Ísmar festir kaup á Fálkanum Eiður Þór Árnason skrifar 29. mars 2021 10:53 Ísmar hyggst flytja starfsemi sína í húsakynni Fálkans í Kópavogi. Aðsend Gengið hefur verið frá kaupum sölu- og þjónustufyrirtækisins Ísmars á Fálkanum. Alls starfa 32 starfsmenn hjá félögunum en ekki er gert ráð fyrir að starfsfólki fækki í tengslum við kaupin. Fram kemur í tilkynningu að Ísmar muni á næstu vikum flytja inn í starfsstöð Fálkans á Dalvegi 10-14 í Kópavogi þar sem félögin ætli að nýta sameiginlega aðstöðu fyrir verslun, vörugeymslu og skrifstofur. „Með kaupunum og samrekstri félaganna verður til sterk og öflug eining sem þjónar breiðum hópi viðskiptavina með áherslu á stuðning við margvíslega innviði í íslensku samfélagi.“ Ísmar hefur á undanförnum árum lagt áherslu á sölu, ráðgjöf og þjónustu á tæknibúnaði, svo sem mælitækjum og vélstýringum sem nýta sér GPS tækni, lasertæki, búnað til sjómælinga, hitamyndavélar, fjarskiptabúnað, loftræstibúnað og hússtjórnarkerfi. Áherslur Fálkans hafa verið á sölu og þjónustu á tæknivörum tengdum bíla- og vélahlutum, véltæknivörum og raftæknivörum. Jafnframt segir í tilkynningu að samrekstur félaganna skapi aukin tækifæri til bættrar þjónustu við viðskiptavini. Fjárfestirinn Bjarni Ármannsson á 51% hlut í Ísmar í gegnum félag sitt Sjávarsýn ehf. og á framtakssjóðurinn Freyja, sem rekinn er af Kviku eignastýringu, 49% hlut. Verða rekin í sitthvoru lagi Gunnar Sverrisson, framkvæmdastjóri Ísmar mun taka við sem framkvæmdastjóri beggja félaga sem verða þó rekin í sitthvoru lagi. Gunnar segir að það sé mikið fagnaðarefni að stíga þetta stóra skref og fá reynslumikla starfsmenn Fálkans til liðs við fyrirtækið. „Það eru spennandi tímar framundan og verður gaman að vinna með frábæru starfsfólki, viðskiptavinum og birgjum í að leiða uppbyggingu innviða á Íslandi á komandi árum,“ segir hann í tilkynningu. Félögin starfa bæði að mestu á fyrirtækjamarkaði en kjarni starfseminnar er þjónusta, ráðgjöf og sala á tækni- og vélbúnaði til m.a. verkstæða, stóriðju, opinberra aðila, útgerða, verktaka, verkfræðistofa og orkufyrirtækja. Rekstur beggja félaga er sagður hafa gengið vel á undanförnum árum. Fréttin hefur verið uppfærð. Verslun Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu að Ísmar muni á næstu vikum flytja inn í starfsstöð Fálkans á Dalvegi 10-14 í Kópavogi þar sem félögin ætli að nýta sameiginlega aðstöðu fyrir verslun, vörugeymslu og skrifstofur. „Með kaupunum og samrekstri félaganna verður til sterk og öflug eining sem þjónar breiðum hópi viðskiptavina með áherslu á stuðning við margvíslega innviði í íslensku samfélagi.“ Ísmar hefur á undanförnum árum lagt áherslu á sölu, ráðgjöf og þjónustu á tæknibúnaði, svo sem mælitækjum og vélstýringum sem nýta sér GPS tækni, lasertæki, búnað til sjómælinga, hitamyndavélar, fjarskiptabúnað, loftræstibúnað og hússtjórnarkerfi. Áherslur Fálkans hafa verið á sölu og þjónustu á tæknivörum tengdum bíla- og vélahlutum, véltæknivörum og raftæknivörum. Jafnframt segir í tilkynningu að samrekstur félaganna skapi aukin tækifæri til bættrar þjónustu við viðskiptavini. Fjárfestirinn Bjarni Ármannsson á 51% hlut í Ísmar í gegnum félag sitt Sjávarsýn ehf. og á framtakssjóðurinn Freyja, sem rekinn er af Kviku eignastýringu, 49% hlut. Verða rekin í sitthvoru lagi Gunnar Sverrisson, framkvæmdastjóri Ísmar mun taka við sem framkvæmdastjóri beggja félaga sem verða þó rekin í sitthvoru lagi. Gunnar segir að það sé mikið fagnaðarefni að stíga þetta stóra skref og fá reynslumikla starfsmenn Fálkans til liðs við fyrirtækið. „Það eru spennandi tímar framundan og verður gaman að vinna með frábæru starfsfólki, viðskiptavinum og birgjum í að leiða uppbyggingu innviða á Íslandi á komandi árum,“ segir hann í tilkynningu. Félögin starfa bæði að mestu á fyrirtækjamarkaði en kjarni starfseminnar er þjónusta, ráðgjöf og sala á tækni- og vélbúnaði til m.a. verkstæða, stóriðju, opinberra aðila, útgerða, verktaka, verkfræðistofa og orkufyrirtækja. Rekstur beggja félaga er sagður hafa gengið vel á undanförnum árum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Verslun Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira