Júlíus Andri vill í fjórða sætið á lista VG í Kraganum Atli Ísleifsson skrifar 19. mars 2021 07:10 Júlíus Andri Þórðarson Júlíus Andri Þórðarson hefur tilkynnt að hann sækist eftir fjórða sæti á lista Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi í rafrænu forvali sem fram fer daganna 15. – 17. apríl. Í tilkynningu segir að hann sé 31 árs Hafnfirðingur sem ættleiddur sé frá Rúmeníu. Sem barn hafi hann búið í Bretlandi og Belgíu. „Þessa stundina stunda ég BA nám við Háskólann á Bifröst í miðlun og almannatengslum og eru áætluð námslok næsta vetur. Samhliða námi vinn ég sem stuðningsfulltrúi á starfsbraut við Flensborgarskólann í Hafnarfirði. Mín þátttaka innan Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs byrjaði í sveitarstjórnarkosningunum árið 2014, en þá skipaði ég 4. sæti listans í Hafnarfirði. Á sveitarstjórnarstigi sat ég sem aðalmaður í skipulags- og byggingarráði, varamaður í fjölskylduráði og ýmsum starfshópum auk þess að vera varabæjarfulltrúi í eitt ár. Ég er jafnframt formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Hafnarfirði. Ég býð mig fram í forvalinu þar sem ég tel að það sé til hagsbóta fyrir stjórnmál að hafa fólk með fjölbreytilegan bakgrunn sem er tilbúið er að leggja sitt af mörkum til að stuðla að réttlátu og jöfnu samfélagi í þágu og umboði heildarinnar. Á næsta kjörtímabili tel ég að leggja eigi sérstaka áherslu á að viðhalda og verja menntakerfið eftir mikið og skiljanlegt útgjaldaár ríkisins vegna COVID-19. Það er mitt mat að ekki megi ráðast í niðurskurð í menntakerfinu enda væri það ekki best til þess fallið að endurreisa efnahag þjóðarinnar á ný. Menntakerfið verður að hafa nægilegan stuðning og bolmagn, þannig verður hægt að ýta undir aukna þekkingu og frekari nýsköpun hér á landi á næstum misserum. Í starfi mínu sem stuðningsfulltrúi hef ég séð og upplifað hæðir og lægðir í menntakerfinu á ýmsum stigum. Undanfarið ár hef ég einnig setið sem fulltrúi Nemendafélagsins við Háskólann á Bifröst í fulltrúaráði Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS). Þetta tvennt hefur fengið mig til þess að velta betur fyrir mér menntakerfinu hér á landi. Það þarf að verja og styrkja menntakerfið á öllum stigum með hag kennara, starfsmanna og nemenda í huga. Tryggja þarf jafnrétti til náms, bæði bóknám og iðnnám, allra þeirra sem vilja sækja sér menntun óháð efnahagslegum eða félagslegum bakgrunn. Ákveðin markaðsvæðing innan menntakerfisins hér á landi hefur átt sér stað undanfarin nokkur ár. Það er á ábyrgð stjórnvalda að tryggja að menntun verði ekki að einhverri söluvöru, menntun á að vera leið til aukins máttar og framþróunar einstaklinga og samfélagsins í heild,“ segir í tilkynningunni. Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Suðvesturkjördæmi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Í tilkynningu segir að hann sé 31 árs Hafnfirðingur sem ættleiddur sé frá Rúmeníu. Sem barn hafi hann búið í Bretlandi og Belgíu. „Þessa stundina stunda ég BA nám við Háskólann á Bifröst í miðlun og almannatengslum og eru áætluð námslok næsta vetur. Samhliða námi vinn ég sem stuðningsfulltrúi á starfsbraut við Flensborgarskólann í Hafnarfirði. Mín þátttaka innan Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs byrjaði í sveitarstjórnarkosningunum árið 2014, en þá skipaði ég 4. sæti listans í Hafnarfirði. Á sveitarstjórnarstigi sat ég sem aðalmaður í skipulags- og byggingarráði, varamaður í fjölskylduráði og ýmsum starfshópum auk þess að vera varabæjarfulltrúi í eitt ár. Ég er jafnframt formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Hafnarfirði. Ég býð mig fram í forvalinu þar sem ég tel að það sé til hagsbóta fyrir stjórnmál að hafa fólk með fjölbreytilegan bakgrunn sem er tilbúið er að leggja sitt af mörkum til að stuðla að réttlátu og jöfnu samfélagi í þágu og umboði heildarinnar. Á næsta kjörtímabili tel ég að leggja eigi sérstaka áherslu á að viðhalda og verja menntakerfið eftir mikið og skiljanlegt útgjaldaár ríkisins vegna COVID-19. Það er mitt mat að ekki megi ráðast í niðurskurð í menntakerfinu enda væri það ekki best til þess fallið að endurreisa efnahag þjóðarinnar á ný. Menntakerfið verður að hafa nægilegan stuðning og bolmagn, þannig verður hægt að ýta undir aukna þekkingu og frekari nýsköpun hér á landi á næstum misserum. Í starfi mínu sem stuðningsfulltrúi hef ég séð og upplifað hæðir og lægðir í menntakerfinu á ýmsum stigum. Undanfarið ár hef ég einnig setið sem fulltrúi Nemendafélagsins við Háskólann á Bifröst í fulltrúaráði Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS). Þetta tvennt hefur fengið mig til þess að velta betur fyrir mér menntakerfinu hér á landi. Það þarf að verja og styrkja menntakerfið á öllum stigum með hag kennara, starfsmanna og nemenda í huga. Tryggja þarf jafnrétti til náms, bæði bóknám og iðnnám, allra þeirra sem vilja sækja sér menntun óháð efnahagslegum eða félagslegum bakgrunn. Ákveðin markaðsvæðing innan menntakerfisins hér á landi hefur átt sér stað undanfarin nokkur ár. Það er á ábyrgð stjórnvalda að tryggja að menntun verði ekki að einhverri söluvöru, menntun á að vera leið til aukins máttar og framþróunar einstaklinga og samfélagsins í heild,“ segir í tilkynningunni.
Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Suðvesturkjördæmi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira