„Ég var næstum drepinn fyrir að ná mér í gos og poka af kartöfluflögum“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. mars 2021 19:15 Lögreglumaðurinn sem var fyrstur á vettvang, Eric Talley 51 árs, var skotinn til bana. Hann var sjö barna faðir. epa Lögregluyfirvöld í Colorado í Bandaríkjunum hafa gefið upp nöfn þeirra tíu sem létust þegar byssumaður réðist inn í matvöruverslun í Boulder. Þrír voru á þrítugsaldri, einn á fimmtugsaldri, þrír á sextugsaldri og þrír á sjötugsaldri. „Ég hélt þetta væri einn öruggasti staðurinn í Bandaríkjunum en ég var næstum drepinn fyrir að ná mér í gos og poka af kartöfluflögum,“ sagði Ryan Borowski í samtali við CNN en hann var inni í versluninni þegar árásin átti sér stað. Sarah Moonshadow var við afgreiðslukassann ásamt syni sínum þegar skothríðin hófst. Hún sagði við Reuters að hún hefði reynt að koma einu fórnarlambinu til hjálpar, þar sem viðkomandi lá á gangstéttinni fyrir utan. Sonur hennar dró hana hins vegar í burtu. „Ég gat ekki hjálpað neinum.“ Árásarmaðurinn heitir Ahmad Al Aliwi Alissa og er 21 árs. Lögregla telur hann hafa verið einan að verki. Ónefndir heimildarmenn innan lögreglunnar segja hann hafa verið vopnaðan AR-15, hálfsjálfvirkum riffli sem hefur áður verið notaður við fjöldamorð í Bandaríkjunum. Myndir teknar úr lofti sýndu Alissa handjárnaðan og beran að ofan, að því er virtist með áverka á fæti. Hann hefur dvalið á sjúkrahúsi en verður fluttur í fangelsi í dag. Árásin hefur vakið hörð en misjöfn viðbrögð vestanhafs. A once-in-a-century pandemic cannot be the only thing that slows mass shootings in this country. It’s time for leaders everywhere to listen to the American people when they say enough is enough. pic.twitter.com/7MEJ87Is3E— Barack Obama (@BarackObama) March 23, 2021 A well regulated militia, being necessary to the security of a free state, the right of the people to keep and bear arms, shall not be infringed. pic.twitter.com/eFBP2PTTUu— NRA (@NRA) March 23, 2021 Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bann við hríðskotarifflum fellt úr gildi tíu dögum fyrir fjöldamorðið Umdæmisdómari í Colorado í Bandaríkjunum felldi úr gildi bann borgaryfirvalda í Boulder við hríðskotarifflum aðeins tíu dögum fyrir fjöldamorðið sem var framið með slíku skotvopni í gær. Vopnaður árásarmaður skaut tíu manns til bana í stórmarkaði. 23. mars 2021 12:24 Byssumaður skaut tíu til bana í Colorado Tíu eru látnir eftir að byssumaður hóf skothríð í matvöruverslun í borginni Boulder í Colorado í Bandaríkjunum. 23. mars 2021 06:45 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Fleiri fréttir Ferðalag kjörseðils í Maricopa-sýslu Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Sjá meira
„Ég hélt þetta væri einn öruggasti staðurinn í Bandaríkjunum en ég var næstum drepinn fyrir að ná mér í gos og poka af kartöfluflögum,“ sagði Ryan Borowski í samtali við CNN en hann var inni í versluninni þegar árásin átti sér stað. Sarah Moonshadow var við afgreiðslukassann ásamt syni sínum þegar skothríðin hófst. Hún sagði við Reuters að hún hefði reynt að koma einu fórnarlambinu til hjálpar, þar sem viðkomandi lá á gangstéttinni fyrir utan. Sonur hennar dró hana hins vegar í burtu. „Ég gat ekki hjálpað neinum.“ Árásarmaðurinn heitir Ahmad Al Aliwi Alissa og er 21 árs. Lögregla telur hann hafa verið einan að verki. Ónefndir heimildarmenn innan lögreglunnar segja hann hafa verið vopnaðan AR-15, hálfsjálfvirkum riffli sem hefur áður verið notaður við fjöldamorð í Bandaríkjunum. Myndir teknar úr lofti sýndu Alissa handjárnaðan og beran að ofan, að því er virtist með áverka á fæti. Hann hefur dvalið á sjúkrahúsi en verður fluttur í fangelsi í dag. Árásin hefur vakið hörð en misjöfn viðbrögð vestanhafs. A once-in-a-century pandemic cannot be the only thing that slows mass shootings in this country. It’s time for leaders everywhere to listen to the American people when they say enough is enough. pic.twitter.com/7MEJ87Is3E— Barack Obama (@BarackObama) March 23, 2021 A well regulated militia, being necessary to the security of a free state, the right of the people to keep and bear arms, shall not be infringed. pic.twitter.com/eFBP2PTTUu— NRA (@NRA) March 23, 2021
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bann við hríðskotarifflum fellt úr gildi tíu dögum fyrir fjöldamorðið Umdæmisdómari í Colorado í Bandaríkjunum felldi úr gildi bann borgaryfirvalda í Boulder við hríðskotarifflum aðeins tíu dögum fyrir fjöldamorðið sem var framið með slíku skotvopni í gær. Vopnaður árásarmaður skaut tíu manns til bana í stórmarkaði. 23. mars 2021 12:24 Byssumaður skaut tíu til bana í Colorado Tíu eru látnir eftir að byssumaður hóf skothríð í matvöruverslun í borginni Boulder í Colorado í Bandaríkjunum. 23. mars 2021 06:45 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Fleiri fréttir Ferðalag kjörseðils í Maricopa-sýslu Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Sjá meira
Bann við hríðskotarifflum fellt úr gildi tíu dögum fyrir fjöldamorðið Umdæmisdómari í Colorado í Bandaríkjunum felldi úr gildi bann borgaryfirvalda í Boulder við hríðskotarifflum aðeins tíu dögum fyrir fjöldamorðið sem var framið með slíku skotvopni í gær. Vopnaður árásarmaður skaut tíu manns til bana í stórmarkaði. 23. mars 2021 12:24
Byssumaður skaut tíu til bana í Colorado Tíu eru látnir eftir að byssumaður hóf skothríð í matvöruverslun í borginni Boulder í Colorado í Bandaríkjunum. 23. mars 2021 06:45