Hásinin hjálpaði Söru að forðast smit: „Er hvort sem er í hálfgerðri sóttkví“ Sindri Sverrisson skrifar 30. mars 2021 15:30 Sara Björk Gunnarsdóttir stillir sér upp í myndatöku fyrir UEFA vegna Meistaradeildar Evrópu. Getty/Tullio Puglia „Ég er bara góð. Ég er alla vega ekki með Covid,“ segir Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta. Hún vonast til þess að langvinn meiðsli í hásin hafi hjálpað henni að forðast kórónuveirusmit. Fjórir samherjar Söru úr franska meistaraliðinu Lyon greindust með kórónuveirusmit í gær. Stórleik liðsins við erkifjendurna í PSG, í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu, var því frestað um óákveðinn tíma en hann átti að fara fram á morgun. Vegna meiðsla var ljóst að Sara yrði ekki með á morgun. Hún fer í smitpróf á morgun til að ganga úr skugga um að hún hafi ekki smitast af veirunni í gegnum einhver þeirra sex (fimm leikmenn og einn úr starfsliði) sem smitast hafa hjá Lyon síðustu daga. „Þegar fyrsta smitið kom upp þá var það í útileik gegn Dijon. Ég var ekki með liðinu þá, svo ég hef sloppið hingað til,“ segir Sara í samtali við Vísi í dag. Hún segir hina smituðu liðsfélaga sína ekki hafa fundið fyrir sérstökum einkennum enn sem komið er. „Við förum allar í test í fyrramálið og þá kemur í ljós hvert framhaldið verður. Ég veit ekki hvernig þetta virkar varðandi sóttkví, sérstaklega þar sem ég er ekki búin að vera í kringum liðið núna. En svo er „lockdown“ hérna í Lyon svo að maður er hvort sem er í hálfgerðri sóttkví. Það eina sem breytist er að liðið getur ekki æft saman,“ segir Sara og bætir við: „Við megum reikna með því að liðið geti ekki æft næstu daga. Við fáum send tæki og tól heim til okkar svo að við getum æft einar í alla vega 5-7 daga.“ Lyon varð Evrópumeistari í fyrra. Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði síðasta mark úrslitaleiksins og innsiglaði sigurinn, gegn sínu gamla liði Wolfsburg.EPA-EFE/Gabriel Bouys Brátt tekur við landsleikjahlé en Sara hafði þegar þurft að hætta við að fara til móts við íslenska landsliðið vegna meiðsla sinna. Smitin hafa því ekki áhrif þáttöku hennar en liðsfélagar hennar gætu misst af landsleikjum: „Félagið hefði alltaf leyft mér að fara, alla vega áður en þetta kom upp. Ég veit ekki hvernig þetta verður núna hjá þeim okkar sem áttu að vera að fara í landsliðsverkefni,“ segir Sara. Hásinin angrað Söru síðan á gervigrasinu í Malmö Eins og fyrr segir hafa meiðsli í hásin verið að angra Söru. Hún sat á varamannabekknum þegar Lyon vann 1-0 útisigur gegn PSG í fyrri leik liðanna í Meistaradeildinni og var ekki með í 3-0 útisigri gegn Dijon á laugardaginn. Þessi hásinarmeiðsli hafa fylgt Söru í mörg ár og urðu meðal annars til þess að hún varð að fara af velli í úrslitaleik Meistaradeildarinnar vorið 2018, þegar hún var leikmaður þýska félagsins Wolfsburg. Áður en Sara fór til Þýskalands var hún leikmaður Malmö og Rosengård árin 2011-2016. „Ef ég á að vera hreinskilin þá hefur þetta angrað mig síðan ég var í Malmö í Svíþjóð, á gervigrasinu. Ekki eins mikið og núna en ég fann alveg fyrir þessu þá. Þetta varð svo meira með auknu álagi í Þýskalandi, og ég byrja að finna til í hásininni þegar það eru margir leikir á stuttum tíma,“ segir Sara. „Ég hef verið til skiptis á æfingum og í sjúkraþjálfun undanfarið. Það er verið að passa upp á álagið eins og ég er vön að þurfa að gera á þessum tímapunkti á leiktíðinni,“ segir Sara, en gæti hún spilað leikinn við PSG verði leikurinn settur á eftir landsleikjahléið, upp úr miðjum apríl? „Það verður bara að koma í ljós. Maður gerir allt til að geta spilað og ég er í góðum höndum hérna úti. Vonandi hjálpar það mér að fá þennan tíma. Þetta er svolítið upp og niður hjá mér. Mér líður vel einn daginn en svo er ég mjög slæm hinn daginn. Þetta er pirrandi, og hefur verið svona í langan tíma.“ Meistaradeild Evrópu Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Sjá meira
Fjórir samherjar Söru úr franska meistaraliðinu Lyon greindust með kórónuveirusmit í gær. Stórleik liðsins við erkifjendurna í PSG, í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu, var því frestað um óákveðinn tíma en hann átti að fara fram á morgun. Vegna meiðsla var ljóst að Sara yrði ekki með á morgun. Hún fer í smitpróf á morgun til að ganga úr skugga um að hún hafi ekki smitast af veirunni í gegnum einhver þeirra sex (fimm leikmenn og einn úr starfsliði) sem smitast hafa hjá Lyon síðustu daga. „Þegar fyrsta smitið kom upp þá var það í útileik gegn Dijon. Ég var ekki með liðinu þá, svo ég hef sloppið hingað til,“ segir Sara í samtali við Vísi í dag. Hún segir hina smituðu liðsfélaga sína ekki hafa fundið fyrir sérstökum einkennum enn sem komið er. „Við förum allar í test í fyrramálið og þá kemur í ljós hvert framhaldið verður. Ég veit ekki hvernig þetta virkar varðandi sóttkví, sérstaklega þar sem ég er ekki búin að vera í kringum liðið núna. En svo er „lockdown“ hérna í Lyon svo að maður er hvort sem er í hálfgerðri sóttkví. Það eina sem breytist er að liðið getur ekki æft saman,“ segir Sara og bætir við: „Við megum reikna með því að liðið geti ekki æft næstu daga. Við fáum send tæki og tól heim til okkar svo að við getum æft einar í alla vega 5-7 daga.“ Lyon varð Evrópumeistari í fyrra. Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði síðasta mark úrslitaleiksins og innsiglaði sigurinn, gegn sínu gamla liði Wolfsburg.EPA-EFE/Gabriel Bouys Brátt tekur við landsleikjahlé en Sara hafði þegar þurft að hætta við að fara til móts við íslenska landsliðið vegna meiðsla sinna. Smitin hafa því ekki áhrif þáttöku hennar en liðsfélagar hennar gætu misst af landsleikjum: „Félagið hefði alltaf leyft mér að fara, alla vega áður en þetta kom upp. Ég veit ekki hvernig þetta verður núna hjá þeim okkar sem áttu að vera að fara í landsliðsverkefni,“ segir Sara. Hásinin angrað Söru síðan á gervigrasinu í Malmö Eins og fyrr segir hafa meiðsli í hásin verið að angra Söru. Hún sat á varamannabekknum þegar Lyon vann 1-0 útisigur gegn PSG í fyrri leik liðanna í Meistaradeildinni og var ekki með í 3-0 útisigri gegn Dijon á laugardaginn. Þessi hásinarmeiðsli hafa fylgt Söru í mörg ár og urðu meðal annars til þess að hún varð að fara af velli í úrslitaleik Meistaradeildarinnar vorið 2018, þegar hún var leikmaður þýska félagsins Wolfsburg. Áður en Sara fór til Þýskalands var hún leikmaður Malmö og Rosengård árin 2011-2016. „Ef ég á að vera hreinskilin þá hefur þetta angrað mig síðan ég var í Malmö í Svíþjóð, á gervigrasinu. Ekki eins mikið og núna en ég fann alveg fyrir þessu þá. Þetta varð svo meira með auknu álagi í Þýskalandi, og ég byrja að finna til í hásininni þegar það eru margir leikir á stuttum tíma,“ segir Sara. „Ég hef verið til skiptis á æfingum og í sjúkraþjálfun undanfarið. Það er verið að passa upp á álagið eins og ég er vön að þurfa að gera á þessum tímapunkti á leiktíðinni,“ segir Sara, en gæti hún spilað leikinn við PSG verði leikurinn settur á eftir landsleikjahléið, upp úr miðjum apríl? „Það verður bara að koma í ljós. Maður gerir allt til að geta spilað og ég er í góðum höndum hérna úti. Vonandi hjálpar það mér að fá þennan tíma. Þetta er svolítið upp og niður hjá mér. Mér líður vel einn daginn en svo er ég mjög slæm hinn daginn. Þetta er pirrandi, og hefur verið svona í langan tíma.“
Meistaradeild Evrópu Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Sjá meira