Umfjöllun og viðtöl: FH - Selfoss 28-27 | FH hafði betur með minnsta mun Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 21. mars 2021 22:16 Einar Rafn Eiðsson var markahæstur á vellinum með níu mörk. vísir/vilhelm FH vann nauman sigur á Selfossi í Olís deild karla í kvöld. Skildu liðin að með einu marki 28-27. Selfyssingar byrjuðu leikinn af krafti og komu sér í ágætisstöðu á fyrstu mínútunum. Þegar að um 12 mínútur voru búnar af leiknum tók við kafli þar sem hvorugt liðið kom boltanum í markið. Það tók Selfoss 6 mínútur að finna markið en FH um 11 mínútur. Eftir 22 mínútur var staðan 4-9 fyrir Selfyssingum. Hefði það ekki verið fyrir Phil Döhler markmann FH þá hefði staðan mögulega verið verri. FH-ingar fóru að ranka við sér og skildu liðin jöfn að í hálfleik 11-11 sem var vægast sagt þvert á allar spár miðað við gengið framan af. FH fékk líklega ágætis tiltal frá Sigurstein Arndal í hálfleik því allt annað lið mætti í seinni hálfleik. Þeir fóru að gefa í og komu sér í þriggja marka forystu. Þegar mest lét voru þeir í fjögurra marka forystu. Selfyssingarnir pössuðu að missa þá ekki alltof langt frá sér og skildu liðin að með einu marki í leikslok, 27-28. Af hverju vann FH? Þrátt fyrir arfa slaka byrjun náðu þeir sér á strik og voru bara mun seigari. Hvernig þeir náðu sér til baka er magnað og hvernig þeir mættu stemmdir í seinni hálfleikinn. Hverjir stóðu upp úr? Það er hægt að orða það þannig að Phil Döhler hafi unnið þennan leik fyrir FH. Hann hélt þeim inn í leiknum til að byrja með og var með 20 varða bolta, 44% markvörslu. Atkvæðamestur í FH-liðinu var Einar Rafn Eiðsson með 9 mörk. Leonharð Þorgeir Harðarson var með 4. Hjá Selfyssingum var Einar Sverrisson frábær með 8 mörk. Á eftir honum var Hergeir Grímsson með 7 mörk. Vilius Rasimas var góður í markinu með 16 varða bolta, 37% markvörslu. Hvað gekk illa? Fyrstu 20 mínútur hjá FH gengur vægast sagt illa. Seinni hálfleikurinn hjá Selfossi gekk brösulega og eftir að hafa komið sér í ágætis stöðu misstu þeir það niður. Hvað gerist næst? FH eru búnir að spila sinn leik í 16. umferð en í 17. umferð mæta þeir Stjörnunni. Sunnudaginn 28. mars kl. 19:30. Selfoss fær ÍR í heimsókn í 16. umferð, fimmudaginn 25. mars kl. 19:30. Halldór Jóhann Sigfússon: Við töpum á móti Phil Döhler. Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfoss, sagði að markvörður FH, Phil Döhler, hafi verið munurinn á liðunum.vísir/hulda margrét Halldór Jóhann, þjálfari Selfoss í handbolta, var nokkuð sáttur með frammistöðu síns liðs þrátt fyrir tap gegn FH í kvöld. ,,Ég er að mörgu leyti ánægður með leik okkar. Það eru fyrstu tíu í seinni hálfleik sem ég er virkilega ósáttur við.“ Selfyssingar voru öflugir í byrjun leiks en FH drógu úr þeim vígtennurnar hægt og rólega og þá aðalega Phil Döhler. ,,Við töpum á móti einum manni. Við töpum á móti Phil Döhler. Hann ver hvert dauðafærið á fætur öðru og við erum með ótrúlega slaka nýtingu í dauðafærum. Það er hrikalega súrt að tapa með einu marki en það er staðreynd.“ ,,Ég get ekki kvartað yfir hvað við erum að gera í leiknum. Við bara skorum ekki úr dauðafærum og það vinnur okkur,“ sagði Halldór Jóhann að lokum. Sigursteinn: Við létum hann líta full vel út Sigursteinn Arndal var kátur í leikslok.vísir/hulda margrét Sigursteinn Arndal var sáttur með sigur sinna manna á Selfossi í Olís-deild karla í kvöld. „Ég er ótrúlega lukkulegur með þetta. Ánægður með sigurinn,“ sagði Sigursteinn í leikslok. Það er hægt að segja að enginn bjóst við að FH myndi vinna þennan leik miðað við gengi þeirra í byrjun fyrri hálfleiks þar sem þeir voru komnir með 4 mörk eftir 20. mínútur. „Það vantaði mikið tempó og svo vantaði nátturulega bara að nýta færin. Hann stóð sig frábærlega í markinu hjá Selfyssingum en við létum hann líta full vel út.“ Sigursteinn stappaði stálinu í sína menn í hálfleik og snéri allt annað lið á völlinn í seinni hálfleik. „Við vorum búnir að koma okkur inn í leikinn í hálfleik. Það var jafnt í hálfleik og við töluðum um að halda áfram með varnarleikinn sem við vorum búnir að vera spila í fyrri hálfleik og halda áfram tempóinu. Við vissum að við myndum stinga þá af á eitthverjum tímapunkti.“ Aðspurður út í fjarveru Jóhans Birgis og Egils sagði hann að það væru smávegis meiðsl en kom því einnig að, að það vanti nú menn á skýrslu hjá öllum liðum. Olís-deild karla FH UMF Selfoss
FH vann nauman sigur á Selfossi í Olís deild karla í kvöld. Skildu liðin að með einu marki 28-27. Selfyssingar byrjuðu leikinn af krafti og komu sér í ágætisstöðu á fyrstu mínútunum. Þegar að um 12 mínútur voru búnar af leiknum tók við kafli þar sem hvorugt liðið kom boltanum í markið. Það tók Selfoss 6 mínútur að finna markið en FH um 11 mínútur. Eftir 22 mínútur var staðan 4-9 fyrir Selfyssingum. Hefði það ekki verið fyrir Phil Döhler markmann FH þá hefði staðan mögulega verið verri. FH-ingar fóru að ranka við sér og skildu liðin jöfn að í hálfleik 11-11 sem var vægast sagt þvert á allar spár miðað við gengið framan af. FH fékk líklega ágætis tiltal frá Sigurstein Arndal í hálfleik því allt annað lið mætti í seinni hálfleik. Þeir fóru að gefa í og komu sér í þriggja marka forystu. Þegar mest lét voru þeir í fjögurra marka forystu. Selfyssingarnir pössuðu að missa þá ekki alltof langt frá sér og skildu liðin að með einu marki í leikslok, 27-28. Af hverju vann FH? Þrátt fyrir arfa slaka byrjun náðu þeir sér á strik og voru bara mun seigari. Hvernig þeir náðu sér til baka er magnað og hvernig þeir mættu stemmdir í seinni hálfleikinn. Hverjir stóðu upp úr? Það er hægt að orða það þannig að Phil Döhler hafi unnið þennan leik fyrir FH. Hann hélt þeim inn í leiknum til að byrja með og var með 20 varða bolta, 44% markvörslu. Atkvæðamestur í FH-liðinu var Einar Rafn Eiðsson með 9 mörk. Leonharð Þorgeir Harðarson var með 4. Hjá Selfyssingum var Einar Sverrisson frábær með 8 mörk. Á eftir honum var Hergeir Grímsson með 7 mörk. Vilius Rasimas var góður í markinu með 16 varða bolta, 37% markvörslu. Hvað gekk illa? Fyrstu 20 mínútur hjá FH gengur vægast sagt illa. Seinni hálfleikurinn hjá Selfossi gekk brösulega og eftir að hafa komið sér í ágætis stöðu misstu þeir það niður. Hvað gerist næst? FH eru búnir að spila sinn leik í 16. umferð en í 17. umferð mæta þeir Stjörnunni. Sunnudaginn 28. mars kl. 19:30. Selfoss fær ÍR í heimsókn í 16. umferð, fimmudaginn 25. mars kl. 19:30. Halldór Jóhann Sigfússon: Við töpum á móti Phil Döhler. Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfoss, sagði að markvörður FH, Phil Döhler, hafi verið munurinn á liðunum.vísir/hulda margrét Halldór Jóhann, þjálfari Selfoss í handbolta, var nokkuð sáttur með frammistöðu síns liðs þrátt fyrir tap gegn FH í kvöld. ,,Ég er að mörgu leyti ánægður með leik okkar. Það eru fyrstu tíu í seinni hálfleik sem ég er virkilega ósáttur við.“ Selfyssingar voru öflugir í byrjun leiks en FH drógu úr þeim vígtennurnar hægt og rólega og þá aðalega Phil Döhler. ,,Við töpum á móti einum manni. Við töpum á móti Phil Döhler. Hann ver hvert dauðafærið á fætur öðru og við erum með ótrúlega slaka nýtingu í dauðafærum. Það er hrikalega súrt að tapa með einu marki en það er staðreynd.“ ,,Ég get ekki kvartað yfir hvað við erum að gera í leiknum. Við bara skorum ekki úr dauðafærum og það vinnur okkur,“ sagði Halldór Jóhann að lokum. Sigursteinn: Við létum hann líta full vel út Sigursteinn Arndal var kátur í leikslok.vísir/hulda margrét Sigursteinn Arndal var sáttur með sigur sinna manna á Selfossi í Olís-deild karla í kvöld. „Ég er ótrúlega lukkulegur með þetta. Ánægður með sigurinn,“ sagði Sigursteinn í leikslok. Það er hægt að segja að enginn bjóst við að FH myndi vinna þennan leik miðað við gengi þeirra í byrjun fyrri hálfleiks þar sem þeir voru komnir með 4 mörk eftir 20. mínútur. „Það vantaði mikið tempó og svo vantaði nátturulega bara að nýta færin. Hann stóð sig frábærlega í markinu hjá Selfyssingum en við létum hann líta full vel út.“ Sigursteinn stappaði stálinu í sína menn í hálfleik og snéri allt annað lið á völlinn í seinni hálfleik. „Við vorum búnir að koma okkur inn í leikinn í hálfleik. Það var jafnt í hálfleik og við töluðum um að halda áfram með varnarleikinn sem við vorum búnir að vera spila í fyrri hálfleik og halda áfram tempóinu. Við vissum að við myndum stinga þá af á eitthverjum tímapunkti.“ Aðspurður út í fjarveru Jóhans Birgis og Egils sagði hann að það væru smávegis meiðsl en kom því einnig að, að það vanti nú menn á skýrslu hjá öllum liðum.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti