Í gærkvöldi var vika frá því að eldgos hófst, og í dag er þriðji í samkomubanni. Við kynnum við til leiks tuttugustu og þriðju útgáfuna af kvissinu. Sem fyrr eru í því tíu laufléttar spurningar.
Ertu búin að fara að gosstöðvunum? Eða er planið að glápa á sjónvarp um norska auðmenn? Ætlarðu að horfa á leikina á morgun? Átt þú mögulega eitthvað í gámi sem er fastur í Súes-skurðinum?
Spreyttu þig hér fyrir neðan og ef vel gengur hlýtur þú montrétt að launum.