Fjórðu kosningarnar á tveimur árum Atli Ísleifsson skrifar 23. mars 2021 07:56 Almennt er litið á kosningarnar í dag sem þjóðaratkvæðagreiðslu um ísraelska forsætisráðherrann Benjamín Netanjahú. AP Þingkosningar fara fram í Ísrael í dag – þær fjórðu á tveimur árum. Almennt er litið á kosningar sem þjóðaratkvæðagreiðslu um forsætisráðherrann Benjamín Netanjahú. Engin skýr niðurstaða fékkst í hinum þremur þingkosningunum, en þjóðstjórnin sem mynduð var til að leysa hnútinn eftir kosningarnar í mars 2020 riðaði til falls í desember síðastliðinn. Skoðanakannanir benda til að sama staða kunni að koma upp á ný að loknum þessum kosningum. Kosningarnar nú fara fram á sama tíma og verið er að losa um samkomutakmarkanir í landinu og tveimur vikum áður en réttarhöld í spillingarmáli Netanjahús hefjast. Forsætisráðherrann hefur verið ákærður um mútuþægni, fjársvik og umboðssvik. Hann neitar sök í málinu sem hann segir það eiga sér pólitískar rætur. Deilt um viðbrögð við faraldrinum Andstæðingar Netanjahús hafa sakað hann um að slæma stjórn þegar kemur að viðbrögðum við kórónuveirufaraldrinum, en framan var staðan í landinu sérstaklega slæm í samanburði við mörg önnur ríki. Ísraelskt samfélag hefur hins vegar opnast að stórum hluta á ný á síðustu vikum og hefur innanlandssmitum fækkað umtalsvert. Þá hefur Netanjahú bent á góðan árangur þegar kemur að bólusetningum, en þær hafa gengið mun hraðar fyrir sig í Ísrael en víða annars staðar. Þannig hefur nú rúmlega helmingur Ísraela nú fengið að minnsta kosti eina sprautu af bóluefni. Andstæðingar forsætisráðherrann hafa sömuleiðis ítrekað bent á gríðarleg pólitísk ítök Netanjahús í landinu og segja ljóst að löngu sé kominn tími á nýjan mann í brúnni. Netanjahú hefur stýrt landinu samfellt frá árinu 2009, en auk þess gegndi hann embættinu í þrjú ár á tíunda áratugnum. Likud líklega stærstur Líklegt þykir að Likud-flokkur Netanjahús muni fá flest sæti á þingi, en þó eiga langt í land með að ná meirihluta. Þannig benda kannanir til þess að aðrir hægriflokkar gætu átt í vandræðum með að ná þeim fjölda þingsæta sem upp á vantar til að tryggja áframhaldandi völd Netanjahús. Þó að líklegast þyki að vinstri flokkarnir nái meirihluta er alls óvíst hvort að þeim takist að ná saman um stjórn vegna innbyrðis deilna. Ísrael Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Fleiri fréttir Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Sjá meira
Engin skýr niðurstaða fékkst í hinum þremur þingkosningunum, en þjóðstjórnin sem mynduð var til að leysa hnútinn eftir kosningarnar í mars 2020 riðaði til falls í desember síðastliðinn. Skoðanakannanir benda til að sama staða kunni að koma upp á ný að loknum þessum kosningum. Kosningarnar nú fara fram á sama tíma og verið er að losa um samkomutakmarkanir í landinu og tveimur vikum áður en réttarhöld í spillingarmáli Netanjahús hefjast. Forsætisráðherrann hefur verið ákærður um mútuþægni, fjársvik og umboðssvik. Hann neitar sök í málinu sem hann segir það eiga sér pólitískar rætur. Deilt um viðbrögð við faraldrinum Andstæðingar Netanjahús hafa sakað hann um að slæma stjórn þegar kemur að viðbrögðum við kórónuveirufaraldrinum, en framan var staðan í landinu sérstaklega slæm í samanburði við mörg önnur ríki. Ísraelskt samfélag hefur hins vegar opnast að stórum hluta á ný á síðustu vikum og hefur innanlandssmitum fækkað umtalsvert. Þá hefur Netanjahú bent á góðan árangur þegar kemur að bólusetningum, en þær hafa gengið mun hraðar fyrir sig í Ísrael en víða annars staðar. Þannig hefur nú rúmlega helmingur Ísraela nú fengið að minnsta kosti eina sprautu af bóluefni. Andstæðingar forsætisráðherrann hafa sömuleiðis ítrekað bent á gríðarleg pólitísk ítök Netanjahús í landinu og segja ljóst að löngu sé kominn tími á nýjan mann í brúnni. Netanjahú hefur stýrt landinu samfellt frá árinu 2009, en auk þess gegndi hann embættinu í þrjú ár á tíunda áratugnum. Likud líklega stærstur Líklegt þykir að Likud-flokkur Netanjahús muni fá flest sæti á þingi, en þó eiga langt í land með að ná meirihluta. Þannig benda kannanir til þess að aðrir hægriflokkar gætu átt í vandræðum með að ná þeim fjölda þingsæta sem upp á vantar til að tryggja áframhaldandi völd Netanjahús. Þó að líklegast þyki að vinstri flokkarnir nái meirihluta er alls óvíst hvort að þeim takist að ná saman um stjórn vegna innbyrðis deilna.
Ísrael Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Fleiri fréttir Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Sjá meira