Fyrstu rúturnar að eldgosinu voru vel nýttar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. apríl 2021 19:37 Rútur sem fóru úr Reykjavík að Geldingadölum voru vel nýttar, sérstaklega síðdegis í dag. Vísir/Egill Stríður straumur fólks barst að gosstöðvunum í Geldingadölum í dag. Fjöldi var þegar mættur áður en svæðið var opnað af viðbragðsaðilum klukkan sex og segir aðalvarðstjóri lögreglunnar í Grindavík að vel hafi gengið á svæðinu í dag. „Þetta gekk bara mjög vel í dag. Það kom margt fólk á svæðið en umferðin varð aldrei þung þrátt fyrir það og bílastæðin höfðu undan,“ segir Sigurður Bergmann, aðalvarðstjóri í Grindavík, í samtali við fréttastofu. Hraunið sem runnið hefur undanfarnar tæpar tværi vikur er orðið nokkuð víðfemt.Vísir/Egill Hann segir ómögulegt að segja til um hversu margir hafi sótt gosstöðvarnar heim í dag. Fólk hafi hins vegar komið að þeim í allan dag og enn fleiri síðdegis en fyrr um daginn. Þá nýtti fjöldi fólks sér að koma að svæðinu með hópferðarrútum, sem komu að stöðvunum í fyrsta sinn í dag. „Fólk hefur greinilega áttað sig á því þegar leið á daginn að rútuferðirnar stæðu til boða. Fólki fór að fjölga með hverri ferðinni,“ segir Sigurður. Hægt var að leggja bílum sínum í Grindavík og taka þaðan rútu eftir Suðurstrandarvegi. Egill Aðalsteinsson, myndatökumaður fréttastofu, var á svæðinu í dag og tók hann myndir af gestum og gangandi við gosstöðvarnar. Sigurður segir ómögulegt að áætla hversu margir hafi farið í Geldingadali í dag.Vísir/Egill Enn er mikið líf í hrauninu.Vísir/Egill Búið er að útbúa bílastæði til þess að taka á móti þeim sem skoða eldgosið.Vísir/Egill Rúturnar stoppa við björgunarsveitarskýlin þar sem gönguleiðin hefst. Þeir sem taka rútu sleppa því við gönguna frá bílastæðinu að upphafsstað gönguleiðarinnar.Vísir/Egill Vísir/Egill Fjöldi fólks sótti gosstöðvarnar heim í dag.Vísir/Egill Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Tengdar fréttir Festu heitin í stein við eldgosið Par sem staðfesti trúlofunarheit sín við eldgosið í Geldingadölum í morgun segir það hafa verið einstaka stund. Prestur sem átti leið hjá þar sem þau voru uppábúinn bauðst til að gefa þau saman. Þau voru ekki alveg til í það en fengu blessun. 1. apríl 2021 18:17 Ferðamennska framtíðarinnar Íslensk náttúra hefur heldur betur gert vart við sig á síðustu dögum. Eftir tæplega 800 ára svefn rennur nú funheitt hraun í eldgosi á Reykjanesi. 1. apríl 2021 11:00 „Það kann enginn að bregðast við eldgosi“ Eldgos virðist vera heitasta umræðuefnið hér á landi þessa dagana. En hvernig er best að bregðast við eldgosi? 1. apríl 2021 09:00 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira
„Þetta gekk bara mjög vel í dag. Það kom margt fólk á svæðið en umferðin varð aldrei þung þrátt fyrir það og bílastæðin höfðu undan,“ segir Sigurður Bergmann, aðalvarðstjóri í Grindavík, í samtali við fréttastofu. Hraunið sem runnið hefur undanfarnar tæpar tværi vikur er orðið nokkuð víðfemt.Vísir/Egill Hann segir ómögulegt að segja til um hversu margir hafi sótt gosstöðvarnar heim í dag. Fólk hafi hins vegar komið að þeim í allan dag og enn fleiri síðdegis en fyrr um daginn. Þá nýtti fjöldi fólks sér að koma að svæðinu með hópferðarrútum, sem komu að stöðvunum í fyrsta sinn í dag. „Fólk hefur greinilega áttað sig á því þegar leið á daginn að rútuferðirnar stæðu til boða. Fólki fór að fjölga með hverri ferðinni,“ segir Sigurður. Hægt var að leggja bílum sínum í Grindavík og taka þaðan rútu eftir Suðurstrandarvegi. Egill Aðalsteinsson, myndatökumaður fréttastofu, var á svæðinu í dag og tók hann myndir af gestum og gangandi við gosstöðvarnar. Sigurður segir ómögulegt að áætla hversu margir hafi farið í Geldingadali í dag.Vísir/Egill Enn er mikið líf í hrauninu.Vísir/Egill Búið er að útbúa bílastæði til þess að taka á móti þeim sem skoða eldgosið.Vísir/Egill Rúturnar stoppa við björgunarsveitarskýlin þar sem gönguleiðin hefst. Þeir sem taka rútu sleppa því við gönguna frá bílastæðinu að upphafsstað gönguleiðarinnar.Vísir/Egill Vísir/Egill Fjöldi fólks sótti gosstöðvarnar heim í dag.Vísir/Egill
Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Tengdar fréttir Festu heitin í stein við eldgosið Par sem staðfesti trúlofunarheit sín við eldgosið í Geldingadölum í morgun segir það hafa verið einstaka stund. Prestur sem átti leið hjá þar sem þau voru uppábúinn bauðst til að gefa þau saman. Þau voru ekki alveg til í það en fengu blessun. 1. apríl 2021 18:17 Ferðamennska framtíðarinnar Íslensk náttúra hefur heldur betur gert vart við sig á síðustu dögum. Eftir tæplega 800 ára svefn rennur nú funheitt hraun í eldgosi á Reykjanesi. 1. apríl 2021 11:00 „Það kann enginn að bregðast við eldgosi“ Eldgos virðist vera heitasta umræðuefnið hér á landi þessa dagana. En hvernig er best að bregðast við eldgosi? 1. apríl 2021 09:00 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira
Festu heitin í stein við eldgosið Par sem staðfesti trúlofunarheit sín við eldgosið í Geldingadölum í morgun segir það hafa verið einstaka stund. Prestur sem átti leið hjá þar sem þau voru uppábúinn bauðst til að gefa þau saman. Þau voru ekki alveg til í það en fengu blessun. 1. apríl 2021 18:17
Ferðamennska framtíðarinnar Íslensk náttúra hefur heldur betur gert vart við sig á síðustu dögum. Eftir tæplega 800 ára svefn rennur nú funheitt hraun í eldgosi á Reykjanesi. 1. apríl 2021 11:00
„Það kann enginn að bregðast við eldgosi“ Eldgos virðist vera heitasta umræðuefnið hér á landi þessa dagana. En hvernig er best að bregðast við eldgosi? 1. apríl 2021 09:00