Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Keflavík 82-115 | Keflvíkingar niðurlægðu nágranna sína Smári Jökull Jónsson skrifar 22. mars 2021 23:10 Deane og félagar lenti í engum vandræðum í Grindaví.k. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Keflvíkingar fóru illa með Grindvíkinga á heimavelli þeirra síðarnefndu í Domino´s deildinni í kvöld. Lokatölur 115-82 þar sem gestirnir léku við hvern sinn fingur. Niðurlæging Grindvíkinga var í raun algjör eftir fyrsta leikhlutann. Staðan að honum loknum var 39-7 og heimamenn heillum horfnir á öllum sviðum leiksins, hvort sem það var í því að skora stig eða að halda haus. Grindavík byrjaði annan leikhluta á 11-0 kafla en Keflvíkingar svöruðu með eigin áhlaupi. Grindvíkingar bitu þó öllu betur frá sér heldur en fyrstu mínúturnar og Björgvin Hafþór Ríkharðsson kveikti smá von í brjóstum stuðningsmanna Grindavíkur með tveimur troðslum rétt fyrir hálfleiksflautið. Sú von var þó fljót að deyja eftir hlé. Keflvíkingar komu af krafti inn í seinni hálfleikinn og Grindvíkingar létu allt fara í taugarnar á sér, hvort sem það voru stælar í Dominykas Milka eða dómararnir. Eftir þriðja leikhluta var staðan 89-60 og úrslitin vitaskuld löngu ráðin. Joonas Jarveleinen var rekinn úr húsi rétt fyrir lok þriðja leikhluta þegar hann fékk sína aðra óíþróttamannslegu villu eftir baráttu við Milka. Hið sama gerðist í fyrri leik liðanna og því þurfti ekkert að koma á óvart að þeim skyldi lenda saman. Milka var duglegur í því að pirra heimamenn og heimamenn bitu alltaf á agnið. Hann gekk einfaldlega eins langt og dómararnir leyfðu og eflaust í einhver skipti lengra en það án þess að þeir tækju eftir. Það er hluti af leiknum og þetta var enn ein baráttan sem heimamenn töpuðu. Fjórði leikhluti þurfti svo einfaldlega að líða áður en leikmenn gátu haldið heim. Hann var fremur tíðindalítill og bæði lið sóttu menn á bekkinn. Lokatölur 115-82 og Keflvíkingar færast nær deildarmeistaratitlinum með hverjum leiknum. Af hverju vann Keflavík? Þeir voru betri en Grindvíkingar á öllum sviðum leiksins í dag. Þeir kláruðu leikinn í byrjun og það hvernig Grindvíkingar mættu til leiks er í raun ótrúlegt. Þeir spiluðu varla vörn í fyrsta leikhlutanum og á meðan allt fór niður hjá Keflavík gátu heimamenn ekki keypt sér körfu. Það er umhugsunarefni fyrir Grindvíkinga að leikur þeirra hrynji algjörlega eins og hann gerði í upphafi. Þeir voru engan veginn með hausinn rétt skrúfaðan á meðan Keflavíkurvélin mallaði eins og hún hefur gert í allan vetur. Þessir stóðu upp úr: Hjá Keflavík var Calvin Burks öflugur. Hann skoraði 16 stig í fyrri hálfleiknum og endaði leikinn með 28 stig. Hörður Axel Vilhjálmsson stýrði leik gestanna fullkomlega og Deane Williams var frábær þegar hans naut við, skilaði 8 stigum, 7 fráköstum, 6 stoðsendingum og tveimur vörðum skotum í fyrri hálfleik en meiddist í þeim síðari og fór af velli. Ágúst Orrason átti líka góða innkomu af bekknum. Milka var sömuleiðis öflugur eins og venjulega og tókst að koma sér inn í hausinn á heimamönnum eins og sást í baráttunni við Jarveleinen. Hjá Grindavík var fátt um fína drætti og í raun ekki hægt að taka neinn út fyrir sérstaklega góða frammistöðu. Hvað gekk illa? Hjá Grindavík gekk í raun nánast allt illa. Þeir byrjuðu leikinn hræðilega og virtust engan veginn vera með hausinn rétt skrúfaðan á. Þeir létu allt fara í taugarnar á sér hvort sem það voru eigin mistök, leikmenn Keflvíkinga eða dómararnir. Byrjunin fór auðvitað með leikinn fyrir heimamenn. Þeir gátu varla keypt sér körfu og náðu ekki að stoppa blæðinguna og Keflvíkingar gengu á lagið. Á meðan fór nær allt niður hjá gestunum og því fór sem fór. Hvað gerist næst? Framundan hjá Grindavík er annar nágrannaslagur en þeir fá Njarðvík í heimsókn á föstudaginn. Það verður afskaplega áhugaverður leikur svo ekki sé meira sagt. Keflavík fær Stjörnuna í heimsókn þar sem þeir hafa harma að hefna eftir stórsigur Garðbæinga í fyrri leiknum. Sigur þar og þá held ég að deildartitillinn sé nánast í höfn. Daníel Guðni: Mjög kjánalegt að fylgjast með þessu Daníel Guðni fagnar í leik gegn Haukum á dögunum.Vísir / Hulda Margrét Daníel Guðni Guðmundsson sagði frammistöðuna í leiknum í kvöld vera mikil vonbrigði og sagði ekkert hafa verið í gangi í fyrsta leikhlutanum en að honum loknum var staðan 39-7 fyrir Keflavík. „Það er bara galið. Það gerist ekki neitt, hvorki í vörn né sókn. Ég er virkilega vonsvikinn því við töldum okkur vera búnir að undirbúa okkur vel. Svo mæta menn á parketið og það gerist ekki neitt, þeir sækja bara á okkar veikleika varnarlega. Sóknarlega var þetta bara bull, hver í sínu horni að reyna eitthvað og mjög kjánalegt að fylgjast með þessu,“ sagði Daníel í viðtali við Svala Björgvinsson eftir leikinn í kvöld. Svali ræddi um veikleika í vörn Grindavíkur en Daníel var fljótur að taka af honum orðið. „Það var ekki nein vörn. Maður sá alveg hvað þeir voru að gera en við brugðumst ekki við því. Þetta var mjög lélegt ég er bara mjög vonsvikinn með frammistöðuna. Að fá tvö stig gegn Keflavík er krefjandi og allt það en við áttum að gera þetta að miklu meiri leik.“ Daníel talaði ekki bara um varnarleikinn heldur sagði sóknarleik sinna manna hafa verið slakan og að þeir hefðu gefið allt of mikið eftir. „Þetta var mjög lélegt og ég er ekki ánægður með þetta. Ég tel mig vera með fínt lið sóknarlega en guð minn góður hvað þetta var eitthvað mjúkt í öllum okkar aðgerðum,“ sagði ósáttur Daníel Guðni Guðmundsson að lokum. Hjalti: Allt liðið var að spila mjög vel Hjalti Vilhjálmsson var ánægður með Keflavíkurliðið í kvöld.Vísir Hjalti Vilhjálmsson var auðvitað ánægður með frammistöðu síns liðs í stórsigrinum í kvöld þegar Svali Björgvinsson ræddi við hann að leik loknum. „Ég var hrikalega ánægður hvernig við komum inn í leikinn. Ég hafði smá áhyggjur af því að við myndum mæta flatir en það var svo sannarlega ekki. Menn voru klárir og þetta var bara virkilega vel gert.“ Keflvíkingar fengu gott framlag af bekknum í kvöld og Ágúst Orrason kom til dæmis sjóðheitur inn og skilaði 16 stigum og gríðarlegri orku inn í liðið. „Allt liðið var að spila sem heild mjög vel. Undir lokin á fyrri hálfleik vorum við full kærulausir. Að öðru leyti virkilega góðir.“ Svali spurði svo Hjalta aðeins út í svæðisvörnina sem Keflvíkingar hafa mætt með í þriðja leikhluta í nokkur skipti í vetur. „Við erum aðeins að skerpa á henni og gera betur. Þeir gerðu svo sem vel í að brjóta hana niður. Við þurfum að finna lausnir á því þegar andstæðingarnir hlaupa endalínuna og fleira en það kemur.“ Keflavík vann einnig stórsigur gegn Njarðvík í síðasta leik en mæta Stjörnunni á heimavelli í næstu umferð, liði sem þeir töpuðu stórt fyrir í fyrri umferðinni. „Við tökum einn leik í einu, menn mega ekki fara of hátt eða of lágt ef tap er niðurstaðan. Við gerðum virkilega vel í dag og nú er bara byrjaður undirbúningur fyrir úrslitakeppnina.“ Ólafur: Vorum sjálfum okkur til skammar í kvöld Ólafur var ómyrkur í máli eftir tapið í kvöld.Vísir / Hulda Margrét Ólafur Ólafsson ræddi við Svala Björgvinsson að leik loknum í kvöld og var hreinskilinn um slaka frammistöðu Grindvíkinga í tapinu gegn grönnunum í Keflavík. „Þetta er örugglega slakasti hálfleikur sem ég hef spilað fyrir Grindavík síðan ég byrjaði í þessu. Við mættum engan veginn tilbúnir og létum þá valta yfir okkur á fyrstu mínútunum. Vorum andlausir og ætluðum svo eitthvað að reyna að pikka það upp í öðrum leikhluta og þá kom eitthvað. Þú getur ekki sleppt einum leikhluta gegn svona góðu liði eins og Keflavík,“ sagði Ólafur. Eftir fyrsta leikhlutann í kvöld var staðan 39-7, sjaldséðar tölur í Domino´s deildinni. „Ef við hefðum mætt tilbúnir hefðum við mögulega unnið. Við gerðum ekki það sem við ætluðum að gera og það er stór munur að mæta svona gegn neðsta liðinu, með fullri virðingu fyrir Haukum, en gegn toppliðinu. Það er miklu erfiðara að brjóta toppliðið og þeir bara völtuðu yfir okkur í kvöld og við vorum sjálfum okkur til skammar á tímabili.“ Ólafur ræddi um andleysi í liðinu og sagði það eitthvað sem Grindvíkingar hefðu rætt í vetur. „Við erum búnir að tala um þetta, það er eitthvað bölvað andleysi á bekknum eða eitthvað. Það eru allir aðrir bekkir að fagna en við erum bara með hausinn niðri í einhverir fýlu því við erum ekki að spila, ég veit ekki hvað það er.“ „Ég skal glaður byrja útaf ef einhverjir verða ánægðir, ég get alveg spilað 10 mínútur og verið hvetjandi á bekknum. Við þurfum að breyta þessu andlega, við erum andlausir strax í upphitun og mér finnst þetta bara glatað.“ Ólafur tók sig alls ekki út fyrir sviga þegar hann ræddi um frammistöðu liðsins og sagði alla hafa átt slæman dag. „Vonandi getum við litið á sjálfa okkur í spegli og litið í eigin barm. Ég var ógeðslega lélegur, ætlaði að pikka þeta upp í öðrum leikhluta og í seinni hálfleik. Ég var ekkert betri en hinir, við vorum allir ógeðslega lélegir í kvöld og þurfum bara að líta inn á við og mæta svo bara tilbúnir á æfingu því það er ekkert gefið í þessari deild. Við gætum alveg verið komnir í 10.sæti eftir 2 vikur.“ Næsti leikur Grindvíkinga er á föstudag þegar þeir taka á móti Njarðvíkingum. „Við lítum í eigin barm og svekkjum okkur í kvöld. Þegar morgundagurinn kemur þá einbeitum við okkur að Njarðvík, okkar vantar öll stig sem við getum fengið. Við getum ekkert verið að slaka á og haldið að þetta sé komið því við komum voða flott til baka gegn Haukum. Við þurfum bara að finna þennan neista í liðinu sem er til, við verðum bara að gera það,“ sagði Ólafur að lokum. Dominos-deild karla UMF Grindavík Keflavík ÍF Tengdar fréttir Ólafur: Vorum sjálfum okkur til skammar Ólafur Ólafsson ræddi við Svala Björgvinsson að leik loknum í kvöld og var hreinskilinn um slaka frammistöðu Grindvíkinga í tapinu gegn grönnunum í Keflavík. 22. mars 2021 22:35
Keflvíkingar fóru illa með Grindvíkinga á heimavelli þeirra síðarnefndu í Domino´s deildinni í kvöld. Lokatölur 115-82 þar sem gestirnir léku við hvern sinn fingur. Niðurlæging Grindvíkinga var í raun algjör eftir fyrsta leikhlutann. Staðan að honum loknum var 39-7 og heimamenn heillum horfnir á öllum sviðum leiksins, hvort sem það var í því að skora stig eða að halda haus. Grindavík byrjaði annan leikhluta á 11-0 kafla en Keflvíkingar svöruðu með eigin áhlaupi. Grindvíkingar bitu þó öllu betur frá sér heldur en fyrstu mínúturnar og Björgvin Hafþór Ríkharðsson kveikti smá von í brjóstum stuðningsmanna Grindavíkur með tveimur troðslum rétt fyrir hálfleiksflautið. Sú von var þó fljót að deyja eftir hlé. Keflvíkingar komu af krafti inn í seinni hálfleikinn og Grindvíkingar létu allt fara í taugarnar á sér, hvort sem það voru stælar í Dominykas Milka eða dómararnir. Eftir þriðja leikhluta var staðan 89-60 og úrslitin vitaskuld löngu ráðin. Joonas Jarveleinen var rekinn úr húsi rétt fyrir lok þriðja leikhluta þegar hann fékk sína aðra óíþróttamannslegu villu eftir baráttu við Milka. Hið sama gerðist í fyrri leik liðanna og því þurfti ekkert að koma á óvart að þeim skyldi lenda saman. Milka var duglegur í því að pirra heimamenn og heimamenn bitu alltaf á agnið. Hann gekk einfaldlega eins langt og dómararnir leyfðu og eflaust í einhver skipti lengra en það án þess að þeir tækju eftir. Það er hluti af leiknum og þetta var enn ein baráttan sem heimamenn töpuðu. Fjórði leikhluti þurfti svo einfaldlega að líða áður en leikmenn gátu haldið heim. Hann var fremur tíðindalítill og bæði lið sóttu menn á bekkinn. Lokatölur 115-82 og Keflvíkingar færast nær deildarmeistaratitlinum með hverjum leiknum. Af hverju vann Keflavík? Þeir voru betri en Grindvíkingar á öllum sviðum leiksins í dag. Þeir kláruðu leikinn í byrjun og það hvernig Grindvíkingar mættu til leiks er í raun ótrúlegt. Þeir spiluðu varla vörn í fyrsta leikhlutanum og á meðan allt fór niður hjá Keflavík gátu heimamenn ekki keypt sér körfu. Það er umhugsunarefni fyrir Grindvíkinga að leikur þeirra hrynji algjörlega eins og hann gerði í upphafi. Þeir voru engan veginn með hausinn rétt skrúfaðan á meðan Keflavíkurvélin mallaði eins og hún hefur gert í allan vetur. Þessir stóðu upp úr: Hjá Keflavík var Calvin Burks öflugur. Hann skoraði 16 stig í fyrri hálfleiknum og endaði leikinn með 28 stig. Hörður Axel Vilhjálmsson stýrði leik gestanna fullkomlega og Deane Williams var frábær þegar hans naut við, skilaði 8 stigum, 7 fráköstum, 6 stoðsendingum og tveimur vörðum skotum í fyrri hálfleik en meiddist í þeim síðari og fór af velli. Ágúst Orrason átti líka góða innkomu af bekknum. Milka var sömuleiðis öflugur eins og venjulega og tókst að koma sér inn í hausinn á heimamönnum eins og sást í baráttunni við Jarveleinen. Hjá Grindavík var fátt um fína drætti og í raun ekki hægt að taka neinn út fyrir sérstaklega góða frammistöðu. Hvað gekk illa? Hjá Grindavík gekk í raun nánast allt illa. Þeir byrjuðu leikinn hræðilega og virtust engan veginn vera með hausinn rétt skrúfaðan á. Þeir létu allt fara í taugarnar á sér hvort sem það voru eigin mistök, leikmenn Keflvíkinga eða dómararnir. Byrjunin fór auðvitað með leikinn fyrir heimamenn. Þeir gátu varla keypt sér körfu og náðu ekki að stoppa blæðinguna og Keflvíkingar gengu á lagið. Á meðan fór nær allt niður hjá gestunum og því fór sem fór. Hvað gerist næst? Framundan hjá Grindavík er annar nágrannaslagur en þeir fá Njarðvík í heimsókn á föstudaginn. Það verður afskaplega áhugaverður leikur svo ekki sé meira sagt. Keflavík fær Stjörnuna í heimsókn þar sem þeir hafa harma að hefna eftir stórsigur Garðbæinga í fyrri leiknum. Sigur þar og þá held ég að deildartitillinn sé nánast í höfn. Daníel Guðni: Mjög kjánalegt að fylgjast með þessu Daníel Guðni fagnar í leik gegn Haukum á dögunum.Vísir / Hulda Margrét Daníel Guðni Guðmundsson sagði frammistöðuna í leiknum í kvöld vera mikil vonbrigði og sagði ekkert hafa verið í gangi í fyrsta leikhlutanum en að honum loknum var staðan 39-7 fyrir Keflavík. „Það er bara galið. Það gerist ekki neitt, hvorki í vörn né sókn. Ég er virkilega vonsvikinn því við töldum okkur vera búnir að undirbúa okkur vel. Svo mæta menn á parketið og það gerist ekki neitt, þeir sækja bara á okkar veikleika varnarlega. Sóknarlega var þetta bara bull, hver í sínu horni að reyna eitthvað og mjög kjánalegt að fylgjast með þessu,“ sagði Daníel í viðtali við Svala Björgvinsson eftir leikinn í kvöld. Svali ræddi um veikleika í vörn Grindavíkur en Daníel var fljótur að taka af honum orðið. „Það var ekki nein vörn. Maður sá alveg hvað þeir voru að gera en við brugðumst ekki við því. Þetta var mjög lélegt ég er bara mjög vonsvikinn með frammistöðuna. Að fá tvö stig gegn Keflavík er krefjandi og allt það en við áttum að gera þetta að miklu meiri leik.“ Daníel talaði ekki bara um varnarleikinn heldur sagði sóknarleik sinna manna hafa verið slakan og að þeir hefðu gefið allt of mikið eftir. „Þetta var mjög lélegt og ég er ekki ánægður með þetta. Ég tel mig vera með fínt lið sóknarlega en guð minn góður hvað þetta var eitthvað mjúkt í öllum okkar aðgerðum,“ sagði ósáttur Daníel Guðni Guðmundsson að lokum. Hjalti: Allt liðið var að spila mjög vel Hjalti Vilhjálmsson var ánægður með Keflavíkurliðið í kvöld.Vísir Hjalti Vilhjálmsson var auðvitað ánægður með frammistöðu síns liðs í stórsigrinum í kvöld þegar Svali Björgvinsson ræddi við hann að leik loknum. „Ég var hrikalega ánægður hvernig við komum inn í leikinn. Ég hafði smá áhyggjur af því að við myndum mæta flatir en það var svo sannarlega ekki. Menn voru klárir og þetta var bara virkilega vel gert.“ Keflvíkingar fengu gott framlag af bekknum í kvöld og Ágúst Orrason kom til dæmis sjóðheitur inn og skilaði 16 stigum og gríðarlegri orku inn í liðið. „Allt liðið var að spila sem heild mjög vel. Undir lokin á fyrri hálfleik vorum við full kærulausir. Að öðru leyti virkilega góðir.“ Svali spurði svo Hjalta aðeins út í svæðisvörnina sem Keflvíkingar hafa mætt með í þriðja leikhluta í nokkur skipti í vetur. „Við erum aðeins að skerpa á henni og gera betur. Þeir gerðu svo sem vel í að brjóta hana niður. Við þurfum að finna lausnir á því þegar andstæðingarnir hlaupa endalínuna og fleira en það kemur.“ Keflavík vann einnig stórsigur gegn Njarðvík í síðasta leik en mæta Stjörnunni á heimavelli í næstu umferð, liði sem þeir töpuðu stórt fyrir í fyrri umferðinni. „Við tökum einn leik í einu, menn mega ekki fara of hátt eða of lágt ef tap er niðurstaðan. Við gerðum virkilega vel í dag og nú er bara byrjaður undirbúningur fyrir úrslitakeppnina.“ Ólafur: Vorum sjálfum okkur til skammar í kvöld Ólafur var ómyrkur í máli eftir tapið í kvöld.Vísir / Hulda Margrét Ólafur Ólafsson ræddi við Svala Björgvinsson að leik loknum í kvöld og var hreinskilinn um slaka frammistöðu Grindvíkinga í tapinu gegn grönnunum í Keflavík. „Þetta er örugglega slakasti hálfleikur sem ég hef spilað fyrir Grindavík síðan ég byrjaði í þessu. Við mættum engan veginn tilbúnir og létum þá valta yfir okkur á fyrstu mínútunum. Vorum andlausir og ætluðum svo eitthvað að reyna að pikka það upp í öðrum leikhluta og þá kom eitthvað. Þú getur ekki sleppt einum leikhluta gegn svona góðu liði eins og Keflavík,“ sagði Ólafur. Eftir fyrsta leikhlutann í kvöld var staðan 39-7, sjaldséðar tölur í Domino´s deildinni. „Ef við hefðum mætt tilbúnir hefðum við mögulega unnið. Við gerðum ekki það sem við ætluðum að gera og það er stór munur að mæta svona gegn neðsta liðinu, með fullri virðingu fyrir Haukum, en gegn toppliðinu. Það er miklu erfiðara að brjóta toppliðið og þeir bara völtuðu yfir okkur í kvöld og við vorum sjálfum okkur til skammar á tímabili.“ Ólafur ræddi um andleysi í liðinu og sagði það eitthvað sem Grindvíkingar hefðu rætt í vetur. „Við erum búnir að tala um þetta, það er eitthvað bölvað andleysi á bekknum eða eitthvað. Það eru allir aðrir bekkir að fagna en við erum bara með hausinn niðri í einhverir fýlu því við erum ekki að spila, ég veit ekki hvað það er.“ „Ég skal glaður byrja útaf ef einhverjir verða ánægðir, ég get alveg spilað 10 mínútur og verið hvetjandi á bekknum. Við þurfum að breyta þessu andlega, við erum andlausir strax í upphitun og mér finnst þetta bara glatað.“ Ólafur tók sig alls ekki út fyrir sviga þegar hann ræddi um frammistöðu liðsins og sagði alla hafa átt slæman dag. „Vonandi getum við litið á sjálfa okkur í spegli og litið í eigin barm. Ég var ógeðslega lélegur, ætlaði að pikka þeta upp í öðrum leikhluta og í seinni hálfleik. Ég var ekkert betri en hinir, við vorum allir ógeðslega lélegir í kvöld og þurfum bara að líta inn á við og mæta svo bara tilbúnir á æfingu því það er ekkert gefið í þessari deild. Við gætum alveg verið komnir í 10.sæti eftir 2 vikur.“ Næsti leikur Grindvíkinga er á föstudag þegar þeir taka á móti Njarðvíkingum. „Við lítum í eigin barm og svekkjum okkur í kvöld. Þegar morgundagurinn kemur þá einbeitum við okkur að Njarðvík, okkar vantar öll stig sem við getum fengið. Við getum ekkert verið að slaka á og haldið að þetta sé komið því við komum voða flott til baka gegn Haukum. Við þurfum bara að finna þennan neista í liðinu sem er til, við verðum bara að gera það,“ sagði Ólafur að lokum.
Dominos-deild karla UMF Grindavík Keflavík ÍF Tengdar fréttir Ólafur: Vorum sjálfum okkur til skammar Ólafur Ólafsson ræddi við Svala Björgvinsson að leik loknum í kvöld og var hreinskilinn um slaka frammistöðu Grindvíkinga í tapinu gegn grönnunum í Keflavík. 22. mars 2021 22:35
Ólafur: Vorum sjálfum okkur til skammar Ólafur Ólafsson ræddi við Svala Björgvinsson að leik loknum í kvöld og var hreinskilinn um slaka frammistöðu Grindvíkinga í tapinu gegn grönnunum í Keflavík. 22. mars 2021 22:35
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti