Árásin í gær vekur spurningar um stöðu öryggismála við þinghúsið Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. apríl 2021 11:42 Árásarmaðurinn keyrði niður öryggistálma við þinghúsið og hljóp að lögreglumönnum sem þar voru staddir vopnaður hnífi. EPA/JIM LO SCALZO Árásin sem gerð var við bandaríska þinghúsið í Washington DC í gær, þar sem einn lögreglumaður lést og annar særðist, hefur vakið nýjar spurningar um stöðu öryggismála við þinghúsið. Aðeins þrír mánuðir eru liðnir síðan æstur múgur gerði atlögu að þinghúsinu en þá létust fimm og enn fleiri særðust. Flaggað var í hálfa stöng við Hvíta húsið og þinghúsið í minningu Billy Evans, lögreglumannsins sem lést, en ástand hins lögreglumannsins er sagt stöðugt að því er New York Times greinir frá. Atburðir gærdagsin við þinghúsið eru vitnisburður um að þeir sem starfa við þinghúsið búa enn við hættu og hugsanleg skotmörk árásarmanna að því er segir í frétt CNN. Ekki liggur fyrir hvað vakti fyrir árásarmanninum, hinum 25 ára Noah Green, sem keyrði á öryggistálma við þinghúsið þar sem lögreglumennirnir tveir stóðu vörð fyrir. Green steig síðan út úr bílnum vopnaður hnífi og réðist til atlögu í átt að lögreglumönnum á svæðinu áður en hann var skotinn til bana. Færslur á samfélagsmiðlum Green gefa til kynna að hann hafi átt við andleg veikindi að stríða. Þá mun hann vera diggur aðdáandi trúarleiðtogans Lois Farrakhan, sem fer fyrir söfnuði trúarsamtakanna Þjóðar Íslam (e. Nation of Islam). Green hafði birt myndband á samfélagsmiðlum þar sem hann hafði skrifað við færsluna að „bandaríska ríkið væri aðal óvinur svartra!“ og að „hrikalegar þjáningar“ sínar væru opinberum bandarískum stofnunum á borð við leyniþjónustuna CIA og alríkislögregluna FBI að kenna. Ekki er litið á árásina sem hryðjuverk. Atburðir gærdagsins hafa þó vakið spurningar um stöðu öryggismála við þinghúsið. Aðeins eru liðnar þrjár vikur síðan gaddavírsgirðing var tekin niður sem sett hafði verið upp tímabundið í kjölfar atburðanna þann 6. janúar. Árásin í byrjun janúar hefur vakið ótta um að öryggismálum sé ábótavant við þinghúsið og hefur verið tekist á um það hvernig skuli ráðast í úrbætur. Þingmenn, aðstoðarfólk, öryggisverðir og annað starfsfólk þinghússins hefur upplifað óöryggi frá því árásin í janúar var gerð en engir þingmenn voru í húsinu þegar árásin var gerð á föstudag, enda flestir farnir heim í páskafrí. Bandaríkin Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Flaggað var í hálfa stöng við Hvíta húsið og þinghúsið í minningu Billy Evans, lögreglumannsins sem lést, en ástand hins lögreglumannsins er sagt stöðugt að því er New York Times greinir frá. Atburðir gærdagsin við þinghúsið eru vitnisburður um að þeir sem starfa við þinghúsið búa enn við hættu og hugsanleg skotmörk árásarmanna að því er segir í frétt CNN. Ekki liggur fyrir hvað vakti fyrir árásarmanninum, hinum 25 ára Noah Green, sem keyrði á öryggistálma við þinghúsið þar sem lögreglumennirnir tveir stóðu vörð fyrir. Green steig síðan út úr bílnum vopnaður hnífi og réðist til atlögu í átt að lögreglumönnum á svæðinu áður en hann var skotinn til bana. Færslur á samfélagsmiðlum Green gefa til kynna að hann hafi átt við andleg veikindi að stríða. Þá mun hann vera diggur aðdáandi trúarleiðtogans Lois Farrakhan, sem fer fyrir söfnuði trúarsamtakanna Þjóðar Íslam (e. Nation of Islam). Green hafði birt myndband á samfélagsmiðlum þar sem hann hafði skrifað við færsluna að „bandaríska ríkið væri aðal óvinur svartra!“ og að „hrikalegar þjáningar“ sínar væru opinberum bandarískum stofnunum á borð við leyniþjónustuna CIA og alríkislögregluna FBI að kenna. Ekki er litið á árásina sem hryðjuverk. Atburðir gærdagsins hafa þó vakið spurningar um stöðu öryggismála við þinghúsið. Aðeins eru liðnar þrjár vikur síðan gaddavírsgirðing var tekin niður sem sett hafði verið upp tímabundið í kjölfar atburðanna þann 6. janúar. Árásin í byrjun janúar hefur vakið ótta um að öryggismálum sé ábótavant við þinghúsið og hefur verið tekist á um það hvernig skuli ráðast í úrbætur. Þingmenn, aðstoðarfólk, öryggisverðir og annað starfsfólk þinghússins hefur upplifað óöryggi frá því árásin í janúar var gerð en engir þingmenn voru í húsinu þegar árásin var gerð á föstudag, enda flestir farnir heim í páskafrí.
Bandaríkin Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira