og fagna því sjónarmiðið dómarans að standa vörð um tjáningarfrelsið. „En tjáningarfrelsið er þrátt fyrir allt ekki ótakmarkað í réttarríkinu. Takmörkin eru þau að enginn maður á að þurfa að þola að vera borinn röngum og ærumeiðandi sökum í nafni tjárningarfrelsisins,“ segir Jón Baldvin. „En í mínu tilviki er þetta réttlætt með því að ég teljist enn vera „opinber persóna“, þótt næstum aldarfjórðungur sé liðinn frá því að ég yfirgaf vígvöll stjórnmálanna. Vonandi verður þetta þó ekki til þess að gefa út veiðileyfi fyrir falsfréttir og hatursumræðu um svokallaða stjórnmálamenn í komandi kosningabaráttu. Það er nóg komið af því.“ Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður Aldísar, segir í samtali við Vísi að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort niðurstöðunni verði áfrýjað. Aðilar hafa fjórar vikur frá dómsuppsögu til að áfrýja málum til Landsréttar. Dómsmál Tjáningarfrelsi Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Tvenn ummæli Aldísar ómerkt og Sigmar sýknaður Tvenn ummæli sem Aldís Schram lét falla um Jón Baldvin Hannibalsson föður sinn, í útvarpi annars vegar og á Facebook hins vegar, hafa verið dæmt ómerk. Þá var Sigmar Guðmundsson fjölmiðlamaður sýknaður í málinu. 12. mars 2021 13:04 Íslenska ríkið greiðir Aldísi bætur vegna skjals sem lögregla útbjó fyrir Jón Baldvin Íslenska ríkið hefur samþykkt að greiða Aldísi Schram 1,2 milljón króna í miskabætur og 400 þúsund króna í málskostnað vegna ákvörðunar Persónuverndar, sem komst að þeirri niðurstöðu að embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu hefði brotið gegn lögum með því að miðla upplýsingum um Aldísi til föður hennar. 10. mars 2021 22:38 Átakanleg réttarhöld í máli Jóns Baldvins gegn Aldísi og Sigmari Meint sifjaspell, barnaníð og ólögleg nauðungarvistun á geðdeild var meðal þess sem var á dagskrá í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudaginn. 14. febrúar 2021 13:01 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Héraðsdómur dæmdi tvenn ummæli ómerk af þeim fjórtán sem Jón Baldvin stefndi vegna en dómur var kveðinn upp á föstudag. Jón Baldvin segir í tilkynningu til fjölmiðla ekki ætla að áfrýja niðurstöðunni. Hann segist í stórum dráttum vera sáttur við niðurstöðuna. Aðalatriðið sé að alvarlegustu ásakanirnar hafi verið afdráttarlaust dæmdar dauðar og ómerkar. Ummælin sem dæmd voru ómerkt voru annars vegar „Fíkn, auðvitað er barnagirnd fíkn, þetta er fíkn“ Aldís lét falla í Morgunútvarpinu og hins vegar „og sigra hann og hans barnaníðingabandalag“ sem Aldís skrifaði á Facebook. „Hitt skiptir minna máli, þótt allskyns óhróður, hafður eftir sömu heimildum, sé látinn óátalinn. Skýringin er sögð sú að hugsanlega hafi viðkomandi upplifað þetta svona.“ Jón Baldvin segir orðið upplifun hafa öðlast nýja merkingu og vísar í ónefnda málfróða menn. „Hún lýsir ekki því sem gerðist heldur hinu sem maður heldur að hugsanlega gæti hafa gerst.“ Segir nóg komið af falsréttum og hatursumræðu Hann segist standa með og fagna því sjónarmiðið dómarans að standa vörð um tjáningarfrelsið. „En tjáningarfrelsið er þrátt fyrir allt ekki ótakmarkað í réttarríkinu. Takmörkin eru þau að enginn maður á að þurfa að þola að vera borinn röngum og ærumeiðandi sökum í nafni tjárningarfrelsisins,“ segir Jón Baldvin. „En í mínu tilviki er þetta réttlætt með því að ég teljist enn vera „opinber persóna“, þótt næstum aldarfjórðungur sé liðinn frá því að ég yfirgaf vígvöll stjórnmálanna. Vonandi verður þetta þó ekki til þess að gefa út veiðileyfi fyrir falsfréttir og hatursumræðu um svokallaða stjórnmálamenn í komandi kosningabaráttu. Það er nóg komið af því.“ Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður Aldísar, segir í samtali við Vísi að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort niðurstöðunni verði áfrýjað. Aðilar hafa fjórar vikur frá dómsuppsögu til að áfrýja málum til Landsréttar.
Dómsmál Tjáningarfrelsi Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Tvenn ummæli Aldísar ómerkt og Sigmar sýknaður Tvenn ummæli sem Aldís Schram lét falla um Jón Baldvin Hannibalsson föður sinn, í útvarpi annars vegar og á Facebook hins vegar, hafa verið dæmt ómerk. Þá var Sigmar Guðmundsson fjölmiðlamaður sýknaður í málinu. 12. mars 2021 13:04 Íslenska ríkið greiðir Aldísi bætur vegna skjals sem lögregla útbjó fyrir Jón Baldvin Íslenska ríkið hefur samþykkt að greiða Aldísi Schram 1,2 milljón króna í miskabætur og 400 þúsund króna í málskostnað vegna ákvörðunar Persónuverndar, sem komst að þeirri niðurstöðu að embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu hefði brotið gegn lögum með því að miðla upplýsingum um Aldísi til föður hennar. 10. mars 2021 22:38 Átakanleg réttarhöld í máli Jóns Baldvins gegn Aldísi og Sigmari Meint sifjaspell, barnaníð og ólögleg nauðungarvistun á geðdeild var meðal þess sem var á dagskrá í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudaginn. 14. febrúar 2021 13:01 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Tvenn ummæli Aldísar ómerkt og Sigmar sýknaður Tvenn ummæli sem Aldís Schram lét falla um Jón Baldvin Hannibalsson föður sinn, í útvarpi annars vegar og á Facebook hins vegar, hafa verið dæmt ómerk. Þá var Sigmar Guðmundsson fjölmiðlamaður sýknaður í málinu. 12. mars 2021 13:04
Íslenska ríkið greiðir Aldísi bætur vegna skjals sem lögregla útbjó fyrir Jón Baldvin Íslenska ríkið hefur samþykkt að greiða Aldísi Schram 1,2 milljón króna í miskabætur og 400 þúsund króna í málskostnað vegna ákvörðunar Persónuverndar, sem komst að þeirri niðurstöðu að embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu hefði brotið gegn lögum með því að miðla upplýsingum um Aldísi til föður hennar. 10. mars 2021 22:38
Átakanleg réttarhöld í máli Jóns Baldvins gegn Aldísi og Sigmari Meint sifjaspell, barnaníð og ólögleg nauðungarvistun á geðdeild var meðal þess sem var á dagskrá í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudaginn. 14. febrúar 2021 13:01