Óhugnanlega margir miðað við faraldurinn og fólk beðið um að huga að smitvörnum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 29. mars 2021 11:59 Bílastæði við gosstöðvarnar fylltust í gær og umferð var stýrt inn á svæðið. Notast verður við sama fyrirkomulag í dag. Vísir/Vilhelm Fljúgandi hálka er á gönguleiðum við Geldingardali og lögregla biður fólk um að vera vel útbúið með hálkubrodda. Koma þurfti nokkrum til aðstoðar í gær sem ýmist duttu eða tognuðu á leiðinni. Björgunarsveitarmaður segir óhugnalega marga á svæðinu með tilliti til faraldursins og biður fólk um að huga að smitvörnum. Opnað var fyrir umferð um Suðurstrandaveg að gosstöðvunum klukkan tíu í morgun. Veginum var lokað í gærkvöldi og Geldingardalir rýmdir af öryggisástæðum en talin var þörf á því að hvíla björgunarlið. Í gærdag var veginum jafnframt lokað tímabundið þegar bílastæðið sem tekur um fimm til sjö hundruð bíla fylltist og Gunnar Schram, hjá lögreglunni á Suðurnesjum, býst við að það verði líka gert í dag til að stýra umferð á svæðið. Hleypt verður inn eftir því sem stæði losna. „Við erum búin að vera læra á hverjum degi hvernig megi bæta umferðarskipulagið. Þetta er svo gríðarlegur fjöldi sem streymir þarna að á hverjum degi. Þúsundir manna á þessi bílastæði sem voru sett þarna með samþykki landareigenda. Þau höfðu mikil jákvæð áhrif í gær og við munum halda þessu skipulagi áfram í dag,“ segir Gunnar. Þúsundir lögðu leið sína í Geldingardali í gær til þess að berja eldgosið augum.vísir/Vilhelm Koma þurfti nokkrum til aðstoðar í gær. „Þetta gekk í heildina vel en við erum alltaf með einhver tilvik af gönguhnjaski. Fólk er að snúa sig og togna og kannski aðeins að detta og við þurftum að hjálpa eða aðstoða allnokkra.“ Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni hefur gosið haldið sínu striki og litlar breytingar urðu á gosstöðvunum í nótt. Gönguleiðir er flughálar á köflum. Útlit er fyrir norðanátt og strekking í dag og leggur mengun þá til suðurs og suðvesturs frá gosinu. Steinar Þór Kristinsson, hjá björgunarsveitinni Þorbirni, biður fólk um að vera vel útbúið og með hálkubrodda með sér. „Það eru flestir sem eru mjög vel búnir og klárir í þesar aðstæður en því miður er óþægilega stór hópur sem er ekki með allt á hreinu og gerir sér kannski ekki grein fyrir að það er að fara inn í fjalllendi og í aðrar aðstæður en í byggð,“ segir Steinar. Fjölmenni var á leiðinni upp og niður í brekkunni með kaðlinum í gær.Vísir/Tinni Hann fór sjálfur að gosinu í gær og segir gríðarlegan fjölda hafa verið á svæðinu. „Ef maður hugsar út í covid ástandið að þá var þetta alveg óhugnanlega mikið,“ segir hann. „Í brekkunni var mikil nálægð á fólki og fólk mætti hafa í huga að vera með grímur á sér, þessar covid-grímur. Og vera með spritt með sér til þess að spritta áður en það fer í kaðalinn. Það er mjög erfitt í rauninni að hugsa um smitvarnir þarna en ef fólk getur sprittað sig fyrir og eftir kaðalinn myndi það hjálpa eitthvað,“ segir Steinar. Eldgos í Fagradalsfjalli Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Sjá meira
Opnað var fyrir umferð um Suðurstrandaveg að gosstöðvunum klukkan tíu í morgun. Veginum var lokað í gærkvöldi og Geldingardalir rýmdir af öryggisástæðum en talin var þörf á því að hvíla björgunarlið. Í gærdag var veginum jafnframt lokað tímabundið þegar bílastæðið sem tekur um fimm til sjö hundruð bíla fylltist og Gunnar Schram, hjá lögreglunni á Suðurnesjum, býst við að það verði líka gert í dag til að stýra umferð á svæðið. Hleypt verður inn eftir því sem stæði losna. „Við erum búin að vera læra á hverjum degi hvernig megi bæta umferðarskipulagið. Þetta er svo gríðarlegur fjöldi sem streymir þarna að á hverjum degi. Þúsundir manna á þessi bílastæði sem voru sett þarna með samþykki landareigenda. Þau höfðu mikil jákvæð áhrif í gær og við munum halda þessu skipulagi áfram í dag,“ segir Gunnar. Þúsundir lögðu leið sína í Geldingardali í gær til þess að berja eldgosið augum.vísir/Vilhelm Koma þurfti nokkrum til aðstoðar í gær. „Þetta gekk í heildina vel en við erum alltaf með einhver tilvik af gönguhnjaski. Fólk er að snúa sig og togna og kannski aðeins að detta og við þurftum að hjálpa eða aðstoða allnokkra.“ Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni hefur gosið haldið sínu striki og litlar breytingar urðu á gosstöðvunum í nótt. Gönguleiðir er flughálar á köflum. Útlit er fyrir norðanátt og strekking í dag og leggur mengun þá til suðurs og suðvesturs frá gosinu. Steinar Þór Kristinsson, hjá björgunarsveitinni Þorbirni, biður fólk um að vera vel útbúið og með hálkubrodda með sér. „Það eru flestir sem eru mjög vel búnir og klárir í þesar aðstæður en því miður er óþægilega stór hópur sem er ekki með allt á hreinu og gerir sér kannski ekki grein fyrir að það er að fara inn í fjalllendi og í aðrar aðstæður en í byggð,“ segir Steinar. Fjölmenni var á leiðinni upp og niður í brekkunni með kaðlinum í gær.Vísir/Tinni Hann fór sjálfur að gosinu í gær og segir gríðarlegan fjölda hafa verið á svæðinu. „Ef maður hugsar út í covid ástandið að þá var þetta alveg óhugnanlega mikið,“ segir hann. „Í brekkunni var mikil nálægð á fólki og fólk mætti hafa í huga að vera með grímur á sér, þessar covid-grímur. Og vera með spritt með sér til þess að spritta áður en það fer í kaðalinn. Það er mjög erfitt í rauninni að hugsa um smitvarnir þarna en ef fólk getur sprittað sig fyrir og eftir kaðalinn myndi það hjálpa eitthvað,“ segir Steinar.
Eldgos í Fagradalsfjalli Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Sjá meira