Mun farsælla sé að loka fyrir tilefnislaus ferðalög til landsins Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. apríl 2021 16:35 Helga Vala telur mikilvægt að fá úr því skorið hvort lagaheimild sé til staðar til þess að skylda alla farþega frá dökkrauðum svæðum á sóttkvíarhótel, óháð því hvort þeir séu búsettir hér á landi eða séu að ferðast hingað að tilefnislausu. Vísir/Vilhelm Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, segir mikilvægt að heilbrigðisráðherra komi fyrir fund nefndarinnar til þess að benda á þá lagastoð sem sé fyrir hertum aðgerðum á landamærunum. Kallað hefur verið eftir því að nefndin fundi í páskahléi vegna reglugerðar um sóttkvíarhótel sem kveður á um að allir sem koma frá svokölluðum dökkrauðum svæðum þurfi að dvelja þar í sex daga. Sjálf telur hún eðlilegast að loka fyrir tilefnislaus ferðalög til landsins. „Þetta er frelsissvipting. Það er sambærilegt og einhver er settur í fangaklefa – þó dvöl á hóteli sé aldrei sambærileg við fangaklefa, alls ekki, þá er þetta samt frelsissvipting. Og ef maður ætlar að vera nákvæmur á lögunum þá verður að vera skýr lagaheimild fyrir slíku,“ segir Helga Vala. Hertar reglur á landamærunum tóku gildi í gær, 1. apríl. Ríflega eitt hundrað manns dvelja því nú á Fosshótel Reykjavík við Þórunnartún, þar sem því er gert að vera þar til það hefur klárað tvær sýnatökur fyrir kórónuveirunni. Reglurnar gilda um alla sem koma frá hinum dökkrauðu svæðum; ferðalöngum til Íslands og íslenskum ríkisborgurum. Ekki hægt að skikka Íslendinga á sóttkvíarhótel Helga Vala segir að það sé ákvörðun ferðamanna að koma hingað, og að þeir séu meðvitaðir um að þeir þurfi að dvelja í sóttvarnarhúsi. Það eigi hins vegar ekki við um íslenska ríkisborgara með lögheimili hér og eigi kost á sóttkví á eigin heimili. „Við höfum talað um það að þú hafir val um að koma hingað. Ef þú viljir ekki vera í sóttvarnarhúsi þá geturðu sleppt því að koma. En það gildir auðvitað ekki um þá sem eru búsettir á Íslandi. Það má aldrei meina íslenskum ríkisborgurum að koma inn í landið,“ segir hún. „Þannig að hvernig landamæralögreglan framkvæmir þetta, að skylda fólk í sóttvarnarhús gegn vilja þeirra – ég sé ekki hvernig það er hægt. Það er ekki hægt að senda fólk í burtu frá landamærunum.“ Fólk geti sótt rétt sinn Fulltrúar í velferðarnefnd Alþingis hafa kallað eftir að fundað verði vegna málsins nú um páskana. Samþykki allra fulltrúa þarf til þess að af fundinum verði, en Guðmundur Ingi Kristinsson hjá Flokki fólksins hefur lagst gegn fundinum. Almennt þurfa allir fulltrúar að gefa samþykki sitt fyrir því að boða til fundar utan hefðbundins tíma, en þegar sérstakar aðstæður skapast getur þriðjungur fulltrúa óskað eftir honum. Það hefur nú verið gert. „Aðrir í stjórnarandstöðunni vilja fund núna, af því að þetta verður að vera alveg skýrt. Við getum ekki beðið í tíu daga. Það eru mörg hundruð manns sem dvelja þá mögulega án lagaheimildar og geta þá sótt einhvers konar bætur eða rétt sinn fyrir dómstólum. Þannig að við þurfum að hafa þetta á hreinu,“ segir Helga Vala. Hún tekur fram að hún sé hlynnt sóttvarnaraðgerðum en að fyrir þeim verði að vera skýrar lagaheimildir. Því sé eðlilegt að ráðherra útskýri hvernig í pottinn sé búið. Hún leggur til að Íslendingar feti í fótspor annarra þjóða sem hafi náð góðum árangri í baráttunni við veiruna. „Íslensk stjórnvöld gætu farið sömu leið og nágrannalönd okkar sum hver og Nýja-Sjáland og Ástralía að hreinlega leyfa ekki ferðalög hingað að tilefnislausu. Þar með erum við búin að taka til hliðar þá sem ekki eru búsettir hér, ekki að koma hingað vegna náinna aðstandenda eða vinnu, og þá erum við strax komin í aðeins einfaldari stöðu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samfylkingin Tengdar fréttir Neitar að funda með velferðarnefnd: „Við verðum bara að halda þetta út“ Guðmundur Ingi Kristinsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, hyggst ekki samþykkja að velferðarnefnd Alþings komi saman í páskafríi til þess að ræða um lögmæti reglugerðar um sóttkvíarhótel, líkt og kallað hefur verið eftir. Samþykki allra fulltrúa velferðarnefndar þarf til þess að af fundinum verði. 2. apríl 2021 14:24 Telja óvíst að reglugerð um sóttvarnahús standist lög: „Þetta er bara of mikið inngrip“ Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, segir óvíst að ný reglugerð um sóttkvíarhótel standist lög. Hún kallað eftir því að velferðarnefnd Alþingis komi saman nú um páskana til að ganga úr skugga um að lögum sé framfylgt. Reglugerðin tók gildi í gær. 2. apríl 2021 13:04 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík Sjá meira
Kallað hefur verið eftir því að nefndin fundi í páskahléi vegna reglugerðar um sóttkvíarhótel sem kveður á um að allir sem koma frá svokölluðum dökkrauðum svæðum þurfi að dvelja þar í sex daga. Sjálf telur hún eðlilegast að loka fyrir tilefnislaus ferðalög til landsins. „Þetta er frelsissvipting. Það er sambærilegt og einhver er settur í fangaklefa – þó dvöl á hóteli sé aldrei sambærileg við fangaklefa, alls ekki, þá er þetta samt frelsissvipting. Og ef maður ætlar að vera nákvæmur á lögunum þá verður að vera skýr lagaheimild fyrir slíku,“ segir Helga Vala. Hertar reglur á landamærunum tóku gildi í gær, 1. apríl. Ríflega eitt hundrað manns dvelja því nú á Fosshótel Reykjavík við Þórunnartún, þar sem því er gert að vera þar til það hefur klárað tvær sýnatökur fyrir kórónuveirunni. Reglurnar gilda um alla sem koma frá hinum dökkrauðu svæðum; ferðalöngum til Íslands og íslenskum ríkisborgurum. Ekki hægt að skikka Íslendinga á sóttkvíarhótel Helga Vala segir að það sé ákvörðun ferðamanna að koma hingað, og að þeir séu meðvitaðir um að þeir þurfi að dvelja í sóttvarnarhúsi. Það eigi hins vegar ekki við um íslenska ríkisborgara með lögheimili hér og eigi kost á sóttkví á eigin heimili. „Við höfum talað um það að þú hafir val um að koma hingað. Ef þú viljir ekki vera í sóttvarnarhúsi þá geturðu sleppt því að koma. En það gildir auðvitað ekki um þá sem eru búsettir á Íslandi. Það má aldrei meina íslenskum ríkisborgurum að koma inn í landið,“ segir hún. „Þannig að hvernig landamæralögreglan framkvæmir þetta, að skylda fólk í sóttvarnarhús gegn vilja þeirra – ég sé ekki hvernig það er hægt. Það er ekki hægt að senda fólk í burtu frá landamærunum.“ Fólk geti sótt rétt sinn Fulltrúar í velferðarnefnd Alþingis hafa kallað eftir að fundað verði vegna málsins nú um páskana. Samþykki allra fulltrúa þarf til þess að af fundinum verði, en Guðmundur Ingi Kristinsson hjá Flokki fólksins hefur lagst gegn fundinum. Almennt þurfa allir fulltrúar að gefa samþykki sitt fyrir því að boða til fundar utan hefðbundins tíma, en þegar sérstakar aðstæður skapast getur þriðjungur fulltrúa óskað eftir honum. Það hefur nú verið gert. „Aðrir í stjórnarandstöðunni vilja fund núna, af því að þetta verður að vera alveg skýrt. Við getum ekki beðið í tíu daga. Það eru mörg hundruð manns sem dvelja þá mögulega án lagaheimildar og geta þá sótt einhvers konar bætur eða rétt sinn fyrir dómstólum. Þannig að við þurfum að hafa þetta á hreinu,“ segir Helga Vala. Hún tekur fram að hún sé hlynnt sóttvarnaraðgerðum en að fyrir þeim verði að vera skýrar lagaheimildir. Því sé eðlilegt að ráðherra útskýri hvernig í pottinn sé búið. Hún leggur til að Íslendingar feti í fótspor annarra þjóða sem hafi náð góðum árangri í baráttunni við veiruna. „Íslensk stjórnvöld gætu farið sömu leið og nágrannalönd okkar sum hver og Nýja-Sjáland og Ástralía að hreinlega leyfa ekki ferðalög hingað að tilefnislausu. Þar með erum við búin að taka til hliðar þá sem ekki eru búsettir hér, ekki að koma hingað vegna náinna aðstandenda eða vinnu, og þá erum við strax komin í aðeins einfaldari stöðu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samfylkingin Tengdar fréttir Neitar að funda með velferðarnefnd: „Við verðum bara að halda þetta út“ Guðmundur Ingi Kristinsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, hyggst ekki samþykkja að velferðarnefnd Alþings komi saman í páskafríi til þess að ræða um lögmæti reglugerðar um sóttkvíarhótel, líkt og kallað hefur verið eftir. Samþykki allra fulltrúa velferðarnefndar þarf til þess að af fundinum verði. 2. apríl 2021 14:24 Telja óvíst að reglugerð um sóttvarnahús standist lög: „Þetta er bara of mikið inngrip“ Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, segir óvíst að ný reglugerð um sóttkvíarhótel standist lög. Hún kallað eftir því að velferðarnefnd Alþingis komi saman nú um páskana til að ganga úr skugga um að lögum sé framfylgt. Reglugerðin tók gildi í gær. 2. apríl 2021 13:04 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík Sjá meira
Neitar að funda með velferðarnefnd: „Við verðum bara að halda þetta út“ Guðmundur Ingi Kristinsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, hyggst ekki samþykkja að velferðarnefnd Alþings komi saman í páskafríi til þess að ræða um lögmæti reglugerðar um sóttkvíarhótel, líkt og kallað hefur verið eftir. Samþykki allra fulltrúa velferðarnefndar þarf til þess að af fundinum verði. 2. apríl 2021 14:24
Telja óvíst að reglugerð um sóttvarnahús standist lög: „Þetta er bara of mikið inngrip“ Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, segir óvíst að ný reglugerð um sóttkvíarhótel standist lög. Hún kallað eftir því að velferðarnefnd Alþingis komi saman nú um páskana til að ganga úr skugga um að lögum sé framfylgt. Reglugerðin tók gildi í gær. 2. apríl 2021 13:04