Stefnt á að opna skólana eftir páska Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. mars 2021 09:12 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir stefnt á að opna skólana strax eftir páska ef það tekst að halda faraldrinum niður. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segist vona að það takist að halda kórónuveirufaraldrinum niðri svo opna megi skólana strax aftur eftir páska. Þetta kom fram í viðtali við hann í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. Hertar sóttvarnaaðgerðir tóku gildi á fimmtudaginn í síðustu viku. Þá var meðal annars grunnskólum, framhaldsskólum og háskólum gert að loka en ólíkt öðrum aðgerðum sem gripið var til gildir reglugerðin um skólastarf aðeins til og með 31. mars. Síðan tekur við páskafrí í skólum en aðrar sóttvarnaaðgerðir gilda til og með 15. apríl. Þórólfur er nú að vinna að minnisblaði í samvinnu með heilbrigðisráðuneytið og menntamálaráðuneytið varðandi það hvað tekur við í skólunum eftir páskafrí. „Og ég held að við þurfum endilega að koma þessu af stað og vonumst til að faraldurinn haldist bara niðri og við verðum á góðum stað þannig að við getum bara haldið áfram að aflétta tiltölulega hratt, þar á meðal í skólunum. Við munum bara nýta okkur þá reynslu sem við fengum sérstaklega í þriðju bylgjunni og afléttingar sem við gerðum þá í skólunum, það er bara í smíðum. Reglugerðin um skólana gildir núna til 1. apríl en það eru náttúrulega allir í páskafríi þannig að þetta myndi þá koma strax til framkvæmda eftir páskana,“ sagði Þórólfur í Morgunútvarpinu. Hlusta má á viðtalið í heild á vef RÚV. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Skóla - og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Hertar sóttvarnaaðgerðir tóku gildi á fimmtudaginn í síðustu viku. Þá var meðal annars grunnskólum, framhaldsskólum og háskólum gert að loka en ólíkt öðrum aðgerðum sem gripið var til gildir reglugerðin um skólastarf aðeins til og með 31. mars. Síðan tekur við páskafrí í skólum en aðrar sóttvarnaaðgerðir gilda til og með 15. apríl. Þórólfur er nú að vinna að minnisblaði í samvinnu með heilbrigðisráðuneytið og menntamálaráðuneytið varðandi það hvað tekur við í skólunum eftir páskafrí. „Og ég held að við þurfum endilega að koma þessu af stað og vonumst til að faraldurinn haldist bara niðri og við verðum á góðum stað þannig að við getum bara haldið áfram að aflétta tiltölulega hratt, þar á meðal í skólunum. Við munum bara nýta okkur þá reynslu sem við fengum sérstaklega í þriðju bylgjunni og afléttingar sem við gerðum þá í skólunum, það er bara í smíðum. Reglugerðin um skólana gildir núna til 1. apríl en það eru náttúrulega allir í páskafríi þannig að þetta myndi þá koma strax til framkvæmda eftir páskana,“ sagði Þórólfur í Morgunútvarpinu. Hlusta má á viðtalið í heild á vef RÚV.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Skóla - og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira