Sagði að án takmarkana á kjörsókn muni Repúblikanar tapa um árabil Samúel Karl Ólason skrifar 20. mars 2021 22:52 Öldungadeildarþingmaðurinn Ted Cruz segir gífurlega mikilvægt fyrir Repúblikana að gera fólki erfiðara að kjósa. Getty/Tasos Katopodis Öldungadeildarþingmaðurinn bandaríski Ted Cruz segir Demókrata ætla sér að veita milljónum ólöglegra innflytjenda, barnaníðingum og öðrum glæpamönnum kosningarétt. Þannig muni Demókratar tryggja yfirráð sínum í kosningum vestanhafs um árabil. Nái Demókratar markmiðum sínum myndu Repúblikanar tapa kosningum næstu áratugina. Þetta sagði Cruz í símtali við ríkisþingmenn Repúblikanaflokksins í síðustu viku, samkvæmt AP fréttaveitunni, sem hefur komið höndum yfir upptöku af símtalinu. Hann sagði Repúblikana verða að standa í hárinu á Demókrötum og sagði ekkert ráðrúm til málamiðlunar. Repúblikanar á ríkisþingum Bandaríkjanna vinna nú hörðum höndum að því að gera fólki erfiðara að taka þátt í kosningum. Repúblikanar hafa leitað áherslumála í kjölfar forsetatíðar Trumps og virðast hafa fundið eitt slíkt og segjast vera að vernda heillindi kosninga í Bandaríkjunum. Sjá einnig: McConnell varar við „sviðinni jörð“ í öldungadeildinni Aðgerðir þeirra byggja á þeim ósannindum að umfangsmikið kosningasvindl í forsetakosningunum í nóvember hafi kostað Donald Trump endurkjör. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og fjölmörg dómsmál hafa Repúblikanar ekki getað fært sannanir fyrir ásökunum sínum og hafa þess í stað byrjað að tala um hve margir kjósendur í Bandaríkjunum beri lítið traust til kosninga þar. Þann skort á trausti má þó rekja til ósanninda Trumps og bandamanna hans og er Ted Cruz einn þeirra sem hefur farið ósönnum orðum um framkvæmd forsetakosninganna í fyrra. Rúmlega 250 frumvörp hafa verið lögð fram í minnst 43 ríkjum Bandaríkjanna. Samhliða því vinna Demókratar að því frumvarpi sem gera á fólki auðveldara að kjósa og meðal annars notast við utankjörfundaratkvæði. Frumvarp Demókrata, sem kallast H.R.1, myndi einnig gera alríkinu mögulegt að stöðva aðgerðir ríkja sem eiga að gera fólki erfiðara að kjósa. Baráttan um kosningaréttinn í Bandaríkjunum er í augum forsvarsmanna beggja flokka spurning um líf og dauða. Repúblikanar hafa lengi staðið í þeirri trú að þeir hagnist á lágri kjörsókn og að Demókratar græði á mikilli kjörsókn. Því hafa íhaldsmenn lagt mikið púður í að draga úr kjörsókn og þær aðgerðir hafa hvað mest komið niður á þeldökkum Bandaríkjamönnum af afrískum og spænskum uppruna, samkvæmt AP fréttaveitunni. Þeir hafa verið líklegri til að kjósa Demókrata en Repúblikana. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Nái Demókratar markmiðum sínum myndu Repúblikanar tapa kosningum næstu áratugina. Þetta sagði Cruz í símtali við ríkisþingmenn Repúblikanaflokksins í síðustu viku, samkvæmt AP fréttaveitunni, sem hefur komið höndum yfir upptöku af símtalinu. Hann sagði Repúblikana verða að standa í hárinu á Demókrötum og sagði ekkert ráðrúm til málamiðlunar. Repúblikanar á ríkisþingum Bandaríkjanna vinna nú hörðum höndum að því að gera fólki erfiðara að taka þátt í kosningum. Repúblikanar hafa leitað áherslumála í kjölfar forsetatíðar Trumps og virðast hafa fundið eitt slíkt og segjast vera að vernda heillindi kosninga í Bandaríkjunum. Sjá einnig: McConnell varar við „sviðinni jörð“ í öldungadeildinni Aðgerðir þeirra byggja á þeim ósannindum að umfangsmikið kosningasvindl í forsetakosningunum í nóvember hafi kostað Donald Trump endurkjör. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og fjölmörg dómsmál hafa Repúblikanar ekki getað fært sannanir fyrir ásökunum sínum og hafa þess í stað byrjað að tala um hve margir kjósendur í Bandaríkjunum beri lítið traust til kosninga þar. Þann skort á trausti má þó rekja til ósanninda Trumps og bandamanna hans og er Ted Cruz einn þeirra sem hefur farið ósönnum orðum um framkvæmd forsetakosninganna í fyrra. Rúmlega 250 frumvörp hafa verið lögð fram í minnst 43 ríkjum Bandaríkjanna. Samhliða því vinna Demókratar að því frumvarpi sem gera á fólki auðveldara að kjósa og meðal annars notast við utankjörfundaratkvæði. Frumvarp Demókrata, sem kallast H.R.1, myndi einnig gera alríkinu mögulegt að stöðva aðgerðir ríkja sem eiga að gera fólki erfiðara að kjósa. Baráttan um kosningaréttinn í Bandaríkjunum er í augum forsvarsmanna beggja flokka spurning um líf og dauða. Repúblikanar hafa lengi staðið í þeirri trú að þeir hagnist á lágri kjörsókn og að Demókratar græði á mikilli kjörsókn. Því hafa íhaldsmenn lagt mikið púður í að draga úr kjörsókn og þær aðgerðir hafa hvað mest komið niður á þeldökkum Bandaríkjamönnum af afrískum og spænskum uppruna, samkvæmt AP fréttaveitunni. Þeir hafa verið líklegri til að kjósa Demókrata en Repúblikana.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira