Festu heitin í stein við eldgosið Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 1. apríl 2021 18:17 Þau Sól Rós Hlynsdóttir og Jón Halldór Unnarsson staðfestu trúlofunarheit sín við eldsstöðvarnar í dag. Prestur var staddur við athöfnina fyrir tilviljun og blessaði parið. Iceland Wedding Planner Par sem staðfesti trúlofunarheit sín við eldgosið í Geldingadölum í morgun segir það hafa verið einstaka stund. Prestur sem átti leið hjá þar sem þau voru uppábúinn bauðst til að gefa þau saman. Þau voru ekki alveg til í það en fengu blessun. Nokkur hundruð manns voru mættir við gosstöðvarnar fyrir opnun þar klukkan sex í morgun. Meðal þeirra voru þau Sól Rós Hlynsdóttir og Jón Halldór Unnarsson sem staðfestu trúlofunarheit sín þar. „Okkur fannst tilvalið að staðfesta trúlofun okkar við eldgosið. Við erum búin að vera saman í fimm ár og trúlofuð í þrjú og vildum festa athöfnina í stein með því að staðfesta heitin formlega við elgosið í dag,“ segir Sól Rós Hlynsdóttir sem vildi þó ekki gefa upp hvenær stóri dagurinn á að renna upp. Parið fékk fyrirtækið Iceland Wedding Planner til að skipuleggja athöfnina. Það voru teknar margar fallegar myndir af parinu í dag. Iceland Wedding Planner „Þetta var ævintýralegt, frábært veður og fullkomnar aðstæður. Við vorum í göngufötum þar til við vorum komin upp að gosi og þá fór ég í brúðarkjól og Jón í jakkaföt. Það var ekki tekin sú áhætta að ganga í sparifötunum,“ segir Sól Rós og hlær. Hún segir að prestur hafi verið á svæðinu fyrir tilviljun og hafi boðist til að gefa þau saman. „Það var verið að taka myndir af okkur og allt í einu kemur maður gangandi upp að ljósmyndaranum okkar og segist vera prestur. Hann bauðst til að gefa okkur saman en það var ekki alveg planið að þessu sinni. Þá bauðst hann til að leggja blessun sína yfir okkur í staðinn sem hann og gerði. Við stöðum fyrir framan og hann lagði hendur sínar á höfuð okkar og óskaði okkur svo innilega til hamingju og alls hins besta,“ segir Sól Rós. Sól Rós segir að presturinn heiti Pétur en vissi ekki frekari deili á honum. Parið naut útsýnisins við eldgosið eftir athöfnina.Iceland Wedding Planner Parið hélt uppá daginn við eldgosið og saup á kampavíni og fékk sér osta. Sól Rós er afar ánægð með daginn. „Þessi stund okkar styrkir sambandið okkar enn frekar, þetta var einstakt,“ segir Sól Rós að lokum. Eldgos í Fagradalsfjalli Ástin og lífið Tengdar fréttir Tvö til þrjú hundruð manns mættir klukkan sjö í morgun Áætlað er að tvö til þrjú hundruð manns hafi verið mættir á gossvæðið klukkan sjö í morgun. Reglubundnar rútuferðir frá Grindavík upp að stikuðu gönguleiðinni að gosinu í Geldingadölum hófust í morgun. 1. apríl 2021 10:24 Fólk mætt klukkutíma fyrir opnun til að skoða gosið í ró og næði Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum segir dæmi þess að fólk mæti klukkutíma fyrir opnun Suðurstrandarvegar til þess að geta gengið í Geldingadali og séð eldgosið án þess að þar sé múgur og margmenni. 1. apríl 2021 08:51 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Nokkur hundruð manns voru mættir við gosstöðvarnar fyrir opnun þar klukkan sex í morgun. Meðal þeirra voru þau Sól Rós Hlynsdóttir og Jón Halldór Unnarsson sem staðfestu trúlofunarheit sín þar. „Okkur fannst tilvalið að staðfesta trúlofun okkar við eldgosið. Við erum búin að vera saman í fimm ár og trúlofuð í þrjú og vildum festa athöfnina í stein með því að staðfesta heitin formlega við elgosið í dag,“ segir Sól Rós Hlynsdóttir sem vildi þó ekki gefa upp hvenær stóri dagurinn á að renna upp. Parið fékk fyrirtækið Iceland Wedding Planner til að skipuleggja athöfnina. Það voru teknar margar fallegar myndir af parinu í dag. Iceland Wedding Planner „Þetta var ævintýralegt, frábært veður og fullkomnar aðstæður. Við vorum í göngufötum þar til við vorum komin upp að gosi og þá fór ég í brúðarkjól og Jón í jakkaföt. Það var ekki tekin sú áhætta að ganga í sparifötunum,“ segir Sól Rós og hlær. Hún segir að prestur hafi verið á svæðinu fyrir tilviljun og hafi boðist til að gefa þau saman. „Það var verið að taka myndir af okkur og allt í einu kemur maður gangandi upp að ljósmyndaranum okkar og segist vera prestur. Hann bauðst til að gefa okkur saman en það var ekki alveg planið að þessu sinni. Þá bauðst hann til að leggja blessun sína yfir okkur í staðinn sem hann og gerði. Við stöðum fyrir framan og hann lagði hendur sínar á höfuð okkar og óskaði okkur svo innilega til hamingju og alls hins besta,“ segir Sól Rós. Sól Rós segir að presturinn heiti Pétur en vissi ekki frekari deili á honum. Parið naut útsýnisins við eldgosið eftir athöfnina.Iceland Wedding Planner Parið hélt uppá daginn við eldgosið og saup á kampavíni og fékk sér osta. Sól Rós er afar ánægð með daginn. „Þessi stund okkar styrkir sambandið okkar enn frekar, þetta var einstakt,“ segir Sól Rós að lokum.
Eldgos í Fagradalsfjalli Ástin og lífið Tengdar fréttir Tvö til þrjú hundruð manns mættir klukkan sjö í morgun Áætlað er að tvö til þrjú hundruð manns hafi verið mættir á gossvæðið klukkan sjö í morgun. Reglubundnar rútuferðir frá Grindavík upp að stikuðu gönguleiðinni að gosinu í Geldingadölum hófust í morgun. 1. apríl 2021 10:24 Fólk mætt klukkutíma fyrir opnun til að skoða gosið í ró og næði Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum segir dæmi þess að fólk mæti klukkutíma fyrir opnun Suðurstrandarvegar til þess að geta gengið í Geldingadali og séð eldgosið án þess að þar sé múgur og margmenni. 1. apríl 2021 08:51 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Tvö til þrjú hundruð manns mættir klukkan sjö í morgun Áætlað er að tvö til þrjú hundruð manns hafi verið mættir á gossvæðið klukkan sjö í morgun. Reglubundnar rútuferðir frá Grindavík upp að stikuðu gönguleiðinni að gosinu í Geldingadölum hófust í morgun. 1. apríl 2021 10:24
Fólk mætt klukkutíma fyrir opnun til að skoða gosið í ró og næði Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum segir dæmi þess að fólk mæti klukkutíma fyrir opnun Suðurstrandarvegar til þess að geta gengið í Geldingadali og séð eldgosið án þess að þar sé múgur og margmenni. 1. apríl 2021 08:51