Gasgrímur munu ekki hjálpa í súrefnislausum dældum Birgir Olgeirsson skrifar 22. mars 2021 18:41 Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofu Íslands. Vísir/Vilhelm Á morgun spáir hægari vindi við gossvæðið í Geldingadal, sem boðar ekki gott fyrir þá sem höfðu hugsað sér að berja hamfarirnar augum. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar, segir veðurspána gera ráð fyrir nánast logni seinni part morgundagsins og þá geti hættuleg gös safnast fyrir, ólíkt síðustu dögum í sterkri sunnan átt. „Það er auðvitað bæði hár styrkur af brennisteinstvíildi sem þarf að hafa áhyggjur af. Svo er það líka koltvísýringur og kolmonoxíð og önnur gös sem hreinlega eru þung og geta valdið því að það myndast ekkert súrefni. Ef það myndast slíkar aðstæður hjálpa gasgrímur ekki neitt. Og það er stórhættulegt í slíkum dældum,“ segir Kristín. Hve lengi tórir fólk í slíkum aðstæðum? „Ekki lengi.“ Vísindamenn hafa áhyggjur af því að framlenging geti opnast fyrirvaralaust til norðausturs eða suðurs á þeirri sprungu sem nú gýs úr. „Við sáum það í gosinu á Fimmvörðuhálsi. Þar opnuðust sprungur fyrirvaralaust og fólk var í stórhættu. Þetta er eitthvað sem fólk sem fer á svæðið þarf að vera meðvitað um.“ Hún segir þó engin merki um það eins og er. „Við fylgjumst mjög vel með þessu. Við sjáum mjög litla skjálfta alls staðar í ganginum. Við fylgjum vel með því, sérstaklega ef skjálftar fara að grynnast. En það eru engin merki um það eins og er.“ Gosvirknin var svipuð á svæðinu í dag og síðustu daga. „Og það lítur út fyrir að gosið sé minna en við sjáum á gosóróa mælingum að styrkurinn er svipaður. En það kannski lítur út fyrir að vera minna því gígurinn er að hækka.“ Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Leiðin sem flestir mæla með að gosinu í Geldingadal Margir hafa velt því fyrir sér hvaða leið sé best að fara að gosinu í Geldingadal. Á laugardag mælti Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn með því að ganga frá Bláa lóninu. 22. mars 2021 14:44 Brýnt að virða tilmæli því á morgun gæti mengun orðið lífshættuleg Náttúruvársérfræðingur segir að staðan á eldgosinu sé svipuð og í upphafi og að það sé ekkert sem bendi til þess að því ljúki í dag. Biðlað er til fólks um að virða tilmæli almannavarna því þegar lægir á morgun gæti gosmengun í Geldingadal orðið lífshættuleg. 22. mars 2021 14:27 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar, segir veðurspána gera ráð fyrir nánast logni seinni part morgundagsins og þá geti hættuleg gös safnast fyrir, ólíkt síðustu dögum í sterkri sunnan átt. „Það er auðvitað bæði hár styrkur af brennisteinstvíildi sem þarf að hafa áhyggjur af. Svo er það líka koltvísýringur og kolmonoxíð og önnur gös sem hreinlega eru þung og geta valdið því að það myndast ekkert súrefni. Ef það myndast slíkar aðstæður hjálpa gasgrímur ekki neitt. Og það er stórhættulegt í slíkum dældum,“ segir Kristín. Hve lengi tórir fólk í slíkum aðstæðum? „Ekki lengi.“ Vísindamenn hafa áhyggjur af því að framlenging geti opnast fyrirvaralaust til norðausturs eða suðurs á þeirri sprungu sem nú gýs úr. „Við sáum það í gosinu á Fimmvörðuhálsi. Þar opnuðust sprungur fyrirvaralaust og fólk var í stórhættu. Þetta er eitthvað sem fólk sem fer á svæðið þarf að vera meðvitað um.“ Hún segir þó engin merki um það eins og er. „Við fylgjumst mjög vel með þessu. Við sjáum mjög litla skjálfta alls staðar í ganginum. Við fylgjum vel með því, sérstaklega ef skjálftar fara að grynnast. En það eru engin merki um það eins og er.“ Gosvirknin var svipuð á svæðinu í dag og síðustu daga. „Og það lítur út fyrir að gosið sé minna en við sjáum á gosóróa mælingum að styrkurinn er svipaður. En það kannski lítur út fyrir að vera minna því gígurinn er að hækka.“
Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Leiðin sem flestir mæla með að gosinu í Geldingadal Margir hafa velt því fyrir sér hvaða leið sé best að fara að gosinu í Geldingadal. Á laugardag mælti Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn með því að ganga frá Bláa lóninu. 22. mars 2021 14:44 Brýnt að virða tilmæli því á morgun gæti mengun orðið lífshættuleg Náttúruvársérfræðingur segir að staðan á eldgosinu sé svipuð og í upphafi og að það sé ekkert sem bendi til þess að því ljúki í dag. Biðlað er til fólks um að virða tilmæli almannavarna því þegar lægir á morgun gæti gosmengun í Geldingadal orðið lífshættuleg. 22. mars 2021 14:27 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Leiðin sem flestir mæla með að gosinu í Geldingadal Margir hafa velt því fyrir sér hvaða leið sé best að fara að gosinu í Geldingadal. Á laugardag mælti Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn með því að ganga frá Bláa lóninu. 22. mars 2021 14:44
Brýnt að virða tilmæli því á morgun gæti mengun orðið lífshættuleg Náttúruvársérfræðingur segir að staðan á eldgosinu sé svipuð og í upphafi og að það sé ekkert sem bendi til þess að því ljúki í dag. Biðlað er til fólks um að virða tilmæli almannavarna því þegar lægir á morgun gæti gosmengun í Geldingadal orðið lífshættuleg. 22. mars 2021 14:27