Persónuvernd tók stöðu með seljanda sem segir Bland.is hafa blekkt sig Eiður Þór Árnason skrifar 29. mars 2021 12:55 Rekstraraðili Bland.is taldi sig hafa hafa upplýst notendur sína fyllilega um nýtingu upplýsinganna. Vísir/HÞ Rekstraraðila Bland.is var óheimilt að afla sér afla sér upplýsinga um heimilisfang seljenda og birta póstnúmer hans samhliða auglýsingu sem hann birti á söluvefnum. Þetta er niðurstaða Persónuverndar sem segir vinnsluna ekki hafa samrýmst persónuverndarlögum. Hefur Wedo ehf. sem rekur söluvefinn Bland.is verið gert að stöðva vinnslu upplýsinga um heimilisföng notenda og er félaginu óheimilt að hefja hana aftur fyrr en staðfest sé að hún uppfylli skilyrði laganna. Sagði Bland.is hafa blekkt sig Fram kemur í úrskurði stofnunarinnar að málið hafi byrjað með kvörtun seljenda sem barst Persónuvernd í janúar 2020. Þar sagði að við skráningu á Bland.is hafi kvartandi þurft að auðkenna sig með kennitölu og bankareikningi sem, samkvæmt kvörtun, átti að eyða eftir auðkenningu. Í kvörtun segir að þessar upplýsingar hafi verið nýttar til að afla frekari upplýsinga um kvartanda, þar á meðal upplýsinga um heimilisfang hans og að þær upplýsingar hafi verið birtar með auglýsingu hans á Bland.is. Að mati seljandans var þeim persónuupplýsingum safnað án heimildar, hann blekktur til að útvega þær á fölskum forsendum og þeim bætt við auglýsinguna án hans vitundar. Fólk vilji vita hvort varan sé í Vestmannaeyjum Í svari Wedo ehf. til Persónuverndar segir að þegar notendur auðkenni sig á sölusíðunni Bland.is fletti félagið upp heimilisfangi notanda í þjóðskrá. Þetta sé gert í þeim tilgangi að þjóna betur því milligönguhlutverki sem Bland.is gegnir í söluviðskiptum. Þetta sé gert með því að setja póstnúmer seljanda við vörur sem settar eru í sölu, enda sé það kaupanda í hag að vita hvar á landinu söluaðili er staðsettur, það er hvort varan sé staðsett í Garðabæ eða í Vestmannaeyjum. Í svari félagsins er vísað til persónuverndarstefnu þess, þar sem segir að meðal upplýsinga sem félagið safni um notendur sína séu tengiliðaupplýsingar, þar á meðal nafn, kennitala og heimilisfang. Telur Wedo ehf. að með hliðsjón af framangreindu hafi félagið fengið samþykki notanda til að birta póstnúmer hans á vefnum og segir auk þess að kjósi notandi að gefa ekki upp póstnúmer geti hann eytt heimilisfangi úr notendastillingum. Notandinn ekki upplýstur nægilega vel um vinnsluna Öll vinnsla persónuupplýsinga verður að falla undir eitthvert af heimildarákvæðum persónuverndarlaga og telur Persónuvernd að tvær vinnsluheimildir komi til greina í þessu samhengi. Í úrskurðinum segir að ekki verði talið að heimild kvartanda til að fjarlægja heimilisfang í notendastillingum sínum eftir á uppfylli skilyrði fyrri heimildarinnar, en hún er á þá leið á þá leið að aðilar þurfi að fá samþykki fyrir vinnslu persónuupplýsinga frá notendum með sérstakri aðgerð. Þá taldi stofnunin sig ekki hafa forsendur til að leggja mat á það hvort vinnslan væri leyfileg á grundvelli þess að hún væri nauðsynleg til að gæta lögmætra hagsmuna. „Einnig verður ekki talið að samþykkisyfirlýsing sú sem Wedo ehf. býður upp á uppfylli skilyrði þess að vera upplýst þar sem félagið aflaði tengiliðaupplýsinga úr þjóðskrá, en í persónuverndarstefnu segir að tengiliðaupplýsinga verði aflað frá notendum, auk þess sem samþykkið var ekki afmarkað og sérgreint frá öðrum vinnsluaðgerðum sem fóru fram í öðrum tilgangi.“ Út frá því komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu að öflun Wedo ehf. á persónuupplýsingum um heimilisfang notanda og birting á póstnúmeri hafi ekki samrýmst ekki persónuverndarlögum. Persónuvernd Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira
Þetta er niðurstaða Persónuverndar sem segir vinnsluna ekki hafa samrýmst persónuverndarlögum. Hefur Wedo ehf. sem rekur söluvefinn Bland.is verið gert að stöðva vinnslu upplýsinga um heimilisföng notenda og er félaginu óheimilt að hefja hana aftur fyrr en staðfest sé að hún uppfylli skilyrði laganna. Sagði Bland.is hafa blekkt sig Fram kemur í úrskurði stofnunarinnar að málið hafi byrjað með kvörtun seljenda sem barst Persónuvernd í janúar 2020. Þar sagði að við skráningu á Bland.is hafi kvartandi þurft að auðkenna sig með kennitölu og bankareikningi sem, samkvæmt kvörtun, átti að eyða eftir auðkenningu. Í kvörtun segir að þessar upplýsingar hafi verið nýttar til að afla frekari upplýsinga um kvartanda, þar á meðal upplýsinga um heimilisfang hans og að þær upplýsingar hafi verið birtar með auglýsingu hans á Bland.is. Að mati seljandans var þeim persónuupplýsingum safnað án heimildar, hann blekktur til að útvega þær á fölskum forsendum og þeim bætt við auglýsinguna án hans vitundar. Fólk vilji vita hvort varan sé í Vestmannaeyjum Í svari Wedo ehf. til Persónuverndar segir að þegar notendur auðkenni sig á sölusíðunni Bland.is fletti félagið upp heimilisfangi notanda í þjóðskrá. Þetta sé gert í þeim tilgangi að þjóna betur því milligönguhlutverki sem Bland.is gegnir í söluviðskiptum. Þetta sé gert með því að setja póstnúmer seljanda við vörur sem settar eru í sölu, enda sé það kaupanda í hag að vita hvar á landinu söluaðili er staðsettur, það er hvort varan sé staðsett í Garðabæ eða í Vestmannaeyjum. Í svari félagsins er vísað til persónuverndarstefnu þess, þar sem segir að meðal upplýsinga sem félagið safni um notendur sína séu tengiliðaupplýsingar, þar á meðal nafn, kennitala og heimilisfang. Telur Wedo ehf. að með hliðsjón af framangreindu hafi félagið fengið samþykki notanda til að birta póstnúmer hans á vefnum og segir auk þess að kjósi notandi að gefa ekki upp póstnúmer geti hann eytt heimilisfangi úr notendastillingum. Notandinn ekki upplýstur nægilega vel um vinnsluna Öll vinnsla persónuupplýsinga verður að falla undir eitthvert af heimildarákvæðum persónuverndarlaga og telur Persónuvernd að tvær vinnsluheimildir komi til greina í þessu samhengi. Í úrskurðinum segir að ekki verði talið að heimild kvartanda til að fjarlægja heimilisfang í notendastillingum sínum eftir á uppfylli skilyrði fyrri heimildarinnar, en hún er á þá leið á þá leið að aðilar þurfi að fá samþykki fyrir vinnslu persónuupplýsinga frá notendum með sérstakri aðgerð. Þá taldi stofnunin sig ekki hafa forsendur til að leggja mat á það hvort vinnslan væri leyfileg á grundvelli þess að hún væri nauðsynleg til að gæta lögmætra hagsmuna. „Einnig verður ekki talið að samþykkisyfirlýsing sú sem Wedo ehf. býður upp á uppfylli skilyrði þess að vera upplýst þar sem félagið aflaði tengiliðaupplýsinga úr þjóðskrá, en í persónuverndarstefnu segir að tengiliðaupplýsinga verði aflað frá notendum, auk þess sem samþykkið var ekki afmarkað og sérgreint frá öðrum vinnsluaðgerðum sem fóru fram í öðrum tilgangi.“ Út frá því komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu að öflun Wedo ehf. á persónuupplýsingum um heimilisfang notanda og birting á póstnúmeri hafi ekki samrýmst ekki persónuverndarlögum.
Persónuvernd Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira