Of ung til að stjórna Sigurður Helgi Birgisson skrifar 19. mars 2021 14:00 Undanfarin ár hefur LUF barist fyrir viðurkenningu á rétti ungs fólks til að sitja í stjórnum almennra félagasamtaka í samræmi við réttindi félagsmanna, samþykktir félaganna og sjálfsákvörðunarrétt þeirra. Baráttan hófst þegar fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra neitaði LUF um skráningu á stjórn félagsins vegna þess að einn stjórnarmaður hafði ekki náð 18 ára aldri. Vildi stofnunin því ekki taka tilkynninguna gilda. Málið hefur verið til meðferðar hjá stjórnvöldum undanfarin ár og verður hér farið stuttlega yfir málsmeðferð þess. Synjun Ríkisskattstjóra Eftir stjórnarskipti á sambandsþingi LUF 2017 sendi félagið tilkynningu um breytingar á stjórn til Ríkisskattstjóra (RSK); líkt og nýjum stjórnum er skylt. RSK neitaði að taka tilkynningu félagsins til greina eins og áður segir. Fulltrúi Ungra Pírata var réttkjörinn á þinginu í stjórn, þá 16 ára að aldri. Þegar stjórn LUF óskaði eftir frekari upplýsingum, tilvísun til laga og rökstuðningi fengust þau svör að ólögráða einstaklingum væri óheimilt að sitja í stjórnum félagasamtaka. Þá gat Ríkisskattstjóri ekki vísað á lagaheimild máli sínu til stuðnings, sagði að um vinnureglu væri að ræða og ráðlagði LUF að kjósa nýjan, lögráða, einstakling í stjórn. Neitun þessi gengur gegn lögum og brýtur þar að auki gegn mannréttindaákvæði stjórnarskrár lýðveldisins Íslands, sem á jafnt við um börn sem og fullorðna, nánar tiltekið ákvæði um félagafrelsi og jafnræði. Í þessu samhengi má benda á að réttindi barna til tjáningar og þátttöku í samfélaginu eru einnig sérstaklega tryggð í 12. til 15. gr. Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sbr. lög nr. 19/2013. Eiga börn því sjálfstæðan rétt til þess að stofna og taka þátt í félögum. Enn fremur telur LUF félagafrelsisákvæði 74. gr. stjórnarskrárinnar ná til fullrar þátttöku í almennum félögum og þar með ákvörðunarvalds og stjórnarsetu. Afstaða RSK um að neita ungmennum um þátttöku og að njóta réttinda í starfi almennra félaga telst því til mismununar á grundvelli aldurs, sem brýtur í bága við jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrárinnar. Stjórn LUF leit málið alvarlegum augum og sendi því áskorun um endurskoðun málsins til RSK. Áskorunin var unnin í samstarfi við Barnaheill, Mannréttindaskrifstofu Íslands, Umboðsmann barna og UNICEF á Íslandi, en allir þessir aðilar rituðu undir áskorunina sem send var Ríkisskattstjóra þann 9. júní 2017. Í áskorun segir: að „almennum félögum er lögum samkvæmt í sjálfsvald sett að skipa stjórnir sínar. Að því gefnu að samþykktir slíkra félaga felli ekki beina fjárhagslega ábyrgð á ólögráða einstaklinga, hefur RSK ekki lagaheimild til afstöðu sinnar og synjunar á skráningu.“ Skorað var á RSK „að virða sjálfstæð réttindi barna og falla frá ólögmætum verkferlum svo félagasamtök, sem yfirleitt hafa lítið fjárhagslegt bolmagn, þurfi ekki að sækja rétt sinn annað.“ RSK varð ekki við áskoruninni og staðfesti loks afstöðu sína til málsins með formlegri synjun hinn 16. mars 2018. Í synjun sinni féll RSK frá þeim skýringum að um vinnureglu væri að ræða. En þar var reynt að rökstyðja tilvist óskrifaðrar reglu þess efnis að stjórnarmenn almennra félaga þyrftu að vera fjárráða til að teljast hæfir til stjórnarsetu. Stjórnsýslukæra til ráðuneytisins Þar sem máli LUF hjá RSK lauk með formlegri synjun var sú ákvörðun kæranleg til æðra stjórnvalds. Í tilviki fyrirtækjaskrár RSK heyrir stofnunin undir Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið. Synjun RSK var því formlega kærð til ráðuneytisins 14. júní 2018. RSK var gefið færi á að útskýra afstöðu sína og hélt stofnunin fast í synjun sína. LUF gerði fjölmargar athugasemdir við skýringar RSK og þá sérstaklega að ekki hafi verið sýnt fram á að ákvörðunin væri byggð á fullnægjandi lagaheimild. Niðurstaða ráðuneytisins olli miklum vonbrigðum enda staðfesti ráðuneytið niðurstöðu RSK. Var það gert á grundvelli þess að ólögráða einstaklingar geta ekki gengist undir skuldbindingar persónulega samkvæmt lögræðislögum. Eins vekur það furðu hversu langur málsmeðferðartími málsins var, en það tók ráðuneytið 15 mánuði að staðfesta ólögmæta synjun. Stjórn LUF telur þá afstöðu ekki samræmast stjórnarsetu í almennum félögum með hliðsjón af því að einstakir stjórnarmenn geta ekki gengist undir skuldbindingar svo gilt sé að félagarétti. LUF taldi ráðuneytið því ekki hafa ígrundað málið nægilega vel. Í kjölfarið samdi stjórn LUF, í samráði við fulltrúa aðildarfélaganna, áskorun til Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur, atvinnuvegaráðherra, sem aðildarfélögin undirrituðu. Áskorunina afhentu fulltrúar LUF á fundi með ráðherra þar sem fulltrúarnir gerðu ráðherra ljóst hvaða hagsmunir eru í húfi. Kvörtun til Umboðsmanns Alþingis Þó svo að ráðherra hafi lýst yfir vilja til að finna lausn á málinu hafði stjórn LUF aðeins takmarkaðan tíma til að leita með málið til umboðsmanns Alþingis. Sigurður Helgi, lögfræðingur LUF, sendi því kvörtun til umboðsmanns þann 20. ágúst 2020. Kvörtun LUF beindist að niðurstöðu fyrirtækjaskrár RSK, sem LUF telur ólögmæta, sem og málsmeðferð málsins í stjórnsýslunni, en LUF telur málið m.a. hafa tekið óásættanlega langan tíma, það hafi verið illa rannsakað og illa rökstutt. Umboðsmaður sá ástæðu til að taka kvörtunina til meðferðar og óskaði skýringa atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins á atriðum varðandi meðferð málsins. M.a. óskaði hann eftir afstöðu til ófjárráða umboðsmanna, enda hafði LUF bent á að engin aldurstakmörk eru fyrir því að gegna umboðsmennsku. Ráðuneytið komst að þeirri niðurstöðu að ólögráða einstaklingur geti skuldbundið félag á grundvelli umboðs. Þrátt fyrir það stendur ráðuneytið fast á því að ólögráða einstaklingur geti ekki gengt stjórnarsetu á grundvelli lýðræðislegs umboðs sem stjórnarmenn sækja til félagsmanna. Beðið er frekari átekta vegna málsins en nú þarf umboðsmaður að svara þeirri áleitu spurningu: er 16 ára einstaklingur of ungur til að stjórna? LUF bindur vonir við að umboðsmaður taki undir sjónarmið félagsins og að fyrirtækjaskrá RSK sjái að sér og virði lög og reglur. LUF mun halda baráttu sinni áfram en nauðsynlegt er að standa vörð um félagafrelsi ungs fólks; réttindi sem hafa verið grundvallarstoð í okkar lýðræðissamfélagi. Höfundur er lögfræðingur Landssambands ungmennafélaga (LUF). Ítarlegri umfjöllun má nálgast á heimasíðu LUF. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Stjórnsýsla Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur LUF barist fyrir viðurkenningu á rétti ungs fólks til að sitja í stjórnum almennra félagasamtaka í samræmi við réttindi félagsmanna, samþykktir félaganna og sjálfsákvörðunarrétt þeirra. Baráttan hófst þegar fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra neitaði LUF um skráningu á stjórn félagsins vegna þess að einn stjórnarmaður hafði ekki náð 18 ára aldri. Vildi stofnunin því ekki taka tilkynninguna gilda. Málið hefur verið til meðferðar hjá stjórnvöldum undanfarin ár og verður hér farið stuttlega yfir málsmeðferð þess. Synjun Ríkisskattstjóra Eftir stjórnarskipti á sambandsþingi LUF 2017 sendi félagið tilkynningu um breytingar á stjórn til Ríkisskattstjóra (RSK); líkt og nýjum stjórnum er skylt. RSK neitaði að taka tilkynningu félagsins til greina eins og áður segir. Fulltrúi Ungra Pírata var réttkjörinn á þinginu í stjórn, þá 16 ára að aldri. Þegar stjórn LUF óskaði eftir frekari upplýsingum, tilvísun til laga og rökstuðningi fengust þau svör að ólögráða einstaklingum væri óheimilt að sitja í stjórnum félagasamtaka. Þá gat Ríkisskattstjóri ekki vísað á lagaheimild máli sínu til stuðnings, sagði að um vinnureglu væri að ræða og ráðlagði LUF að kjósa nýjan, lögráða, einstakling í stjórn. Neitun þessi gengur gegn lögum og brýtur þar að auki gegn mannréttindaákvæði stjórnarskrár lýðveldisins Íslands, sem á jafnt við um börn sem og fullorðna, nánar tiltekið ákvæði um félagafrelsi og jafnræði. Í þessu samhengi má benda á að réttindi barna til tjáningar og þátttöku í samfélaginu eru einnig sérstaklega tryggð í 12. til 15. gr. Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sbr. lög nr. 19/2013. Eiga börn því sjálfstæðan rétt til þess að stofna og taka þátt í félögum. Enn fremur telur LUF félagafrelsisákvæði 74. gr. stjórnarskrárinnar ná til fullrar þátttöku í almennum félögum og þar með ákvörðunarvalds og stjórnarsetu. Afstaða RSK um að neita ungmennum um þátttöku og að njóta réttinda í starfi almennra félaga telst því til mismununar á grundvelli aldurs, sem brýtur í bága við jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrárinnar. Stjórn LUF leit málið alvarlegum augum og sendi því áskorun um endurskoðun málsins til RSK. Áskorunin var unnin í samstarfi við Barnaheill, Mannréttindaskrifstofu Íslands, Umboðsmann barna og UNICEF á Íslandi, en allir þessir aðilar rituðu undir áskorunina sem send var Ríkisskattstjóra þann 9. júní 2017. Í áskorun segir: að „almennum félögum er lögum samkvæmt í sjálfsvald sett að skipa stjórnir sínar. Að því gefnu að samþykktir slíkra félaga felli ekki beina fjárhagslega ábyrgð á ólögráða einstaklinga, hefur RSK ekki lagaheimild til afstöðu sinnar og synjunar á skráningu.“ Skorað var á RSK „að virða sjálfstæð réttindi barna og falla frá ólögmætum verkferlum svo félagasamtök, sem yfirleitt hafa lítið fjárhagslegt bolmagn, þurfi ekki að sækja rétt sinn annað.“ RSK varð ekki við áskoruninni og staðfesti loks afstöðu sína til málsins með formlegri synjun hinn 16. mars 2018. Í synjun sinni féll RSK frá þeim skýringum að um vinnureglu væri að ræða. En þar var reynt að rökstyðja tilvist óskrifaðrar reglu þess efnis að stjórnarmenn almennra félaga þyrftu að vera fjárráða til að teljast hæfir til stjórnarsetu. Stjórnsýslukæra til ráðuneytisins Þar sem máli LUF hjá RSK lauk með formlegri synjun var sú ákvörðun kæranleg til æðra stjórnvalds. Í tilviki fyrirtækjaskrár RSK heyrir stofnunin undir Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið. Synjun RSK var því formlega kærð til ráðuneytisins 14. júní 2018. RSK var gefið færi á að útskýra afstöðu sína og hélt stofnunin fast í synjun sína. LUF gerði fjölmargar athugasemdir við skýringar RSK og þá sérstaklega að ekki hafi verið sýnt fram á að ákvörðunin væri byggð á fullnægjandi lagaheimild. Niðurstaða ráðuneytisins olli miklum vonbrigðum enda staðfesti ráðuneytið niðurstöðu RSK. Var það gert á grundvelli þess að ólögráða einstaklingar geta ekki gengist undir skuldbindingar persónulega samkvæmt lögræðislögum. Eins vekur það furðu hversu langur málsmeðferðartími málsins var, en það tók ráðuneytið 15 mánuði að staðfesta ólögmæta synjun. Stjórn LUF telur þá afstöðu ekki samræmast stjórnarsetu í almennum félögum með hliðsjón af því að einstakir stjórnarmenn geta ekki gengist undir skuldbindingar svo gilt sé að félagarétti. LUF taldi ráðuneytið því ekki hafa ígrundað málið nægilega vel. Í kjölfarið samdi stjórn LUF, í samráði við fulltrúa aðildarfélaganna, áskorun til Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur, atvinnuvegaráðherra, sem aðildarfélögin undirrituðu. Áskorunina afhentu fulltrúar LUF á fundi með ráðherra þar sem fulltrúarnir gerðu ráðherra ljóst hvaða hagsmunir eru í húfi. Kvörtun til Umboðsmanns Alþingis Þó svo að ráðherra hafi lýst yfir vilja til að finna lausn á málinu hafði stjórn LUF aðeins takmarkaðan tíma til að leita með málið til umboðsmanns Alþingis. Sigurður Helgi, lögfræðingur LUF, sendi því kvörtun til umboðsmanns þann 20. ágúst 2020. Kvörtun LUF beindist að niðurstöðu fyrirtækjaskrár RSK, sem LUF telur ólögmæta, sem og málsmeðferð málsins í stjórnsýslunni, en LUF telur málið m.a. hafa tekið óásættanlega langan tíma, það hafi verið illa rannsakað og illa rökstutt. Umboðsmaður sá ástæðu til að taka kvörtunina til meðferðar og óskaði skýringa atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins á atriðum varðandi meðferð málsins. M.a. óskaði hann eftir afstöðu til ófjárráða umboðsmanna, enda hafði LUF bent á að engin aldurstakmörk eru fyrir því að gegna umboðsmennsku. Ráðuneytið komst að þeirri niðurstöðu að ólögráða einstaklingur geti skuldbundið félag á grundvelli umboðs. Þrátt fyrir það stendur ráðuneytið fast á því að ólögráða einstaklingur geti ekki gengt stjórnarsetu á grundvelli lýðræðislegs umboðs sem stjórnarmenn sækja til félagsmanna. Beðið er frekari átekta vegna málsins en nú þarf umboðsmaður að svara þeirri áleitu spurningu: er 16 ára einstaklingur of ungur til að stjórna? LUF bindur vonir við að umboðsmaður taki undir sjónarmið félagsins og að fyrirtækjaskrá RSK sjái að sér og virði lög og reglur. LUF mun halda baráttu sinni áfram en nauðsynlegt er að standa vörð um félagafrelsi ungs fólks; réttindi sem hafa verið grundvallarstoð í okkar lýðræðissamfélagi. Höfundur er lögfræðingur Landssambands ungmennafélaga (LUF). Ítarlegri umfjöllun má nálgast á heimasíðu LUF. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun