„Ótrúleg vinnubrögð af hálfu HSÍ og áfrýjunardómstólsins“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. mars 2021 12:15 KA/Þór er ekki sátt með vinnubrögð HSÍ og áfrýjunardómstóls sambandsins. vísir/hag Framkvæmdastjóri KA er gáttaður á úrskurði áfrýjunardómstóls HSÍ um að endurtaka eigi leik KA/Þórs og Stjörnunnar í Olís-deild kvenna. Akureyringar hafa eitt og annað við málsmeðferðina að athuga og segja að gleymst hafi að tilkynna þeim um áfrýjunina. Félögunum var tilkynnt um ákvörðun áfrýjunardómstólsins í gær. Hún kom KA/Þór í opna skjöldu. „Við erum eiginlega orðlaus yfir þessu og sérstaklega málsmeðferðinni sem er ótrúleg í alla staði. Það gleymist að tilkynna okkur um að málinu hafi verið áfrýjað og það hafi verið tekið fyrir hjá áfrýjunardómstólnum. Allar málsmeðferðarreglur sem þekkjast í íslensku réttarfarsríki voru brotnar,“ sagði Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, í samtali við Vísi í dag. Hann segir rangt að KA/Þór hafi ekki látið málið sérstaklega til sín taka eins og segir í dómi áfrýjunardómstólsins. Hann má lesa með því að smella hér. Leikurinn fór fram 13. febrúar. KA/Þór vann hann, 26-27, en eitt marka liðsins var oftalið vegna mistaka á ritaraborði. Dómstóll HSÍ staðfesti úrslit leiksins 1. mars en Stjarnan áfrýjaði þremur dögum seinna. „Þá ber HSÍ að tilkynna okkur sem málsaðila en það gleymist. Dómstólnum ber að kalla eftir staðfestingu og gögnum frá okkur ef við viljum koma með greinargerð. Það gerist ekki og þar af leiðandi náum við aldrei að taka til varna í málinu,“ sagði Sævar. „Við vissum ekkert um dóminn fyrr en það er búið að úrskurða í málinu sem eru ótrúleg vinnubrögð af hálfu HSÍ og áfrýjunardómstólsins.“ Eini aðilinn sem tapar í málinu Niðurstaðan kom KA/Þór á óvart og Sævar segir skrítið að lið geti kært eigin framkvæmd og það bitni á hinu liðinu. „Hún hlýtur að opna á alls konar fordæmi, að heimaliðið sem er að tapa leik geti gert mistök á klukku og svo endurtekið leikinn. Stjarnan kærir framkvæmd Stjörnunnar í þessum leik og vinnur málið,“ sagði Sævar. „Samkvæmt niðurstöðunni er allur málskostnaður felldur niður sem þýðir að þrátt fyrir að við höfum ekkert komið nálægt framkvæmdinni erum við eini aðilinn sem tapar í málinu, bæði stigum og þetta mun kosta okkur fullt af pening.“ Förum með þetta eins langt og hægt er KA/Þór ætlar að óska eftir endurupptöku málsins hjá áfrýjunardómstólnum og er tilbúið að fara með málið lengra. „Við förum með þetta eins langt og hægt er. Til að byrja með óskum við eftir endurupptöku hjá áfrýjunardómstólnum þar sem þeir gleyma að tilkynna okkur um þetta. Svo munum við leita til áfrýjunardómstóls ÍSÍ og höfum tilkynnt HSÍ að við munum jafnvel leita á náðir almennra dómstóla þar sem við teljum gróflega á okkur brotið með þessari málsmeðferð,“ sagði Sævar. Ekki liggur fyrir hvenær leikurinn verður endurtekinn. „Ég sé ekki fram á að hann verði leikinn á næstu vikum. Við munum fara með þetta mál alla leið og það mun taka þónokkuð margar vikur að vinna það,“ sagði Sævar. Leikurinn verður væntanlega óspilaður langt fram á vor „Við mætum ekki í þennan leik við Stjörnuna fyrr en úr málinu verður skorið fyrir þeim dómstólum sem við munum leita til. Hvaða áhrif það hefur á úrslitakeppnina geri ég mér ekki grein fyrir en þessi leikur verður væntanlega óspilaður langt fram á vor.“ KA/Þór er á toppi Olís-deildarinnar en Stjarnan í 6. sætinu þegar tveimur umferðum er ólokið. Sex liða úrslitakeppni tekur svo við. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Stjarnan Mest lesið Láki samdi við strák sem er nú einn heitasti framherji Evrópu Fótbolti Söguleg stund þegar tvær íslenskar stelpur komust á sama verðlaunapall Sport Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Körfubolti Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Íslenski boltinn Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Golf Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Enski boltinn Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Enski boltinn Steinunn Anna og Rökkvi byrja best Sport Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Enski boltinn Fresta aftur réttarhöldunum í morðmáli heimsmeistarans Sport Fleiri fréttir ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Krukkuðu í handboltaheila Ásbjörns fyrir leikinn gegn Sävehof „Elvar er einn mesti stríðsmaður sem við eigum“ Haukar mæta liði í 5.000 kílómetra fjarlægð: „Rándýrt og erfitt“ Ein sú besta ólétt Ómar Ingi markahæstur í stórsigri Magdeburg Íslendingalið Gummersbach marði botnliðið Sterkur sigur stelpnanna á Selfossi KA enn á botninum eftir tap í Eyjum Haukar unnu Hanana öðru sinni og eru komnir áfram „Til fyrirmyndar hvernig stelpurnar mættu í þennan leik“ Uppgjörið: Ísland - Pólland 30-24 | Frábærar íslenskar stelpur lofa góðu fyrir EM Valsmenn náðu að jafna í lokin Einar Bragi fékk rautt spjald en liðið hans vann Guðmundur Bragi og félagar í stuði í seinni Íslensku landsliðsmennirnir hvíldir eftir átökin í Meistaradeildinni í vikunni Dana Björg leikur fyrsta landsleikinn en Sandra hvílir Afturelding á toppinn og Grótta tapar enn Sjá meira
Félögunum var tilkynnt um ákvörðun áfrýjunardómstólsins í gær. Hún kom KA/Þór í opna skjöldu. „Við erum eiginlega orðlaus yfir þessu og sérstaklega málsmeðferðinni sem er ótrúleg í alla staði. Það gleymist að tilkynna okkur um að málinu hafi verið áfrýjað og það hafi verið tekið fyrir hjá áfrýjunardómstólnum. Allar málsmeðferðarreglur sem þekkjast í íslensku réttarfarsríki voru brotnar,“ sagði Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, í samtali við Vísi í dag. Hann segir rangt að KA/Þór hafi ekki látið málið sérstaklega til sín taka eins og segir í dómi áfrýjunardómstólsins. Hann má lesa með því að smella hér. Leikurinn fór fram 13. febrúar. KA/Þór vann hann, 26-27, en eitt marka liðsins var oftalið vegna mistaka á ritaraborði. Dómstóll HSÍ staðfesti úrslit leiksins 1. mars en Stjarnan áfrýjaði þremur dögum seinna. „Þá ber HSÍ að tilkynna okkur sem málsaðila en það gleymist. Dómstólnum ber að kalla eftir staðfestingu og gögnum frá okkur ef við viljum koma með greinargerð. Það gerist ekki og þar af leiðandi náum við aldrei að taka til varna í málinu,“ sagði Sævar. „Við vissum ekkert um dóminn fyrr en það er búið að úrskurða í málinu sem eru ótrúleg vinnubrögð af hálfu HSÍ og áfrýjunardómstólsins.“ Eini aðilinn sem tapar í málinu Niðurstaðan kom KA/Þór á óvart og Sævar segir skrítið að lið geti kært eigin framkvæmd og það bitni á hinu liðinu. „Hún hlýtur að opna á alls konar fordæmi, að heimaliðið sem er að tapa leik geti gert mistök á klukku og svo endurtekið leikinn. Stjarnan kærir framkvæmd Stjörnunnar í þessum leik og vinnur málið,“ sagði Sævar. „Samkvæmt niðurstöðunni er allur málskostnaður felldur niður sem þýðir að þrátt fyrir að við höfum ekkert komið nálægt framkvæmdinni erum við eini aðilinn sem tapar í málinu, bæði stigum og þetta mun kosta okkur fullt af pening.“ Förum með þetta eins langt og hægt er KA/Þór ætlar að óska eftir endurupptöku málsins hjá áfrýjunardómstólnum og er tilbúið að fara með málið lengra. „Við förum með þetta eins langt og hægt er. Til að byrja með óskum við eftir endurupptöku hjá áfrýjunardómstólnum þar sem þeir gleyma að tilkynna okkur um þetta. Svo munum við leita til áfrýjunardómstóls ÍSÍ og höfum tilkynnt HSÍ að við munum jafnvel leita á náðir almennra dómstóla þar sem við teljum gróflega á okkur brotið með þessari málsmeðferð,“ sagði Sævar. Ekki liggur fyrir hvenær leikurinn verður endurtekinn. „Ég sé ekki fram á að hann verði leikinn á næstu vikum. Við munum fara með þetta mál alla leið og það mun taka þónokkuð margar vikur að vinna það,“ sagði Sævar. Leikurinn verður væntanlega óspilaður langt fram á vor „Við mætum ekki í þennan leik við Stjörnuna fyrr en úr málinu verður skorið fyrir þeim dómstólum sem við munum leita til. Hvaða áhrif það hefur á úrslitakeppnina geri ég mér ekki grein fyrir en þessi leikur verður væntanlega óspilaður langt fram á vor.“ KA/Þór er á toppi Olís-deildarinnar en Stjarnan í 6. sætinu þegar tveimur umferðum er ólokið. Sex liða úrslitakeppni tekur svo við. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Stjarnan Mest lesið Láki samdi við strák sem er nú einn heitasti framherji Evrópu Fótbolti Söguleg stund þegar tvær íslenskar stelpur komust á sama verðlaunapall Sport Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Körfubolti Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Íslenski boltinn Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Golf Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Enski boltinn Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Enski boltinn Steinunn Anna og Rökkvi byrja best Sport Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Enski boltinn Fresta aftur réttarhöldunum í morðmáli heimsmeistarans Sport Fleiri fréttir ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Krukkuðu í handboltaheila Ásbjörns fyrir leikinn gegn Sävehof „Elvar er einn mesti stríðsmaður sem við eigum“ Haukar mæta liði í 5.000 kílómetra fjarlægð: „Rándýrt og erfitt“ Ein sú besta ólétt Ómar Ingi markahæstur í stórsigri Magdeburg Íslendingalið Gummersbach marði botnliðið Sterkur sigur stelpnanna á Selfossi KA enn á botninum eftir tap í Eyjum Haukar unnu Hanana öðru sinni og eru komnir áfram „Til fyrirmyndar hvernig stelpurnar mættu í þennan leik“ Uppgjörið: Ísland - Pólland 30-24 | Frábærar íslenskar stelpur lofa góðu fyrir EM Valsmenn náðu að jafna í lokin Einar Bragi fékk rautt spjald en liðið hans vann Guðmundur Bragi og félagar í stuði í seinni Íslensku landsliðsmennirnir hvíldir eftir átökin í Meistaradeildinni í vikunni Dana Björg leikur fyrsta landsleikinn en Sandra hvílir Afturelding á toppinn og Grótta tapar enn Sjá meira