Stefnir í annað kjörtímabil Mark Rutte þrátt fyrir hneykslismál Eiður Þór Árnason skrifar 18. mars 2021 00:05 Líklegt er að Mark Rutte nái senn þeim áfanga að verða þaulsetnasti forsætisráðherrann í sögu Hollands. EPA/BART MAAT Flokkur Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, er sigurvegari þingkosninga þar í landi, ef marka má útgönguspár. Fari svo mun Rutte og VVD flokkurinn líklega hefja fjórða kjörtímabil sitt við stjórnvölinn. Ríkisstjórn hans sagði af sér í janúar í kjölfar hneykslismáls þar sem þúsundir fjölskyldna voru ranglega sakaðar um að svindla á barnabótakerfinu og gert að endurgreiða ríkinu bætur. Hinn 54 ára Rutte hefur setið á forsætisráðherrastól í tíu ár og fari svo fram sem horfir er líklegast að hann nái að mynda samsteypustjórn. Takist það má líklegt vera að Rutte nái senn þeim áfanga að verða þaulsetnasti forsætisráðherrann í sögu landsins. Kjörstaðir opnir í þrjá daga til að dreifa álaginu Þinkosningar hófust í landinu á mánudag og lokaði kjörstöðum í kvöld. Samkvæmt útgönguspám mun íhaldsflokkur forsætisráðherrans hljóta 36 þingsæti af 150, vinstrimiðjuflokkurinn Democrats 66 fá 27 sæti og Frelsisflokkurinn, sem er undir stjórn Geert Wilders og berst gegn straumi innflytjenda til landsins, sautján þingsæti. Þá er hægrimiðjuflokknum Christian CDA spáð fjórtán sætum, Verkamannaflokknum (PvdA) níu og græna vinstri flokknum Groenlinks átta. Kjörsókn var 82,6 prósent. Kosningarnar eru haldnar í skugga heimsfaraldurs og var því ákveðið að hafa kjörstaði opna í þrjá daga til að dreifa álaginu, takmarka umferð kjósenda hverju sinni og þannig draga úr hættu á smiti. Því var beint til kjósenda að þeir sem væru í áhættuhópum vegna veirunnar skyldu mæta á kjörstað fyrstu tvo daga þingkosninganna en aðrir kjósendur skyldu svo mæta í dag, þar sem kjörstöðum yrði fjölgað enn frekar. Í Amsterdam var komið upp sérstökum kjörstöðum þar sem kjósendur geta greitt atkvæði án þess að yfirgefa bíl sinn. Sömuleiðis var komið upp sérstökum kjörstöðum fyrir hjólafólk. Almennt er talið að kjósendur hafi nýtt þingkosningarnar til að leggja dóm á viðbrögð stjórnvalda við heimsfaraldrinum. Yfir sextán þúsund hafa látist af völdum Covid-19 þar í landi og hefur harka reglulega færst í mótmæli gegn sóttvarnaaðgerðum ríkisstjórnarinnar. Útgöngubann er nú í gildi á næturnar þar í landi, fjöldasamkomur óheimilaðar og hefur flestum verslunum verið lokað. Holland Kosningar í Hollandi Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Sjá meira
Ríkisstjórn hans sagði af sér í janúar í kjölfar hneykslismáls þar sem þúsundir fjölskyldna voru ranglega sakaðar um að svindla á barnabótakerfinu og gert að endurgreiða ríkinu bætur. Hinn 54 ára Rutte hefur setið á forsætisráðherrastól í tíu ár og fari svo fram sem horfir er líklegast að hann nái að mynda samsteypustjórn. Takist það má líklegt vera að Rutte nái senn þeim áfanga að verða þaulsetnasti forsætisráðherrann í sögu landsins. Kjörstaðir opnir í þrjá daga til að dreifa álaginu Þinkosningar hófust í landinu á mánudag og lokaði kjörstöðum í kvöld. Samkvæmt útgönguspám mun íhaldsflokkur forsætisráðherrans hljóta 36 þingsæti af 150, vinstrimiðjuflokkurinn Democrats 66 fá 27 sæti og Frelsisflokkurinn, sem er undir stjórn Geert Wilders og berst gegn straumi innflytjenda til landsins, sautján þingsæti. Þá er hægrimiðjuflokknum Christian CDA spáð fjórtán sætum, Verkamannaflokknum (PvdA) níu og græna vinstri flokknum Groenlinks átta. Kjörsókn var 82,6 prósent. Kosningarnar eru haldnar í skugga heimsfaraldurs og var því ákveðið að hafa kjörstaði opna í þrjá daga til að dreifa álaginu, takmarka umferð kjósenda hverju sinni og þannig draga úr hættu á smiti. Því var beint til kjósenda að þeir sem væru í áhættuhópum vegna veirunnar skyldu mæta á kjörstað fyrstu tvo daga þingkosninganna en aðrir kjósendur skyldu svo mæta í dag, þar sem kjörstöðum yrði fjölgað enn frekar. Í Amsterdam var komið upp sérstökum kjörstöðum þar sem kjósendur geta greitt atkvæði án þess að yfirgefa bíl sinn. Sömuleiðis var komið upp sérstökum kjörstöðum fyrir hjólafólk. Almennt er talið að kjósendur hafi nýtt þingkosningarnar til að leggja dóm á viðbrögð stjórnvalda við heimsfaraldrinum. Yfir sextán þúsund hafa látist af völdum Covid-19 þar í landi og hefur harka reglulega færst í mótmæli gegn sóttvarnaaðgerðum ríkisstjórnarinnar. Útgöngubann er nú í gildi á næturnar þar í landi, fjöldasamkomur óheimilaðar og hefur flestum verslunum verið lokað.
Holland Kosningar í Hollandi Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Sjá meira