Kári Árnason og Birkir Bjarnason í góðum félagsskap Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. apríl 2021 21:00 Kári og Birkir eftir 1-1 jafntefli Íslands og Argentínu á HM 2018 í Rússlandi. David Ramos/Getty Images Þeir Kári Árnason og Birkir Bjarnason eru meðal þeirra 100 leikmanna sem hafa átt hvað besta landsleiki undanfarið. Það er fyrir landslið innan Evrópu. Á vef knattspyrnusambands Evrópu má finna svokallaðan FedEx lista. Leikmenn fá stig fyrir frammistöður sínar, þau eru svo tekin saman og menn fara upp eða niður á listanum. Frammistöður í Þjóðadeildinni, undankeppni HM og æfingaleikjum eru allar teknar með. Hin ýmsa tölfræði er skoðuð, tekin saman og sett í algrími sem ákvarðar á endanum stigafjölda hverrar frammistöðu fyrir sig. Svipar þetta til Draumadeildar eins og við þekkjum hér á landi eða úr enska boltanum. Aðeins er horft til landsleikja og gengi með félagsliðum hefur engin áhrif á stöðu leikmanna á listanum. Nánar má lesa um hvernig FedEx listinn virkar hér. 1. Frenkie de Jong – miðjumaður Hollands og Barcelona – 3307 stig. 2. Antoine Griezmann – framherji Frakklands og samherji De Jong hjá Barcelona – 3256 stig. 3. Memphis Depay – framherji Hollands og Lyon – 3190 stig. 4. Rúben Dias - varnarmaður Portúgal og Manchester City - 2953 stig. 5. Ricardo Rodríguez – varnarmaður Sviss og Torino – 2883 stig. Í 70. sæti er svo Kári Árnason – miðvörður Íslands og Víkings – með 1494 stig. Hann væri eflaust ofar á listanum hefði hann spilað í 4-1 sigri Íslands á Liechtenstein. Kári átti þó 53 heppnaðar sendingar gegn Armeníu ásamt því að blokka tvö skot. Andreas Christensen [Danmörk, Chelsea] og Kyle Walker [England, Manchester City] eru svo í sætunum fyrir neðan Kára. Í 87. sæti er svo Birkir Bjarnason – miðjumaður Íslands og Brescia – með 1393 stig. Hann skoraði meðal annars eitt mark í sigrinum gegn Liechtenstein. Alls átti hann þrjár tilraunir á markið í leiknum og á öðrum degi hefði hann eflaust þanið netmöskvana að lágmarki einu sinni til viðbótar. Hakan Çalhanoğlu [Tyrkland, AC Milan], Mateo Kovačić [Króatía, Chelsea] og Pierre-Emile Højbjerg [Danmörk, Tottenham Hotspur] koma í sætunum á eftir Birki. Vonandi verða enn fleiri íslenskir leikmenn á listanum að loknu næsta landsleikjahlé. Fótbolti Þjóðadeild UEFA HM 2022 í Katar Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport „Við viljum meira“ Fótbolti KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Fleiri fréttir „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Sjá meira
Á vef knattspyrnusambands Evrópu má finna svokallaðan FedEx lista. Leikmenn fá stig fyrir frammistöður sínar, þau eru svo tekin saman og menn fara upp eða niður á listanum. Frammistöður í Þjóðadeildinni, undankeppni HM og æfingaleikjum eru allar teknar með. Hin ýmsa tölfræði er skoðuð, tekin saman og sett í algrími sem ákvarðar á endanum stigafjölda hverrar frammistöðu fyrir sig. Svipar þetta til Draumadeildar eins og við þekkjum hér á landi eða úr enska boltanum. Aðeins er horft til landsleikja og gengi með félagsliðum hefur engin áhrif á stöðu leikmanna á listanum. Nánar má lesa um hvernig FedEx listinn virkar hér. 1. Frenkie de Jong – miðjumaður Hollands og Barcelona – 3307 stig. 2. Antoine Griezmann – framherji Frakklands og samherji De Jong hjá Barcelona – 3256 stig. 3. Memphis Depay – framherji Hollands og Lyon – 3190 stig. 4. Rúben Dias - varnarmaður Portúgal og Manchester City - 2953 stig. 5. Ricardo Rodríguez – varnarmaður Sviss og Torino – 2883 stig. Í 70. sæti er svo Kári Árnason – miðvörður Íslands og Víkings – með 1494 stig. Hann væri eflaust ofar á listanum hefði hann spilað í 4-1 sigri Íslands á Liechtenstein. Kári átti þó 53 heppnaðar sendingar gegn Armeníu ásamt því að blokka tvö skot. Andreas Christensen [Danmörk, Chelsea] og Kyle Walker [England, Manchester City] eru svo í sætunum fyrir neðan Kára. Í 87. sæti er svo Birkir Bjarnason – miðjumaður Íslands og Brescia – með 1393 stig. Hann skoraði meðal annars eitt mark í sigrinum gegn Liechtenstein. Alls átti hann þrjár tilraunir á markið í leiknum og á öðrum degi hefði hann eflaust þanið netmöskvana að lágmarki einu sinni til viðbótar. Hakan Çalhanoğlu [Tyrkland, AC Milan], Mateo Kovačić [Króatía, Chelsea] og Pierre-Emile Højbjerg [Danmörk, Tottenham Hotspur] koma í sætunum á eftir Birki. Vonandi verða enn fleiri íslenskir leikmenn á listanum að loknu næsta landsleikjahlé.
Fótbolti Þjóðadeild UEFA HM 2022 í Katar Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport „Við viljum meira“ Fótbolti KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Fleiri fréttir „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Sjá meira