Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.
Þar segir einnig að búast megi við annarri tilkynningu frá lögreglu vegna fyrrnefndar aðgerða þegar frekari upplýsingar liggja fyrir, mögulega síðar í dag.
Fram kom á Vísi í morgun að hinn látni hefði verið skotinn níu sinnum þegar honum var banað þann 13. febrúar síðastliðinn.
Einn var úrskurðaður í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald í gær vegna málsins, annar í vikulangt varðhald auk þess sem gæsluvarðhald yfir þriðja aðila rennur út í næstu viku. Þá sæta fleiri farbanni.