Týndist á gönguleiðinni en náði að láta vita af sér Sylvía Hall skrifar 21. mars 2021 20:56 Björgunarsveitir voru kallaðar út eftir að tilkynning barst um týndan göngumann. Mynd er úr safni. Vísir/Vilhelm Björgunarsveitir voru kallaðar út í kvöld vegna göngumanns sem hafði villst af leið nærri gossvæðinu á sjöunda tímanum í kvöld. Þetta staðfestir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við Vísi. Leit var í startholunum þegar göngumaðurinn náði að láta vita af sér og þurfti ekki aðstoð. „Leit var í startholunum. Það var búið að kalla til fleiri hópa úr Reykjavík og fólkið sem er á svæðinu, það var búið að senda það af stað,“ segir Davíð Már í samtali við Vísi. Mikill fjöldi fólks hefur lagt leið sína í átt að Geldingadal í því skyni að sjá eldgosið berum augum. Davíð segir björgunarsveitarfólk því í raun vera í samfelldu útkalli þar sem það er með viðveru á svæðinu ef fólk lendir í vandræðum og þarf aðstoð. „Björgunarsveitafólkið er bara búið að vera að bæta í. Það eru vaktaskipti núna eftir daginn og það er verið að kalla út fleira fólk til þess að vera til staðar í kvöld og í nótt. Veðrið er að versna og við viljum hafa nægan mannskap til að aðstoða fólk ef það lendir í vandræðum.“ Dæmi um að fólk vanmeti gönguleiðina Að sögn Davíðs hefur dagurinn gengið vel fyrir sig þó einhverjar tilkynningar hafi borist um fólk í vanda. Það sé aðallega fólk sem hafi orðið örmagna á gönguleiðinni eða þurfi aðstoð vegna meiðsla. „Það var einhver sem meiddi sig eitthvað á fæti og það var náð í hann og honum skutlað í sjúkrahús. Aðallega er þetta fólk sem er örmagna, illa búið, ekki með nesti eða vanmat að einhverju leyti tímann sem fer í að fara þarna og skoða gosstöðvarnar.“ Hann segir björgunarsveitafólk tilbúið til að aðstoða þá sem ætli sér að ganga að gosstöðvunum í nótt, enda fari aðstæður versnandi eftir því sem líður á kvöldið. „Veðrið er að versna og það dimmir núna. Það á að fjölga í mannskapnum til að hafa fólk á þessum helstu leiðum, svo hægt sé að aðstoða fólk í myrkrinu.“ Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Tengdar fréttir Eins og „góð þjóðhátíð“ miðað við bílafjölda „Ég hef aldrei séð annan eins ágang,“ segir Hjálmar Hallgrímsson lögreglumaður um bílaumferðina sem hefur myndast á lokunarpósti á Suðurstrandarvegi, rétt austan við Grindavík. Þúsundir hafa lagt leið sína í átt að Fagradalsfjalli eftir að eldgos hófst í Geldingadal á föstudagskvöld og ber bílafjöldinn þess merki. 21. mars 2021 20:21 Fólk streymir enn í Geldingadal og margir illa búnir Fjölmargir hafa gert sér leið upp í Geldingadal í gærkvöldi og í nótt. Fólk hefur jafnvel gist í tjöldum við eldgosið en margir hafa verið illa búnir fyrir ferðalagið og einhverjir hafa örmagnast. Þá er veður við gosstað orðið slæmt. 21. mars 2021 09:14 Enn mikil aðsókn að svæðinu en hætturnar margar í myrkrinu Enn er mikil aðsókn að gosstöðvunum í Geldingadal, þrátt fyrir myrkur og erfiðar aðstæður. Björgunarsveitarmenn og lögregla verður á staðnum í nótt en vara enn og aftur við því að fólk freisti þess að fara of nálægt. 20. mars 2021 21:39 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Sjá meira
„Leit var í startholunum. Það var búið að kalla til fleiri hópa úr Reykjavík og fólkið sem er á svæðinu, það var búið að senda það af stað,“ segir Davíð Már í samtali við Vísi. Mikill fjöldi fólks hefur lagt leið sína í átt að Geldingadal í því skyni að sjá eldgosið berum augum. Davíð segir björgunarsveitarfólk því í raun vera í samfelldu útkalli þar sem það er með viðveru á svæðinu ef fólk lendir í vandræðum og þarf aðstoð. „Björgunarsveitafólkið er bara búið að vera að bæta í. Það eru vaktaskipti núna eftir daginn og það er verið að kalla út fleira fólk til þess að vera til staðar í kvöld og í nótt. Veðrið er að versna og við viljum hafa nægan mannskap til að aðstoða fólk ef það lendir í vandræðum.“ Dæmi um að fólk vanmeti gönguleiðina Að sögn Davíðs hefur dagurinn gengið vel fyrir sig þó einhverjar tilkynningar hafi borist um fólk í vanda. Það sé aðallega fólk sem hafi orðið örmagna á gönguleiðinni eða þurfi aðstoð vegna meiðsla. „Það var einhver sem meiddi sig eitthvað á fæti og það var náð í hann og honum skutlað í sjúkrahús. Aðallega er þetta fólk sem er örmagna, illa búið, ekki með nesti eða vanmat að einhverju leyti tímann sem fer í að fara þarna og skoða gosstöðvarnar.“ Hann segir björgunarsveitafólk tilbúið til að aðstoða þá sem ætli sér að ganga að gosstöðvunum í nótt, enda fari aðstæður versnandi eftir því sem líður á kvöldið. „Veðrið er að versna og það dimmir núna. Það á að fjölga í mannskapnum til að hafa fólk á þessum helstu leiðum, svo hægt sé að aðstoða fólk í myrkrinu.“
Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Tengdar fréttir Eins og „góð þjóðhátíð“ miðað við bílafjölda „Ég hef aldrei séð annan eins ágang,“ segir Hjálmar Hallgrímsson lögreglumaður um bílaumferðina sem hefur myndast á lokunarpósti á Suðurstrandarvegi, rétt austan við Grindavík. Þúsundir hafa lagt leið sína í átt að Fagradalsfjalli eftir að eldgos hófst í Geldingadal á föstudagskvöld og ber bílafjöldinn þess merki. 21. mars 2021 20:21 Fólk streymir enn í Geldingadal og margir illa búnir Fjölmargir hafa gert sér leið upp í Geldingadal í gærkvöldi og í nótt. Fólk hefur jafnvel gist í tjöldum við eldgosið en margir hafa verið illa búnir fyrir ferðalagið og einhverjir hafa örmagnast. Þá er veður við gosstað orðið slæmt. 21. mars 2021 09:14 Enn mikil aðsókn að svæðinu en hætturnar margar í myrkrinu Enn er mikil aðsókn að gosstöðvunum í Geldingadal, þrátt fyrir myrkur og erfiðar aðstæður. Björgunarsveitarmenn og lögregla verður á staðnum í nótt en vara enn og aftur við því að fólk freisti þess að fara of nálægt. 20. mars 2021 21:39 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Sjá meira
Eins og „góð þjóðhátíð“ miðað við bílafjölda „Ég hef aldrei séð annan eins ágang,“ segir Hjálmar Hallgrímsson lögreglumaður um bílaumferðina sem hefur myndast á lokunarpósti á Suðurstrandarvegi, rétt austan við Grindavík. Þúsundir hafa lagt leið sína í átt að Fagradalsfjalli eftir að eldgos hófst í Geldingadal á föstudagskvöld og ber bílafjöldinn þess merki. 21. mars 2021 20:21
Fólk streymir enn í Geldingadal og margir illa búnir Fjölmargir hafa gert sér leið upp í Geldingadal í gærkvöldi og í nótt. Fólk hefur jafnvel gist í tjöldum við eldgosið en margir hafa verið illa búnir fyrir ferðalagið og einhverjir hafa örmagnast. Þá er veður við gosstað orðið slæmt. 21. mars 2021 09:14
Enn mikil aðsókn að svæðinu en hætturnar margar í myrkrinu Enn er mikil aðsókn að gosstöðvunum í Geldingadal, þrátt fyrir myrkur og erfiðar aðstæður. Björgunarsveitarmenn og lögregla verður á staðnum í nótt en vara enn og aftur við því að fólk freisti þess að fara of nálægt. 20. mars 2021 21:39