Innlent

Opna í Geldingadali á hádegi

Sylvía Hall skrifar
Vindáttin verður ekki hagstæð fyrr en um hádegi en þó má búast við köldu veðri.
Vindáttin verður ekki hagstæð fyrr en um hádegi en þó má búast við köldu veðri. Vísir/Vilhelm

Opnað verður fyrir umferð um Suðurstrandarveg að gosstöðvunum í Geldingadölum á hádegi í dag. Lokað var fyrir umferð á svæðinu í gær vegna veðurs.

Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum í gær kom fram að vindáttin á svæðinu yrði ekki hagstæð fyrr en um hádegi í dag. Þó mætti búast við köldu veðri, frosti á bilinu 3 til 7 stig, og þyrftu göngugarpar því að búa sig vel undir gönguna.

„Þeir sem hyggjast leggja leið sína að gosstöðvunum eftir hádegi á morgun ættu að huga vel að því að það verður kalt og vindkæling gæti orðið töluverð í ofanálag,“ sagði í tilkynningu lögreglu.


Tengdar fréttir

Heim­skauta­loft af köldustu sort steypist yfir landann

Það kólnaði verulega í veðri á landinu öllu í gærkvöldi og í nótt og var algengt að hiti á mælum félli um tíu stig á þessum tíma. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands en nú mælist frost á landinu öllu og algengast að það sé á bilinu fimm til tíu stig.

Opna aftur fyrir um­ferð að gos­stöðvunum á morgun

Ákveðið hefur verið að opna aftur fyrir umferð um Suðurstrandarveg að gosstöðvum í Geldingadölum frá hádegi á morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum en gert er ráð fyrir að opnunin taki gildi klukkan tólf á morgun, páskadag.

Búið að lagfæra bröttu brekkuna þar sem margir hafa örmagnast

Yfirlögregluþjónn segir að margir hafi örmagnast við bratta brekku sem fólk hefur þurft að ganga til að komast að gosstöðvunum. Lagfæringar hafi verið gerðar á leiðinni til að auðvelda yfirferð. Lokað er á gosstöðvunum í dag og til hádegis á morgun vegna veðurs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×