Margeir vill ekki staðfesta hvar morðvopnið fannst en segir þó að það hafi ekki fundist á heimili neins. Lögregla hefur farið í húsleitir víða að undanförnu, síðast sex í gær. Meðal annars voru brotnar upp dyr í fjölbýlishúsi í miðbæ Reykjavíkur á áttunda tímanum um morguninn og karlmaður leiddur út í járnum fyrir augum konu sinnar og barna.
Byssan er skammbyssa með hljóðdeyfi en talið var líklegt að hljóðdeyfir hefði verið notaður til verknaðarins enda varð enginn nágranni var við það þegar Armando Beqirai var skotinn níu sinnum, meðal annars í höfuð.
Vopnið hefur verið sent utan til greininar en Margeir segir bráðabirgðaniðurstöður benda til þess að um morðvopnið sé að ræða.