Þjálfara refsað með því að láta hann þjálfa kvennalið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. mars 2021 10:01 Heiko Vogel frá dögum hans sem þjálfara svissneska knattspyrnuliðsins FC Basel 1893. EPA/GEORGIOS KEFALAS Þýski knattspyrnuþjálfarinn Heiko Vogel fékk mjög sérstaka refsingu fyrir óíþróttamannslega hegðun sína gagnvart dómara á dögunum. Heiko Vogel, sem var að þjálfa 23 ára lið Borussia Mönchengladbach, missti stjórn á sér í 2-1 sigurleik á Bergisch Gladbach í fjórðu deildinni í Þýskalandi. Bæði hann og aðstoðarmenn hans, Vanessa Arlt og Nadine Westerhoff, höguðu sér þá mjög ósæmilega gagnvart dómara leiksins Marcel Benkhoff. Borussia Monchengladbach's under-23 coach Heiko Vogel was ordered to train the women's team as a punishment for "unsporting behaviour," the West German FA confirmed to @uersfeld. https://t.co/XHT84eVxai— ESPN FC (@ESPNFC) March 17, 2021 Vogel fékk tveggja leikja bann eins og báðir aðstoðarmenn hans. Þar með var ekki öll sagan sögð. Hinn 44 ára gamli Vogel fékk einnig 1500 evru sekt sem eru 227 þúsund íslenskar krónur. Það sem vakti þó mesta athygli var sú refsing að hann var einnig dæmdur til að þjálfa kvennalið sem hluti af refsingunni. Vogel þarf að skila sex æfingum hjá kvennaliði fyrir 30. júní næstkomandi. Nicole Selmer hjá „Frauen im Fussball“ eða „Konur í fótbolta“ var auðvitað allt annað en sátt með þau skilaboð sem var verið að senda með slíkum dóm. The West Germany FA has come under fire after ordering Borussia Monchengladbach U23 manager Heiko Vogel to coach the women's team as a punishment for "unsporting behavior" https://t.co/HJJj9Rzp5F— Planet Fútbol (@si_soccer) March 17, 2021 „Þetta sýnir það, að á hvaða getustigi sem er, þá eru fótboltakonur og fótboltastelpur ekki teknar eins alvarlega og fótboltakarlar og fótboltastrákar,“ sagði Nicole Selmer við ESPN. „Þessi refsing fyrir þennan þjálfara Gladbach setur þjálfun kvenna í fótbolta á sama stað og að sinna samfélagsþjónustu. Það er ekki þannig. Kvennafótbolti er íþrótt og þær sem taka þar þátt eru ekkert minni fagmenn heldur en karlarnir,“ sagði Selmer. „Þeir sem ákváðu þennan dóm höfðu kannski góð fyrirheit en þeir eru samt að senda skelfileg skilaboð með því að segja að það sé refsing að þjálfa kvenna- eða stelpufótboltalið,“ sagði Nicole Selmer. Heiko Vogel þjálfaði áður lið Basel í Sviss og undir hans stjórn þá varð svissneska liðið tvöfaldur meistari og skildi líka Manchester United eftir í riðlakeppni Meistaradeildarinnr tímabilið 2011-12. Þýski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Fleiri fréttir Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Sjá meira
Heiko Vogel, sem var að þjálfa 23 ára lið Borussia Mönchengladbach, missti stjórn á sér í 2-1 sigurleik á Bergisch Gladbach í fjórðu deildinni í Þýskalandi. Bæði hann og aðstoðarmenn hans, Vanessa Arlt og Nadine Westerhoff, höguðu sér þá mjög ósæmilega gagnvart dómara leiksins Marcel Benkhoff. Borussia Monchengladbach's under-23 coach Heiko Vogel was ordered to train the women's team as a punishment for "unsporting behaviour," the West German FA confirmed to @uersfeld. https://t.co/XHT84eVxai— ESPN FC (@ESPNFC) March 17, 2021 Vogel fékk tveggja leikja bann eins og báðir aðstoðarmenn hans. Þar með var ekki öll sagan sögð. Hinn 44 ára gamli Vogel fékk einnig 1500 evru sekt sem eru 227 þúsund íslenskar krónur. Það sem vakti þó mesta athygli var sú refsing að hann var einnig dæmdur til að þjálfa kvennalið sem hluti af refsingunni. Vogel þarf að skila sex æfingum hjá kvennaliði fyrir 30. júní næstkomandi. Nicole Selmer hjá „Frauen im Fussball“ eða „Konur í fótbolta“ var auðvitað allt annað en sátt með þau skilaboð sem var verið að senda með slíkum dóm. The West Germany FA has come under fire after ordering Borussia Monchengladbach U23 manager Heiko Vogel to coach the women's team as a punishment for "unsporting behavior" https://t.co/HJJj9Rzp5F— Planet Fútbol (@si_soccer) March 17, 2021 „Þetta sýnir það, að á hvaða getustigi sem er, þá eru fótboltakonur og fótboltastelpur ekki teknar eins alvarlega og fótboltakarlar og fótboltastrákar,“ sagði Nicole Selmer við ESPN. „Þessi refsing fyrir þennan þjálfara Gladbach setur þjálfun kvenna í fótbolta á sama stað og að sinna samfélagsþjónustu. Það er ekki þannig. Kvennafótbolti er íþrótt og þær sem taka þar þátt eru ekkert minni fagmenn heldur en karlarnir,“ sagði Selmer. „Þeir sem ákváðu þennan dóm höfðu kannski góð fyrirheit en þeir eru samt að senda skelfileg skilaboð með því að segja að það sé refsing að þjálfa kvenna- eða stelpufótboltalið,“ sagði Nicole Selmer. Heiko Vogel þjálfaði áður lið Basel í Sviss og undir hans stjórn þá varð svissneska liðið tvöfaldur meistari og skildi líka Manchester United eftir í riðlakeppni Meistaradeildarinnr tímabilið 2011-12.
Þýski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Fleiri fréttir Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Sjá meira