Breskir sérfræðingar segja hefðbundið ferðasumar ólíklegt og óráðlegt Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. mars 2021 19:07 Spítalainnlögnum og dauðsföllum hefur fækkað verulega eftir að bólusetningarátak Breta fór af stað en sérfræðingar óttast ný afbrigði kórónuveirunnar. epa/Andy Rain Einn ráðgjafa bresku ríkisstjórnarinnar segir afar ólíklegt að sólarlandaferðir séu í kortunum hjá Bretum í sumar, vegna hættunnar á því að fólk snúi heim með nýtt afbirgði SARS-CoV-2 í farteskinu. Að sögn Mike Tildesley stafar þjóðinni veruleg hætta af ferðalögum erlendis. Óþarfa utanlandsferðir eru bannaðar í Bretlandi eins og er og þeir sem ferðast utan landsteinanna þurfa að sæta einangrun þegar þeir snúa til baka. Samgöngumálaráðherrann Grant Schapps segir of snemmt að segja til um hvenær „óþarfa“ ferðalög verða leyfð á ný en samkvæmt afléttingaráætlun stjórnvalda gæti það í fyrsta lagi orðið 17. maí næstkomandi. Nefnd sem fjallar um málið á að skila tillögum til forsætisráðherra 12. apríl. Matt Hancock heilbrigðisráðherra sagði í dag að helmingur allra fullorðinna Breta hefði nú verið bólusettur gegn Covid-19. Þá fékk metfjöldi sprautuna í gær, sagði hann. Tildesley sagði í samtali við BBC Radio 4 að ólíklegt væri að Bretar gætu skipulagt hefðbundin sumarfrí erlendis í ár. Jafnvel þótt fólk byrjaði ekki að ferðast fyrr en í júlí eða ágúst, væri veruleg hætta á því að það flytti heim ný og mögulega meira smitandi og alvarleg afbrigði. Sagði hann bólusetningarherferð stjórnvalda stafa ógn af þessum nýju afbrigðum. Sagði hann að til framtíðar þyrfti að skoða hvernig bólusetningar yrðu lagaðar að nýjum afbrigðum en hann sagði best að fresta þeim tímapunkti eins lengi og unnt væri. Andrew Hayward, sem situr í aðgerðastjórninni SAGE, sagðist ekki telja að stjórnvöld myndu hvetja til ferðalaga þar sem svokallað suðurafríska afbrigði væri í sókn í sumum Evrópuríkjum. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Að sögn Mike Tildesley stafar þjóðinni veruleg hætta af ferðalögum erlendis. Óþarfa utanlandsferðir eru bannaðar í Bretlandi eins og er og þeir sem ferðast utan landsteinanna þurfa að sæta einangrun þegar þeir snúa til baka. Samgöngumálaráðherrann Grant Schapps segir of snemmt að segja til um hvenær „óþarfa“ ferðalög verða leyfð á ný en samkvæmt afléttingaráætlun stjórnvalda gæti það í fyrsta lagi orðið 17. maí næstkomandi. Nefnd sem fjallar um málið á að skila tillögum til forsætisráðherra 12. apríl. Matt Hancock heilbrigðisráðherra sagði í dag að helmingur allra fullorðinna Breta hefði nú verið bólusettur gegn Covid-19. Þá fékk metfjöldi sprautuna í gær, sagði hann. Tildesley sagði í samtali við BBC Radio 4 að ólíklegt væri að Bretar gætu skipulagt hefðbundin sumarfrí erlendis í ár. Jafnvel þótt fólk byrjaði ekki að ferðast fyrr en í júlí eða ágúst, væri veruleg hætta á því að það flytti heim ný og mögulega meira smitandi og alvarleg afbrigði. Sagði hann bólusetningarherferð stjórnvalda stafa ógn af þessum nýju afbrigðum. Sagði hann að til framtíðar þyrfti að skoða hvernig bólusetningar yrðu lagaðar að nýjum afbrigðum en hann sagði best að fresta þeim tímapunkti eins lengi og unnt væri. Andrew Hayward, sem situr í aðgerðastjórninni SAGE, sagðist ekki telja að stjórnvöld myndu hvetja til ferðalaga þar sem svokallað suðurafríska afbrigði væri í sókn í sumum Evrópuríkjum.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira