Ritstjóri Jama sendur í tímabundið leyfi vegna hlaðvarpshneykslis Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. mars 2021 11:27 Bauchner hefur beðist afsökunar á uppákomunni. Mynd/Moody College of Communication Howard Bauchner, ritstjóri Journal of the American Medical Association, er kominn í tímabundið leyfi á meðan rannsókn fer fram á ummælum sem aðstoðarritstjórinn Ed Livingston lét falla í hlaðvarpsþætti í febrúar. American Medical Association eru stærstu læknasamtök Bandaríkjanna. Hlaðvarpsþátturinn bar yfirskriftina „Kerfisbundinn rasismi fyrir læknum - Hvað er það?“ „Kerfisbundinn rasismi er óheppilegt hugtak,“ sagði Livingston. „Persónulega held ég að það myndi hjálpa að taka rasisma út úr samtalinu. Mörgu fólki, eins og mér sjálfum, er misboðið þegar það er gefið í skyn að við séum á einhvern hátt rasísk.“ Í tísti til að auglýsa hlaðvarpið sagði: „Enginn læknir er rasisti; hvernig getur þá verið kerfisbundinn rasismi innan heilbrigðiskerfisins? Hugmyndin útskýrð af læknum fyrir lækna.“ Tístinu var eytt og hlaðvarpsþættinum sömuleiðis en nærri 7.000 manns skrifuðu undir áskorun á Change.org, þar sem kallað var eftir því að Jama hætti að viðhalda rasisma innan heilbrigðisgeirans. 1) Yes, physicians can absolutely be racist.2) Yes, physicians can be complicit in upholding the practices and policies of systemic racism. 3) @JAMA_current, this tweet shouldn’t have bern deleted. It was a (yet, again) another learning opportunity for your journal. pic.twitter.com/G2PudNFCZz— uché blackstock, md (@uche_blackstock) March 4, 2021 Þegar hlaðvarpinu var eytt kom yfirlýsing frá Bauchner þess í stað þar sem sagði að ummælin í þættinum hefðu verið röng, móðgandi og særandi, og ekki í takt við staðla Jama. „Rasismi og kerfisbundinn rasismi þrífast í Bandaríkjunum og innan heilbrigðiskerfisins. Eftir ítarlega íhugun hef ég komist að þeirri niðurstöðu að skaðinn sem hlaðvarpið kann að valda vegur þyngra en nokkur ástæða til að hafa hlaðvarpið áfram til birtingar á Jama-miðlinum. Ég biðst aftur afsökunar á þeim skaða sem hlaðvarpið og tístið um það hafa valdið. Við erum að koma á breytingum til að koma í veg fyrir að uppákoman endutaki sig,“ sagði í yfirlýsingunni. Livingston hefur sagt upp störfum. Bandaríkin Black Lives Matter Heilbrigðismál Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Fleiri fréttir Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Sjá meira
American Medical Association eru stærstu læknasamtök Bandaríkjanna. Hlaðvarpsþátturinn bar yfirskriftina „Kerfisbundinn rasismi fyrir læknum - Hvað er það?“ „Kerfisbundinn rasismi er óheppilegt hugtak,“ sagði Livingston. „Persónulega held ég að það myndi hjálpa að taka rasisma út úr samtalinu. Mörgu fólki, eins og mér sjálfum, er misboðið þegar það er gefið í skyn að við séum á einhvern hátt rasísk.“ Í tísti til að auglýsa hlaðvarpið sagði: „Enginn læknir er rasisti; hvernig getur þá verið kerfisbundinn rasismi innan heilbrigðiskerfisins? Hugmyndin útskýrð af læknum fyrir lækna.“ Tístinu var eytt og hlaðvarpsþættinum sömuleiðis en nærri 7.000 manns skrifuðu undir áskorun á Change.org, þar sem kallað var eftir því að Jama hætti að viðhalda rasisma innan heilbrigðisgeirans. 1) Yes, physicians can absolutely be racist.2) Yes, physicians can be complicit in upholding the practices and policies of systemic racism. 3) @JAMA_current, this tweet shouldn’t have bern deleted. It was a (yet, again) another learning opportunity for your journal. pic.twitter.com/G2PudNFCZz— uché blackstock, md (@uche_blackstock) March 4, 2021 Þegar hlaðvarpinu var eytt kom yfirlýsing frá Bauchner þess í stað þar sem sagði að ummælin í þættinum hefðu verið röng, móðgandi og særandi, og ekki í takt við staðla Jama. „Rasismi og kerfisbundinn rasismi þrífast í Bandaríkjunum og innan heilbrigðiskerfisins. Eftir ítarlega íhugun hef ég komist að þeirri niðurstöðu að skaðinn sem hlaðvarpið kann að valda vegur þyngra en nokkur ástæða til að hafa hlaðvarpið áfram til birtingar á Jama-miðlinum. Ég biðst aftur afsökunar á þeim skaða sem hlaðvarpið og tístið um það hafa valdið. Við erum að koma á breytingum til að koma í veg fyrir að uppákoman endutaki sig,“ sagði í yfirlýsingunni. Livingston hefur sagt upp störfum.
Bandaríkin Black Lives Matter Heilbrigðismál Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Fleiri fréttir Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Sjá meira