Venjulegir mannbroddar duga ekki á gosstöðvarnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. mars 2021 21:01 Leifur Dam Leifsson, eigandi GG sport, sýnir hvers konar brodda fólk sem hyggst ganga að gosstöðvunum þurfi að hafa meðferðis. Stöð 2 Eigandi útivistarbúðarinnar GG sport segist aldrei hafa upplifað aðra eins aðsókn í búðina á þessum árstíma eins og núna. Fólk hafi undanfarna viku komið í stríðum straumum til að útbúa sig fyrir gönguna að gosstöðvunum í Geldingadölum sem hann segir mjög jákvætt. „Það var mjög mikið að gera í dag og þetta er búið að vera stígandi síðustu daga en við náðum algjörum toppi í dag. Þetta var mjög gaman,“ sagði Leifur Dam Leifsson, eigandi GG sport, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Nauðsynlegt er að sögn Leifs að fólk sé vel búið í gönguna að Geldingadölum, í samræmi við tilmæli viðbragðsaðila. Til að mynda hefur verið biðlað til fólks að það mæti með mannbrodda en mikill ís og hálka getur myndast á leiðinni eins og gerðist í dag. „Það þarf sérstaklega góða gönguskó, bakpoka, göngustafi og höfuðljós og að sjálfsögðu brodda líka,“ segir Leifur. Það er þó ekki hægt að nota hvaða mannbrodda sem er fyrir gönguna. Velja þarf vel, en broddar sem fást víða eru að sögn Leifs ekki nógu góðir fyrir svona göngu. „Þessir punktabroddar eru bara til að ganga á götum en það sem er gott að gera er að velja brodda sem eru með göddum. Vegna þess að gaddarnir þeir læsa sig niður í ísinn og ef það snjóar yfir ísinn þá ná þeir líka í gegn. Þetta eru broddarnir sem fólk þarf að taka,“ segir Leifur. Hann segir marga telja þá brodda of mikið en hann segir það ekki svo. „Það er alls ekki þannig. Það er mjög einfalt að ganga á þeim og þeir snúast heldur ekki þegar maður er í hallanum,“ segir Leifur. Hann segist ekki muna eftir annarri eins umferð í búðina á þessum árstíma. „Bara á svona „high-season“ tímum, í kring um jólin og á sumrin en aldrei svona seint í mars. Þetta er gaman hjá okkur og það er greinilegt að fólk ætlar að fylgja tilmælum og við höfum upplifað spenning í fólki og þau ætla að búa sig vel þannig að það er mjög jákvætt. Eldgos í Fagradalsfjalli Fjallamennska Tengdar fréttir Ætti ég að taka börnin með að skoða eldgosið? Ætti ég að taka börnin með að skoða eldgosið? Þessi spurning hefur kviknað í hugum fjölmargra foreldra undanfarna viku. Lilja Sigurgeirsdóttir og Gunnar Guðmundsson skelltu sér með krakkaskarann í Geldingadali í gær og sköpuðu minningar fyrir lífstíð. Líkur eru á að fleiri geri slíkt hið sama á morgun enda veðurspá afar góð. 29. mars 2021 19:30 Undirbúa páskaumferð að Geldingadölum: „Það mæðir mikið á björgunarsveitarfólkinu okkar“ „Við sjáum það alveg fyrir að við getum ekki haldið slíkri gæslu úti eins og búin er að vera,“ segir Hjálmar Hallgrímsson, lögreglumaður hjá Lögreglunni á Suðurnesjum. Mikið hefur mætt á lögreglu- og björgunarsveitarfólki sem sinnt hefur gæslu við gossvæðið í Geldingadölum frá því gos hófst þar 19. mars. 29. mars 2021 19:18 „Svolítið sérstakt“ að horfa upp á auðar brekkur meðan fólk fjölmennir að gosinu Forstöðumaður Hlíðarfjalls segir sárt að horfa upp á auðar skíðabrekkur á meðan fólk fjölmennir að gosstöðvunum í Geldingadölum. Sóttvarnalæknir kallar eftir því að fólk bíði með að leggja leið sína að eldgosinu. 29. mars 2021 19:18 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Sjá meira
„Það var mjög mikið að gera í dag og þetta er búið að vera stígandi síðustu daga en við náðum algjörum toppi í dag. Þetta var mjög gaman,“ sagði Leifur Dam Leifsson, eigandi GG sport, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Nauðsynlegt er að sögn Leifs að fólk sé vel búið í gönguna að Geldingadölum, í samræmi við tilmæli viðbragðsaðila. Til að mynda hefur verið biðlað til fólks að það mæti með mannbrodda en mikill ís og hálka getur myndast á leiðinni eins og gerðist í dag. „Það þarf sérstaklega góða gönguskó, bakpoka, göngustafi og höfuðljós og að sjálfsögðu brodda líka,“ segir Leifur. Það er þó ekki hægt að nota hvaða mannbrodda sem er fyrir gönguna. Velja þarf vel, en broddar sem fást víða eru að sögn Leifs ekki nógu góðir fyrir svona göngu. „Þessir punktabroddar eru bara til að ganga á götum en það sem er gott að gera er að velja brodda sem eru með göddum. Vegna þess að gaddarnir þeir læsa sig niður í ísinn og ef það snjóar yfir ísinn þá ná þeir líka í gegn. Þetta eru broddarnir sem fólk þarf að taka,“ segir Leifur. Hann segir marga telja þá brodda of mikið en hann segir það ekki svo. „Það er alls ekki þannig. Það er mjög einfalt að ganga á þeim og þeir snúast heldur ekki þegar maður er í hallanum,“ segir Leifur. Hann segist ekki muna eftir annarri eins umferð í búðina á þessum árstíma. „Bara á svona „high-season“ tímum, í kring um jólin og á sumrin en aldrei svona seint í mars. Þetta er gaman hjá okkur og það er greinilegt að fólk ætlar að fylgja tilmælum og við höfum upplifað spenning í fólki og þau ætla að búa sig vel þannig að það er mjög jákvætt.
Eldgos í Fagradalsfjalli Fjallamennska Tengdar fréttir Ætti ég að taka börnin með að skoða eldgosið? Ætti ég að taka börnin með að skoða eldgosið? Þessi spurning hefur kviknað í hugum fjölmargra foreldra undanfarna viku. Lilja Sigurgeirsdóttir og Gunnar Guðmundsson skelltu sér með krakkaskarann í Geldingadali í gær og sköpuðu minningar fyrir lífstíð. Líkur eru á að fleiri geri slíkt hið sama á morgun enda veðurspá afar góð. 29. mars 2021 19:30 Undirbúa páskaumferð að Geldingadölum: „Það mæðir mikið á björgunarsveitarfólkinu okkar“ „Við sjáum það alveg fyrir að við getum ekki haldið slíkri gæslu úti eins og búin er að vera,“ segir Hjálmar Hallgrímsson, lögreglumaður hjá Lögreglunni á Suðurnesjum. Mikið hefur mætt á lögreglu- og björgunarsveitarfólki sem sinnt hefur gæslu við gossvæðið í Geldingadölum frá því gos hófst þar 19. mars. 29. mars 2021 19:18 „Svolítið sérstakt“ að horfa upp á auðar brekkur meðan fólk fjölmennir að gosinu Forstöðumaður Hlíðarfjalls segir sárt að horfa upp á auðar skíðabrekkur á meðan fólk fjölmennir að gosstöðvunum í Geldingadölum. Sóttvarnalæknir kallar eftir því að fólk bíði með að leggja leið sína að eldgosinu. 29. mars 2021 19:18 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Sjá meira
Ætti ég að taka börnin með að skoða eldgosið? Ætti ég að taka börnin með að skoða eldgosið? Þessi spurning hefur kviknað í hugum fjölmargra foreldra undanfarna viku. Lilja Sigurgeirsdóttir og Gunnar Guðmundsson skelltu sér með krakkaskarann í Geldingadali í gær og sköpuðu minningar fyrir lífstíð. Líkur eru á að fleiri geri slíkt hið sama á morgun enda veðurspá afar góð. 29. mars 2021 19:30
Undirbúa páskaumferð að Geldingadölum: „Það mæðir mikið á björgunarsveitarfólkinu okkar“ „Við sjáum það alveg fyrir að við getum ekki haldið slíkri gæslu úti eins og búin er að vera,“ segir Hjálmar Hallgrímsson, lögreglumaður hjá Lögreglunni á Suðurnesjum. Mikið hefur mætt á lögreglu- og björgunarsveitarfólki sem sinnt hefur gæslu við gossvæðið í Geldingadölum frá því gos hófst þar 19. mars. 29. mars 2021 19:18
„Svolítið sérstakt“ að horfa upp á auðar brekkur meðan fólk fjölmennir að gosinu Forstöðumaður Hlíðarfjalls segir sárt að horfa upp á auðar skíðabrekkur á meðan fólk fjölmennir að gosstöðvunum í Geldingadölum. Sóttvarnalæknir kallar eftir því að fólk bíði með að leggja leið sína að eldgosinu. 29. mars 2021 19:18