Smyglaði fimm kílóum af hassi í jólapökkum Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. mars 2021 19:11 Konan var stöðvuð á Keflavíkurflugvelli með fíkniefni í farangri sínum. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær karl og konu í fangelsi fyrir stórfelldan fíkniefnainnflutning til landsins í desember síðastliðnum. Karlinn hlaut tveggja ára dóm en konan átján mánuði. Fólkið er frá Spáni og var ákært fyrir að hafa staðið að innflutningi á samtals tæpum fimm kílóum af hassi, rúmlega fimm þúsund stykkjum af MDMA og 100 stykkjum af LSD þann 19. desember síðastliðinn. Manninum var gefið að sök að hafa skipulagt innflutninginn. Bæði neituðu sök. Þá var maðurinn ákærður fyrir að hafa ásamt kærustu sinni staðið að innflutningi á 255,84 grömmum af metamfetamíni til Íslands daginn eftir, 20. desember. Konan flutti þau með flugi frá Kaupmannahöfn, falin innvortis og í dömubindi. Manninum var gefið að sök að hafa skipulagt komuna, bókaði flugið, greitt flugmiðana, pakkað fíkniefnunum og fylgt henni í fluginu. Hann játaði sök. Mál kærustunnar var að endingu skilið frá máli hinnar tveggja. Hún hlaut sex mánaða dóm fyrir aðild sína að innflutningnum fyrr í þessum mánuði. Sagði vin sinn hafa skipt um ferðatösku við sig Rakið er í dómi að tollverðir hafi stöðvað fyrri konuna á Keflavíkurflugvelli. Í farangri hennar hafi fundist tveir jólapakkar með hassi í. Þá hafi MDMA og LSD fundist í lofttæmdum umbúðum sem saumaðar voru inni í úlpu í tösku hennar. Konan lýsti því í skýrslutöku hjá lögreglu að hún hefði ætlað með vinkonu sinni og vini til Íslands en hún á endanum farið hingað ein. Vinurinn hefði hins vegar komið til hennar á hótel í Amsterdam morguninn áður en hún átti að fara og skipt um ferðatösku við hana. Hún kvaðst ekki hafa vitað að fíkniefnin væru í töskunni og þá hefði hún ekki verið neydd til Íslands. Aðrir skipulagt og fjármagnað innflutninginn Maðurinn kvaðst aðeins hafa keypt farmiðann fyrir konuna og þvertók fyrir að hafa vitað að hún væri að flytja inn fíkniefni. Hann kvaðst raunar ekki þekkja hana. Dómurinn mat það svo að lýsing konunnar á aðdraganda ferðar konunnar til Íslands væri með „ólíkindablæ“. Telja yrði yfirgnæfandi líkur á því að hún hafi vitað hver tilgangur ferðar hennar hafi verið. Auk þess hefðu fíkniefni fundist í farangri hennar og þannig teldist sannað að hún hefði flutt þau inn. Þá taldi dómurinn ótrúverðugt að maðurinn hefði ekki vitað hver tilgangur ferðar konunnar væri þegar hann keypti fyrir hana farmiða. Jafnframt bentu gögn málsins til þess að konan hefði komið hingað sem burðardýr en ekki komið að skipulaginu. Hins vegar virtist aðkoma mannsins hafa falist í aðstoð við innflutninginn en aðrir skipulagt og fjármagnað hann. Maðurinn var dæmdur í tveggja ára fangelsi og konan átján mánaða fangelsi. Rúmlega tveggja mánaða gæsluvarðhaldsvist sem þau sættu kom til frádráttar refsingunni. Þá var þeim gert hvoru um sig að greiða rúmar tvær milljónir í málsvarnarlaun skipaðra verjenda sinna, auk samtals um 800 þúsund krónur í sakarkostnað Lyf Dómsmál Smygl Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Erlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Fleiri fréttir Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Ástand mannsins mjög alvarlegt Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Sjá meira
Fólkið er frá Spáni og var ákært fyrir að hafa staðið að innflutningi á samtals tæpum fimm kílóum af hassi, rúmlega fimm þúsund stykkjum af MDMA og 100 stykkjum af LSD þann 19. desember síðastliðinn. Manninum var gefið að sök að hafa skipulagt innflutninginn. Bæði neituðu sök. Þá var maðurinn ákærður fyrir að hafa ásamt kærustu sinni staðið að innflutningi á 255,84 grömmum af metamfetamíni til Íslands daginn eftir, 20. desember. Konan flutti þau með flugi frá Kaupmannahöfn, falin innvortis og í dömubindi. Manninum var gefið að sök að hafa skipulagt komuna, bókaði flugið, greitt flugmiðana, pakkað fíkniefnunum og fylgt henni í fluginu. Hann játaði sök. Mál kærustunnar var að endingu skilið frá máli hinnar tveggja. Hún hlaut sex mánaða dóm fyrir aðild sína að innflutningnum fyrr í þessum mánuði. Sagði vin sinn hafa skipt um ferðatösku við sig Rakið er í dómi að tollverðir hafi stöðvað fyrri konuna á Keflavíkurflugvelli. Í farangri hennar hafi fundist tveir jólapakkar með hassi í. Þá hafi MDMA og LSD fundist í lofttæmdum umbúðum sem saumaðar voru inni í úlpu í tösku hennar. Konan lýsti því í skýrslutöku hjá lögreglu að hún hefði ætlað með vinkonu sinni og vini til Íslands en hún á endanum farið hingað ein. Vinurinn hefði hins vegar komið til hennar á hótel í Amsterdam morguninn áður en hún átti að fara og skipt um ferðatösku við hana. Hún kvaðst ekki hafa vitað að fíkniefnin væru í töskunni og þá hefði hún ekki verið neydd til Íslands. Aðrir skipulagt og fjármagnað innflutninginn Maðurinn kvaðst aðeins hafa keypt farmiðann fyrir konuna og þvertók fyrir að hafa vitað að hún væri að flytja inn fíkniefni. Hann kvaðst raunar ekki þekkja hana. Dómurinn mat það svo að lýsing konunnar á aðdraganda ferðar konunnar til Íslands væri með „ólíkindablæ“. Telja yrði yfirgnæfandi líkur á því að hún hafi vitað hver tilgangur ferðar hennar hafi verið. Auk þess hefðu fíkniefni fundist í farangri hennar og þannig teldist sannað að hún hefði flutt þau inn. Þá taldi dómurinn ótrúverðugt að maðurinn hefði ekki vitað hver tilgangur ferðar konunnar væri þegar hann keypti fyrir hana farmiða. Jafnframt bentu gögn málsins til þess að konan hefði komið hingað sem burðardýr en ekki komið að skipulaginu. Hins vegar virtist aðkoma mannsins hafa falist í aðstoð við innflutninginn en aðrir skipulagt og fjármagnað hann. Maðurinn var dæmdur í tveggja ára fangelsi og konan átján mánaða fangelsi. Rúmlega tveggja mánaða gæsluvarðhaldsvist sem þau sættu kom til frádráttar refsingunni. Þá var þeim gert hvoru um sig að greiða rúmar tvær milljónir í málsvarnarlaun skipaðra verjenda sinna, auk samtals um 800 þúsund krónur í sakarkostnað
Lyf Dómsmál Smygl Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Erlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Fleiri fréttir Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Ástand mannsins mjög alvarlegt Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Sjá meira