Játning liggur fyrir í Rauðagerðismálinu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. mars 2021 14:14 Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn á fundinum í dag. Spurður sagði hann lögreglu telja sig þekkja ástæður morðsins en vildi ekki tjá sig um þær að svo stöddu. Þá svaraði hann játandi spurður að því hvort fórnarlambið væri talið hafa tengst skipulagðri brotastarfsemi. Lögreglan Einstaklingur í haldi hefur játað að hafa banað fertugum albönskum karlmanni þann 13. febrúar síðastliðinn. Lögregla telur játninguna passa við gögn og kenningar lögreglu. Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglu eftir hádegið. Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn sagði þann sem játaði hafa neitað alveg þar til hann var „kominn upp við vegg“. Lögreglan hafi enn til rannsóknar samverknað í málinu og skipulagningu morðsins. „Þannig hefur rannsókn þessa máls verið heilt í gegn. Við vorum upphaflega með afskaplega lítið í höndunum. Það kom afskaplega lítið fram í yfirheyrslum. Þetta var bara byggt á gögnunum og þeim aðferðum sem við höfum beitt við þessa rannsókn.“ Innsæi og athyglisgáfur lögreglumanna Lögregla var kölluð á vettvang rétt fyrir miðnætti 13. febrúar síðastliðinn en skömmu seinna var albanskur karlmaður á fertugsaldri úrskurðaður látinn. Nokkur skotsár sáust á líkama hans og seinna kom í ljós að hann hafði verið skotinn níu sinnum í búk og höfuð. Skotvopnið, 22 kalíbera skammbyssa með hljóðdeyfi, fannst í sjónum við höfuðborgarsvæðið í mars. Hulda Elsa Björgvinsdóttir, sviðsstjóri ákærusviðs lögreglu, sagði vopnið aðeins hafa fundist fyrir innsæi og athyglisgáfu lögreglumanna og framúrskarandi tækni. Engin ábending um vopnið hefði komið fram. Lögreglumenn hefðu lesið á milli línanna við yfirheyrslur. Rannsókn lögreglu varð strax gríðarlega umfangsmikil, sagði Margeir. Grunur vaknaði fljótt um að um væri að ræða uppgjör milli glæpahópa, innlendra og erlendra. Tólf voru handteknir og tveir til viðbótar síðar en þegar mest var sátu níu í gæsluvarðhaldi á sama tíma. Sautján leitir voru framkvæmdar í tengslum við rannsóknina; í bifreiðum, húsnæði og á víðavangi. Lagt var hald á símtæki, tölvur, ökutæki, skotvopn og skotfæri, svo eitthvað sé nefnt. Albaníumenn í aðalhlutverkum Rætt var við fjölda vitna og gögn úr símum, tölvum og öryggismyndavélum skoðuð. Vegna umfangs málsins tók talsverðan tíma að vinna úr gögnunum en grunur fór fljótlega að beinast gegn nokkrum aðilum. Eru þeir grunaðir um að hafa komið að skipulagningu, bæði fyrir og eftir morðið. Þeir sem mesta aðild eiga að málinu eru frá Albaníu, sagði Margeir. Yfirheyrslur og gögn leiddu til þess að skotvopnið sem var notað fannst. Það var upphaflega löglegt hér á landi en var stolið af eiganda sínum. Einstaklingarnir sem lögregla hefur haft afskipti af vegna málsins eru frá Íslandi, Albaníu, Rúmeníu, Spáni, Ítalíu, Portúgal, Eistlandi, Serbíu, Litháen og Hvíta-Rússlandi. Sagði Margeir þetta koma nokkuð óvart þar sem það þekktist ekki í nágrannalöndunum að svo mörg þjóðerni tengdust sama máli. Rannsókn lögreglu leiddi einnig í ljós að hópur manna hygðist ætla að ráðast gegn þeim sem lægju undir grun og fjölskyldum þeirra. Sagði Margeir að lögregla vildi koma því á framfæri að hún myndi halda áfram að fylgjast náið með gangi mála og mögulegum hefndaraðgerðum. Lögregla teldi almenning ekki í hættu vegna málsins. Þekkt að menn taki á sig sök undir þrýstingi Þá sagði Margeir að lögregla hefði ekki viljað tjá sig mikið um málið vegna þess að þekkt væri að hópar af því tagi sem um væri að ræða fengju ótengda aðila til að taka á sig sök í málum. Þess vegna hefði lögregla ekki gefið meiri upplýsingar um málið en raun bar vitni. Að sögn Margeirs tóku um 30 lögreglumenn þátt í rannsókn málsins auk 10 sem komu að úrvinnslu. Þá eru ótaldir þeir sem tóku þátt í leitum og vettvangsrannsóknum. Hulda Elsa sagði málið einnig hafa verið umfangsmikið fyrir hennar fólk en kröfur og greinargerðir í málinu séu um hundrað talsins. Þá hafi níu ákærendur komið að málinu en yfirleitt sé aðeins einn með mál hverju sinni. „Við teljum okkur vita hver banaði Armando Beqirai umrætt sinn,“ sagði Hulda. Margeir sagðist telja tvær til þrjár vikur eftir af rannsóknarvinnu áður en málinu yrði pakkað niður og sent ákærusviði. Þótt einn hefði játað sagðist hann telja að morðið hefði verið skipulagt. Varðandi kröfu lögreglu um að einn verjenda sakbornings segði sig frá málinu sagði hún að gögn hefðu ótvírætt sýnt að hann hefði verið í sambandið við aðra sakborninga. Það væri afar fátítt að lögregla gripi til ráðstafana af þessu tagi en lögreglumenn, ákærendur og lögmenn þyrftu alltaf að huga að hæfi sínu. Þá kom Hulda einnig inn á takmarkað upplýsingaflæði frá lögreglu vegna málsins og sagði meðal annars að þegar sakborningar væru jafn margir og í þessu máli þyrfti lögregla að halda spilunum þétt að sér. Telja hinn grunaða ekki vera að taka á sig sök Þegar opnað var fyrir spurningar blaðamanna var meðal annars spurt að því hvort grunur léki á að sá sem játaði væri að taka á sig sök. Margeir sagði svo ekki vera. Þá sagði hann leka um upplýsingagjafa lögreglu tengjast málinu að einhverju marki en ekki verulegu. Hulda sagði umfang málsins vissulega hafa einhver áhrif á afgreiðsluhraða annarra mála. Spurð um ákærur, sagði hún að þau brot sem væru undir væru manndráp, samráð eða hlutdeild og tálmun á lögreglurannsókn. Þá hefðu fundist vopn og fíkniefni við húsleitir og ákært yrði fyrir þau brot. Íslendingur var handtekinn í tengslum við málið og sat í gæsluvarðhaldi um tíma. Margeir vildi ekki útskýra þau tengsl en Hulda sagðist gera ráð fyrir að hann myndi áfram sæta farbanni. Uppfært kl. 17.25: Í fréttinni stóð upphaflega að sá sem játaði væri albanskur maður á fertugsaldri. Sú lýsing á hins vegar við um fórnarlambið. Blaðamaður biðst velvirðingar á ruglingnum.
Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn sagði þann sem játaði hafa neitað alveg þar til hann var „kominn upp við vegg“. Lögreglan hafi enn til rannsóknar samverknað í málinu og skipulagningu morðsins. „Þannig hefur rannsókn þessa máls verið heilt í gegn. Við vorum upphaflega með afskaplega lítið í höndunum. Það kom afskaplega lítið fram í yfirheyrslum. Þetta var bara byggt á gögnunum og þeim aðferðum sem við höfum beitt við þessa rannsókn.“ Innsæi og athyglisgáfur lögreglumanna Lögregla var kölluð á vettvang rétt fyrir miðnætti 13. febrúar síðastliðinn en skömmu seinna var albanskur karlmaður á fertugsaldri úrskurðaður látinn. Nokkur skotsár sáust á líkama hans og seinna kom í ljós að hann hafði verið skotinn níu sinnum í búk og höfuð. Skotvopnið, 22 kalíbera skammbyssa með hljóðdeyfi, fannst í sjónum við höfuðborgarsvæðið í mars. Hulda Elsa Björgvinsdóttir, sviðsstjóri ákærusviðs lögreglu, sagði vopnið aðeins hafa fundist fyrir innsæi og athyglisgáfu lögreglumanna og framúrskarandi tækni. Engin ábending um vopnið hefði komið fram. Lögreglumenn hefðu lesið á milli línanna við yfirheyrslur. Rannsókn lögreglu varð strax gríðarlega umfangsmikil, sagði Margeir. Grunur vaknaði fljótt um að um væri að ræða uppgjör milli glæpahópa, innlendra og erlendra. Tólf voru handteknir og tveir til viðbótar síðar en þegar mest var sátu níu í gæsluvarðhaldi á sama tíma. Sautján leitir voru framkvæmdar í tengslum við rannsóknina; í bifreiðum, húsnæði og á víðavangi. Lagt var hald á símtæki, tölvur, ökutæki, skotvopn og skotfæri, svo eitthvað sé nefnt. Albaníumenn í aðalhlutverkum Rætt var við fjölda vitna og gögn úr símum, tölvum og öryggismyndavélum skoðuð. Vegna umfangs málsins tók talsverðan tíma að vinna úr gögnunum en grunur fór fljótlega að beinast gegn nokkrum aðilum. Eru þeir grunaðir um að hafa komið að skipulagningu, bæði fyrir og eftir morðið. Þeir sem mesta aðild eiga að málinu eru frá Albaníu, sagði Margeir. Yfirheyrslur og gögn leiddu til þess að skotvopnið sem var notað fannst. Það var upphaflega löglegt hér á landi en var stolið af eiganda sínum. Einstaklingarnir sem lögregla hefur haft afskipti af vegna málsins eru frá Íslandi, Albaníu, Rúmeníu, Spáni, Ítalíu, Portúgal, Eistlandi, Serbíu, Litháen og Hvíta-Rússlandi. Sagði Margeir þetta koma nokkuð óvart þar sem það þekktist ekki í nágrannalöndunum að svo mörg þjóðerni tengdust sama máli. Rannsókn lögreglu leiddi einnig í ljós að hópur manna hygðist ætla að ráðast gegn þeim sem lægju undir grun og fjölskyldum þeirra. Sagði Margeir að lögregla vildi koma því á framfæri að hún myndi halda áfram að fylgjast náið með gangi mála og mögulegum hefndaraðgerðum. Lögregla teldi almenning ekki í hættu vegna málsins. Þekkt að menn taki á sig sök undir þrýstingi Þá sagði Margeir að lögregla hefði ekki viljað tjá sig mikið um málið vegna þess að þekkt væri að hópar af því tagi sem um væri að ræða fengju ótengda aðila til að taka á sig sök í málum. Þess vegna hefði lögregla ekki gefið meiri upplýsingar um málið en raun bar vitni. Að sögn Margeirs tóku um 30 lögreglumenn þátt í rannsókn málsins auk 10 sem komu að úrvinnslu. Þá eru ótaldir þeir sem tóku þátt í leitum og vettvangsrannsóknum. Hulda Elsa sagði málið einnig hafa verið umfangsmikið fyrir hennar fólk en kröfur og greinargerðir í málinu séu um hundrað talsins. Þá hafi níu ákærendur komið að málinu en yfirleitt sé aðeins einn með mál hverju sinni. „Við teljum okkur vita hver banaði Armando Beqirai umrætt sinn,“ sagði Hulda. Margeir sagðist telja tvær til þrjár vikur eftir af rannsóknarvinnu áður en málinu yrði pakkað niður og sent ákærusviði. Þótt einn hefði játað sagðist hann telja að morðið hefði verið skipulagt. Varðandi kröfu lögreglu um að einn verjenda sakbornings segði sig frá málinu sagði hún að gögn hefðu ótvírætt sýnt að hann hefði verið í sambandið við aðra sakborninga. Það væri afar fátítt að lögregla gripi til ráðstafana af þessu tagi en lögreglumenn, ákærendur og lögmenn þyrftu alltaf að huga að hæfi sínu. Þá kom Hulda einnig inn á takmarkað upplýsingaflæði frá lögreglu vegna málsins og sagði meðal annars að þegar sakborningar væru jafn margir og í þessu máli þyrfti lögregla að halda spilunum þétt að sér. Telja hinn grunaða ekki vera að taka á sig sök Þegar opnað var fyrir spurningar blaðamanna var meðal annars spurt að því hvort grunur léki á að sá sem játaði væri að taka á sig sök. Margeir sagði svo ekki vera. Þá sagði hann leka um upplýsingagjafa lögreglu tengjast málinu að einhverju marki en ekki verulegu. Hulda sagði umfang málsins vissulega hafa einhver áhrif á afgreiðsluhraða annarra mála. Spurð um ákærur, sagði hún að þau brot sem væru undir væru manndráp, samráð eða hlutdeild og tálmun á lögreglurannsókn. Þá hefðu fundist vopn og fíkniefni við húsleitir og ákært yrði fyrir þau brot. Íslendingur var handtekinn í tengslum við málið og sat í gæsluvarðhaldi um tíma. Margeir vildi ekki útskýra þau tengsl en Hulda sagðist gera ráð fyrir að hann myndi áfram sæta farbanni. Uppfært kl. 17.25: Í fréttinni stóð upphaflega að sá sem játaði væri albanskur maður á fertugsaldri. Sú lýsing á hins vegar við um fórnarlambið. Blaðamaður biðst velvirðingar á ruglingnum.
Morð í Rauðagerði Lögreglumál Tengdar fréttir Glæpahópar farnir að nýta sér kunnáttu sérfræðinga Lögregla áætlar að um fimmtán glæpahópar séu starfræktir hérlendis. Hóparnir virðast í auknum mæli nýta sér aðstoð sérfræðinga við afbrot sín. Allir eiga þeir sameiginlegt að hafa einhverja tengingu við fíkniefnaframleiðslu eða -dreifingu. 26. febrúar 2021 20:04 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Fleiri fréttir Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Sjá meira
Glæpahópar farnir að nýta sér kunnáttu sérfræðinga Lögregla áætlar að um fimmtán glæpahópar séu starfræktir hérlendis. Hóparnir virðast í auknum mæli nýta sér aðstoð sérfræðinga við afbrot sín. Allir eiga þeir sameiginlegt að hafa einhverja tengingu við fíkniefnaframleiðslu eða -dreifingu. 26. febrúar 2021 20:04