Sakar Róbert Wessman um líflátshótanir, ofbeldi og ógnanir Kjartan Kjartansson skrifar 29. mars 2021 08:44 Róbert Wessmann, stofnandi Alvotech. Alvotech Framkvæmdastjóri hjá lyfjafyrirtækjunum Alvogen og Alvotech hefur skorað á stjórnir fyrirtækjanna að víkja Róberti Wessman forstjóra úr starfi vegna stjórnarhátta hans og meintrar ósæmilegrar hegðunar. Sakar hann Róbert um að hafa beitt sig ofbeldi og hótað starfsmönnum og óvildarmönnum lífláti. Í yfirlýsingu frá Halldóri Kristmannssyni, framkvæmdastjóra og nánum samstarfsmanni Róberts til fjölda ára, kemur fram að hann hafi stigið fram sem uppljóstrari innan fyrirtækjanna tveggja og vakið athygli á því sem hann taldi óeðlilegri háttsemi forstjórans. Skorar hann á stjórnir fyrirtækjanna og koma Róberti frá og láta rannsaka „lífslátshótanir og ógnandi textaskilaboð“ sem Halldór heldur fram að Róbert hafi sent fyrrverandi samstarfsmönnum og fjölskyldum árið 2016. Segist Halldór hafa lagt fram tugi tölvupósta og textaskilaboða sem sýni að hann hafi verið beittur óeðlilegum þrýstingi til að koma höggi á óvildarmenn Róberts. Gögnin sýni að Róbert hafi borðið háttsetta embættismenn á Íslandi, alþjóðlegan fjárfesti og íslenskan blaðamann þungum sökum sem Halldór taldi „algjörlega ósannar og svívirðilegar“. Lýsir Halldór því jafnframt að Róbert hafi eitt sinn ráðist á sig í vitna viðurvist þegar hann var undir áhrifum áfengis á viðburði fyrirtækisins erlendis. Halldór segist hafa orðið vitni að annarri líkamsárás Róberts á sambærilegum viðburði. Halldór Kristmannson, framkvæmdastjóri hjá Alvogen og Alvotech.Aðsend „Þegar ég síðar nefndi þetta við Róbert sagðist hann hafa verið að grínast og við hefðum verið í kýlingaleik. Ég var beinlínis kýldur kaldur í andlitið án fyrirvara í vitna viðurvist. Mér var augljóslega ekki skemmt, og hef ekki orðið var við það almennt séð að forstjórar fari í kýlingaleiki við samstarfsmenn,“ er haft eftir Halldóri í yfirlýsingunni. Morgunblaðið, sem sagði fyrst frá ásökunum Halldórs í morgun, segist hafa rætt við vitni að því að Róbert hafi ráðist á Halldór í París. Vitnið hafi staðfest lýsingu Halldórs. Alvogen rannsakaði Róbert en Halldór segir að niðurstöður þeirrar rannsóknar í síðustu viku hafi verið „augljós hvítþvottur undir áhrifum Róberts“. „Ég tel að morðhótanir, líkamsárásir og svívirðilegar ásakanir, er varða meinta óvildarmenn og ærumeiðingar í þeirra garð, sé í raun óverjandi hegðun forstjóra alþjóðlegra fyrirtækja. Þetta hlýtur að vekja upp spurningar um hæfi hans sem stjórnanda. Hinsvegar [svo] vona ég að þessi fyrirtæki blómstri í framtíðinni, þannig að ég sem hluthafi, geti verið stoltur af framgangi þeirra,“ er haft eftir Halldóri í yfirlýsingunni. Lyf Deilur Halldórs Kristmannssonar og Róberts Wessman Tengdar fréttir Alvogen segir ásakanirnar ekki eiga sér neina stoð Engin gögn benda til þess að eitthvað hafi verið athugavert við stjórnunarhætti Róberts Wessman og engin ástæða er til þess að aðhafast neitt, segir í yfirlýsingu frá lyfjafyrirtækinu Alvogen. 29. mars 2021 10:02 Mest lesið Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira
Í yfirlýsingu frá Halldóri Kristmannssyni, framkvæmdastjóra og nánum samstarfsmanni Róberts til fjölda ára, kemur fram að hann hafi stigið fram sem uppljóstrari innan fyrirtækjanna tveggja og vakið athygli á því sem hann taldi óeðlilegri háttsemi forstjórans. Skorar hann á stjórnir fyrirtækjanna og koma Róberti frá og láta rannsaka „lífslátshótanir og ógnandi textaskilaboð“ sem Halldór heldur fram að Róbert hafi sent fyrrverandi samstarfsmönnum og fjölskyldum árið 2016. Segist Halldór hafa lagt fram tugi tölvupósta og textaskilaboða sem sýni að hann hafi verið beittur óeðlilegum þrýstingi til að koma höggi á óvildarmenn Róberts. Gögnin sýni að Róbert hafi borðið háttsetta embættismenn á Íslandi, alþjóðlegan fjárfesti og íslenskan blaðamann þungum sökum sem Halldór taldi „algjörlega ósannar og svívirðilegar“. Lýsir Halldór því jafnframt að Róbert hafi eitt sinn ráðist á sig í vitna viðurvist þegar hann var undir áhrifum áfengis á viðburði fyrirtækisins erlendis. Halldór segist hafa orðið vitni að annarri líkamsárás Róberts á sambærilegum viðburði. Halldór Kristmannson, framkvæmdastjóri hjá Alvogen og Alvotech.Aðsend „Þegar ég síðar nefndi þetta við Róbert sagðist hann hafa verið að grínast og við hefðum verið í kýlingaleik. Ég var beinlínis kýldur kaldur í andlitið án fyrirvara í vitna viðurvist. Mér var augljóslega ekki skemmt, og hef ekki orðið var við það almennt séð að forstjórar fari í kýlingaleiki við samstarfsmenn,“ er haft eftir Halldóri í yfirlýsingunni. Morgunblaðið, sem sagði fyrst frá ásökunum Halldórs í morgun, segist hafa rætt við vitni að því að Róbert hafi ráðist á Halldór í París. Vitnið hafi staðfest lýsingu Halldórs. Alvogen rannsakaði Róbert en Halldór segir að niðurstöður þeirrar rannsóknar í síðustu viku hafi verið „augljós hvítþvottur undir áhrifum Róberts“. „Ég tel að morðhótanir, líkamsárásir og svívirðilegar ásakanir, er varða meinta óvildarmenn og ærumeiðingar í þeirra garð, sé í raun óverjandi hegðun forstjóra alþjóðlegra fyrirtækja. Þetta hlýtur að vekja upp spurningar um hæfi hans sem stjórnanda. Hinsvegar [svo] vona ég að þessi fyrirtæki blómstri í framtíðinni, þannig að ég sem hluthafi, geti verið stoltur af framgangi þeirra,“ er haft eftir Halldóri í yfirlýsingunni.
Lyf Deilur Halldórs Kristmannssonar og Róberts Wessman Tengdar fréttir Alvogen segir ásakanirnar ekki eiga sér neina stoð Engin gögn benda til þess að eitthvað hafi verið athugavert við stjórnunarhætti Róberts Wessman og engin ástæða er til þess að aðhafast neitt, segir í yfirlýsingu frá lyfjafyrirtækinu Alvogen. 29. mars 2021 10:02 Mest lesið Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira
Alvogen segir ásakanirnar ekki eiga sér neina stoð Engin gögn benda til þess að eitthvað hafi verið athugavert við stjórnunarhætti Róberts Wessman og engin ástæða er til þess að aðhafast neitt, segir í yfirlýsingu frá lyfjafyrirtækinu Alvogen. 29. mars 2021 10:02