Stefnir í enn eitt þráteflið í Ísrael Kjartan Kjartansson skrifar 24. mars 2021 13:03 Mansour Abbas, leiðtogi Raam, flokksins gæti ráðið því hver verður næstu forsætisráðherra Ísraels. Hann hefur áður sagst tilbúinn að vinna með Netanjahú að málefnum árabískra Ísraela sem eru um fimmtungur þjóðarinnar. AP/Mahmoud Illean Horfur eru á því að fylking hægriflokka undir forystu Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra, nái ekki meirihluta þingsæta í kosningunum sem fóru fram í Ísrael í gær. Jafnvel gæti svo farið að lítill flokkur arabískra íslamista verði í oddastöðu þegar endanlegar niðurstöður liggja fyrir. Þegar búið var að telja um 90% atkvæða vantaði Líkúdflokk Netanjahú og bandalagsflokka hans af hægrivængnum tvö þingsæti upp á meirihluta á þingi. Líkúd virðist hafa fengið rétt tæpan fjórðung atkvæða en sem ætti að skila honum þrjátíu þingsætum af 120. Flokkar sem vilja Netanjahú frá völdum virðast ætla að fá 56 þingsæti. Yesh Atid, stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, hefur fengið 13,9% atkvæða til þessa og fengi þá sautján þingsæti. Breska ríkisútvarpið BBC segir að öllum að óvörum virðist Raam, lítill arabískur flokkur, ætla að fá fimm þingsæti. Flokkurinn gæti þannig ráðið því í reynd hver fer með völdin á næsta kjörtímabili. Forysta flokksins hefur ekki tekið af skarið um hvora fylkinguna hún styður. Hann er sagður ólíklegur bandamaður Netanjahú en Mansour Abbas, leiðtogi hans, hefur þó ekki útilokað að vinna með forsætisráðherranum. Ört hefur verið kosið í Ísrael undanfarin ár þar sem illa hefur gengið að mynda samsteypustjórnir. Náist ekki að klambra saman nýrri ríkisstjórn og boðað verður til annarra kosninga yrðu það þær fimmtu frá árinu 2019. Yfir ísraelskum stjórnmálum vofir svo áframhaldandi réttarhöld yfir Netanjahú sem er ákærður fyrir spillingu í embættinu sem hann hefur gegnt sleitulaust frá 2009. Ísrael Tengdar fréttir Líkur á hægrisinnuðustu ríkisstjórninni í sögu Ísrael Samkvæmt útgönguspám verðu Likud-flokkur forsætisráðherrans Benjamin Netanyahu enn stærsti flokkur landsins eftir kosningarnar sem fram fóru í dag en hann mun þurfa að reiða sig á stuðning annarra flokka á hægri vængnum til að mynda meirihluta. 23. mars 2021 22:47 Fjórðu kosningarnar á tveimur árum Þingkosningar fara fram í Ísrael í dag – þær fjórðu á tveimur árum. Almennt er litið á kosningar sem þjóðaratkvæðagreiðslu um forsætisráðherrann Benjamín Netanjahú. 23. mars 2021 07:56 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Sjá meira
Þegar búið var að telja um 90% atkvæða vantaði Líkúdflokk Netanjahú og bandalagsflokka hans af hægrivængnum tvö þingsæti upp á meirihluta á þingi. Líkúd virðist hafa fengið rétt tæpan fjórðung atkvæða en sem ætti að skila honum þrjátíu þingsætum af 120. Flokkar sem vilja Netanjahú frá völdum virðast ætla að fá 56 þingsæti. Yesh Atid, stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, hefur fengið 13,9% atkvæða til þessa og fengi þá sautján þingsæti. Breska ríkisútvarpið BBC segir að öllum að óvörum virðist Raam, lítill arabískur flokkur, ætla að fá fimm þingsæti. Flokkurinn gæti þannig ráðið því í reynd hver fer með völdin á næsta kjörtímabili. Forysta flokksins hefur ekki tekið af skarið um hvora fylkinguna hún styður. Hann er sagður ólíklegur bandamaður Netanjahú en Mansour Abbas, leiðtogi hans, hefur þó ekki útilokað að vinna með forsætisráðherranum. Ört hefur verið kosið í Ísrael undanfarin ár þar sem illa hefur gengið að mynda samsteypustjórnir. Náist ekki að klambra saman nýrri ríkisstjórn og boðað verður til annarra kosninga yrðu það þær fimmtu frá árinu 2019. Yfir ísraelskum stjórnmálum vofir svo áframhaldandi réttarhöld yfir Netanjahú sem er ákærður fyrir spillingu í embættinu sem hann hefur gegnt sleitulaust frá 2009.
Ísrael Tengdar fréttir Líkur á hægrisinnuðustu ríkisstjórninni í sögu Ísrael Samkvæmt útgönguspám verðu Likud-flokkur forsætisráðherrans Benjamin Netanyahu enn stærsti flokkur landsins eftir kosningarnar sem fram fóru í dag en hann mun þurfa að reiða sig á stuðning annarra flokka á hægri vængnum til að mynda meirihluta. 23. mars 2021 22:47 Fjórðu kosningarnar á tveimur árum Þingkosningar fara fram í Ísrael í dag – þær fjórðu á tveimur árum. Almennt er litið á kosningar sem þjóðaratkvæðagreiðslu um forsætisráðherrann Benjamín Netanjahú. 23. mars 2021 07:56 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Sjá meira
Líkur á hægrisinnuðustu ríkisstjórninni í sögu Ísrael Samkvæmt útgönguspám verðu Likud-flokkur forsætisráðherrans Benjamin Netanyahu enn stærsti flokkur landsins eftir kosningarnar sem fram fóru í dag en hann mun þurfa að reiða sig á stuðning annarra flokka á hægri vængnum til að mynda meirihluta. 23. mars 2021 22:47
Fjórðu kosningarnar á tveimur árum Þingkosningar fara fram í Ísrael í dag – þær fjórðu á tveimur árum. Almennt er litið á kosningar sem þjóðaratkvæðagreiðslu um forsætisráðherrann Benjamín Netanjahú. 23. mars 2021 07:56