Hleypa ekki fleiri bílum að gossvæðinu Kjartan Kjartansson skrifar 30. mars 2021 19:30 Lögreglumenn vísa nú ökumönnum sem ætla sér að gossvæðinu frá við upphaf Grindavíkurvegar við Reykjanesbrautina. Vísir/Jóhann Lokað hefur verið fyrir bílaumferð að gossvæðinu í Geldingadölum. Mikil bílaröð myndaðist síðdegis og náði hún alla leiðina að afleggjaranum að Bláa lóninu á Grindavíkurvegi. Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum kemur fram að ökumenn sem eru staðsettir vestan við Stafholt og austan við Ísólfsskála eigi ekki möguleika á að komast inn á gossvæðið og fleiri ökutækjum verði ekki hleypt inn. Sigvaldi Lárusson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum, segir við Vísi að hann geri fastlega ráð fyrir að gossvæðinu verði lokað aftur í kvöld líkt og gert hefur verið síðustu kvöld. Þá var lokað klukkan 22:00. Gera megi þá ráð fyrir að opnað verði fyrir umferð aftur í fyrramálið. Ágangurinn á svæðið síðdegis og í kvöld hafi verið svo mikill að engin bílastæði hafi verið laus og sumir ökumenn tekið upp á því að leggja á Suðurstrandarvegi. Viðbragðsaðilar hafi því átt erfitt með að athafna sig á svæðinu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld kom fram að sumir hefðu gripið til þess ráðs að ganga frá Grindavík eftir Suðurstrandarvegi til að komast að gossvæðinu. Myndatökumaður Stöðvar 2 sem var við Bláa lónið um klukkan 19:00 í kvöld segir að tugir bíla hafi verið lagðir þar og fólk hafi gengið þaðan í átt að eldstöðinni. Sigvaldi segir að ekki hafi enn verið lokað fyrir umferð göngufólks en hann varar við því að mjög duglegur spotti sé frá þeim stað þar sem fólk leggur nú upp í göngu eftir að lokað var fyrir bílaumferð um svæðið og að upphafsstað gönguleiðarinnar að Geldingadölum. Fólk átti sig jafnvel ekki á að leiðin sé fleiri kílómetrar. Mikil aðsókn hefur verið að gossvæðinu í góðu veðri í dag. Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar, lýsti því við Vísis síðdegis að bílröð næði frá bílastæðum við upphaf gönguleiðarinnar að gosinu í Geldingadölum og út af fjallinu Þorbirni, hinum megin við Grindavík. Umferðarhnúturinn teppti leið Grindvíkinga sjálfra. Sagðist Bogi hafa þrýst á um að lokað yrði fyrir umferð á svæðið. Lögreglan tilkynnti skömmu fyrir klukkan 18:00 að lokað hefði verið fyrir umferð tímabundið og óvíst væri hvort opnað yrði aftur í dag. Sú tilkynning var uppfærð og skorið úr um að fleiri ökutækjum yrði ekki hleypt á svæðið. Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum kemur fram að ökumenn sem eru staðsettir vestan við Stafholt og austan við Ísólfsskála eigi ekki möguleika á að komast inn á gossvæðið og fleiri ökutækjum verði ekki hleypt inn. Sigvaldi Lárusson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum, segir við Vísi að hann geri fastlega ráð fyrir að gossvæðinu verði lokað aftur í kvöld líkt og gert hefur verið síðustu kvöld. Þá var lokað klukkan 22:00. Gera megi þá ráð fyrir að opnað verði fyrir umferð aftur í fyrramálið. Ágangurinn á svæðið síðdegis og í kvöld hafi verið svo mikill að engin bílastæði hafi verið laus og sumir ökumenn tekið upp á því að leggja á Suðurstrandarvegi. Viðbragðsaðilar hafi því átt erfitt með að athafna sig á svæðinu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld kom fram að sumir hefðu gripið til þess ráðs að ganga frá Grindavík eftir Suðurstrandarvegi til að komast að gossvæðinu. Myndatökumaður Stöðvar 2 sem var við Bláa lónið um klukkan 19:00 í kvöld segir að tugir bíla hafi verið lagðir þar og fólk hafi gengið þaðan í átt að eldstöðinni. Sigvaldi segir að ekki hafi enn verið lokað fyrir umferð göngufólks en hann varar við því að mjög duglegur spotti sé frá þeim stað þar sem fólk leggur nú upp í göngu eftir að lokað var fyrir bílaumferð um svæðið og að upphafsstað gönguleiðarinnar að Geldingadölum. Fólk átti sig jafnvel ekki á að leiðin sé fleiri kílómetrar. Mikil aðsókn hefur verið að gossvæðinu í góðu veðri í dag. Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar, lýsti því við Vísis síðdegis að bílröð næði frá bílastæðum við upphaf gönguleiðarinnar að gosinu í Geldingadölum og út af fjallinu Þorbirni, hinum megin við Grindavík. Umferðarhnúturinn teppti leið Grindvíkinga sjálfra. Sagðist Bogi hafa þrýst á um að lokað yrði fyrir umferð á svæðið. Lögreglan tilkynnti skömmu fyrir klukkan 18:00 að lokað hefði verið fyrir umferð tímabundið og óvíst væri hvort opnað yrði aftur í dag. Sú tilkynning var uppfærð og skorið úr um að fleiri ökutækjum yrði ekki hleypt á svæðið. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira