Körfubolti

Fór yfir „hluta­bréfa­markað“ Domin­os-deildarinnar og hvaða leik­menn hafa hækkað mest

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Benedikt Guðmundsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta og sérfræðingur Dominos Körfuboltakvölds tók saman skemmtilegan lista á Twitter-síðu sinni í dag.
Benedikt Guðmundsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta og sérfræðingur Dominos Körfuboltakvölds tók saman skemmtilegan lista á Twitter-síðu sinni í dag. Vísir/Bára

Benedikt Guðmundsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins og sérfræðingur Dominos Körfuboltakvölds, fór yfir hvaða „hlutabréfamarkaðinn í Dominos-deildinni“ eins og hann kallar það á Twitter-síðu sinni í dag.

Þar á Benedikt við hvaða leikmenn hafa í raun staðið sig hvað best á tímabilinu og segja má að „hlutabréfin“ í þeim hafi hækkað.

1. Styrmir Snær Þrastarson, Þór Þorlákshöfn

„Bréfin í Styrmi hafa farið lóðrétt upp á við í vetur. Hann hefur farið úr því að vera algjörlega óþekktur unglingur í lítilli paradís rétt fyrir utan Reykjavík í að vera ein af stjörnum deildarinnar. Einn fjölhæfasti leikmaður deildarinnar.“

2. Everege Lee Richardsson, ÍR

„Eftir að hafa verið góður á litla sviðinu í Borgarleikhúsinu þá fékk Everege tækifæri á að fara með sýninguna á stóra sviðið þar sem hann hefur farið algjörlega á kostum. Skorar með góðri %, frákastar vel og spilar menn uppi.“

3. Matthías Orri Sigurðarson, KR

„Það er allt annað að sjá Matthías í vetur en á síðasta tímabili. Honum líður sjálfum betur og öruggari í öllu sem hann gerir. Honum voru réttir lyklarnir í haust og hann fer vel með þá.“

4. Sigurður Gunnar Þorsteinsson, Höttur

„Sigurður var á lista hjá mér síðasta vor yfir leikmenn sem bréfin höfðu lækkað í þar sem hann var að koma til baka úr erfiðum meiðslum. Stærri liðin í deildinni héldu að sér höndum en sá er búinn að sýna að hann er kominn í gamla formið aftur.“

5. Larry Thomas, Þór Þorlákshöfn

„Eftir þrjú flott tímabil með Hamri, Þór Ak. og Blikum fékk þessi hæfileikaríki leikmaður loksins tækifæri í Dominos þar sem hann hefur stimplað sig inn sem einn af betri atvinnumönnum deildarinnar. Hann spilar líklegast sem Íslendingur næsta vetur.“


Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×