Búið að lagfæra bröttu brekkuna þar sem margir hafa örmagnast Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. apríl 2021 11:10 Margir hafa örmagnast við bröttu brekkuna sem fara þarf til að komast að eldgosinu. Lagfæringar hafa verið gerðar þar, Vísir/Vilhelm Yfirlögregluþjónn segir að margir hafi örmagnast við bratta brekku sem fólk hefur þurft að ganga til að komast að gosstöðvunum. Lagfæringar hafi verið gerðar á leiðinni til að auðvelda yfirferð. Lokað er á gosstöðvunum í dag og til hádegis á morgun vegna veðurs. Samkvæmt talningu Ferðamálastofu hafa þrjátíu og sex þúsund manns gengið að eldgosinu í Geldingadölum frá því mælirinn var settur upp þar þann 24. mars. Fimm þúsund og eitthundrað manns voru á svæðinu í gær samkvæmt talningunni sem er svipað og á þriðjudaginn þegar bílaraðir náðu að álverinu í Straumsvík um tíma. Gunnar Schram yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum segir sætaferðir frá Grindavík mikið nýttar þannig að nánast engar umferðarteppur hafi verið á svæðinu síðustu daga. Aðstæður í brekkunni hafa oft verið afar erfiðar. Vísir/Vilhelm „Þrátt fyrir allan þennan fjölda í gær var jafnvægi í bílaumferð allan daginn og engar langar raðir mynduðust. Sætaferðir frá Grindavík eru greinilega að skila sér. Vandamálið hefur verið fjöldi bíla ekki endilega fjöldi fólks,“ segir Gunnar. Björgunarsveitir og lögregla aðstoðuðu um tuttugu manns í gær sem höfuðu orðið fyrir minniháttar gönguhnjaski. „Oftast er óskað eftir aðstoð eftir að það fer að skyggja eða þegar komið er myrkur og fólk er á niðurleið og er þreytt,“ segir Gunnar. Margir hafa lagt leið sína að eldgosinu frá upphafi.Vísir/Vilhelm Hann segir mörg dæmi um að fólk hafi örmagnast við bröttu brekkuna sem ganga þarf til að komast að eldsstöðvunum. Fjöldi manns hefur örmagnast þar í slíkum tilfellum höfum við aðstoðað fólk. Við lagfærðum leiðina aðeins í gær þannig að brekkan varð með því aðeins auðveldari,“ segir hann. Hann segir að ef farið sé frá upphafi stikuðu gönguleiðarinnar að Geldingadölum sé ekki nema þrír og hálfur kílómetri að eldgosinu. Því ætti fólk að gera sloppið með sjö kílómetra göngu báðar leiðir. Gosstöðvarnar eru lokaðar í dag og til hádegis á morgun vegna veðurs. Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður Sjá meira
Samkvæmt talningu Ferðamálastofu hafa þrjátíu og sex þúsund manns gengið að eldgosinu í Geldingadölum frá því mælirinn var settur upp þar þann 24. mars. Fimm þúsund og eitthundrað manns voru á svæðinu í gær samkvæmt talningunni sem er svipað og á þriðjudaginn þegar bílaraðir náðu að álverinu í Straumsvík um tíma. Gunnar Schram yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum segir sætaferðir frá Grindavík mikið nýttar þannig að nánast engar umferðarteppur hafi verið á svæðinu síðustu daga. Aðstæður í brekkunni hafa oft verið afar erfiðar. Vísir/Vilhelm „Þrátt fyrir allan þennan fjölda í gær var jafnvægi í bílaumferð allan daginn og engar langar raðir mynduðust. Sætaferðir frá Grindavík eru greinilega að skila sér. Vandamálið hefur verið fjöldi bíla ekki endilega fjöldi fólks,“ segir Gunnar. Björgunarsveitir og lögregla aðstoðuðu um tuttugu manns í gær sem höfuðu orðið fyrir minniháttar gönguhnjaski. „Oftast er óskað eftir aðstoð eftir að það fer að skyggja eða þegar komið er myrkur og fólk er á niðurleið og er þreytt,“ segir Gunnar. Margir hafa lagt leið sína að eldgosinu frá upphafi.Vísir/Vilhelm Hann segir mörg dæmi um að fólk hafi örmagnast við bröttu brekkuna sem ganga þarf til að komast að eldsstöðvunum. Fjöldi manns hefur örmagnast þar í slíkum tilfellum höfum við aðstoðað fólk. Við lagfærðum leiðina aðeins í gær þannig að brekkan varð með því aðeins auðveldari,“ segir hann. Hann segir að ef farið sé frá upphafi stikuðu gönguleiðarinnar að Geldingadölum sé ekki nema þrír og hálfur kílómetri að eldgosinu. Því ætti fólk að gera sloppið með sjö kílómetra göngu báðar leiðir. Gosstöðvarnar eru lokaðar í dag og til hádegis á morgun vegna veðurs.
Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður Sjá meira