Segja bresku lyfjastofnunina vera að íhuga að endurskoða notkun bóluefnisins frá AstraZeneca Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. apríl 2021 09:16 Lyfjastofnun Evrópu mun ákveða á morgun hvort hún mælir áfram með notkun bóluefnisins frá AstraZeneca. epa Breska lyfjastofnunin (MHRA) segir enga ákvörðun hafa verið tekna varðandi breytingar á notkun Covid-19 bóluefnisins frá AztraZeneca en Channel 4 News greindi frá því í gær að verið væri að skoða að hætta notkun bóluefnisins í yngri aldurshópum. Ástæðan eru tilvik blóðtappamyndunar, sem hafa verið tengd bólusetningu. Fréttastofan hafði eftir tveimur heimildarmönnum að ábendingar væru uppi sem réttlættu að bjóða ungum einstaklingum, að minnsta kosti 30 ára og yngri, annað bóluefni. Báðir heimildarmenn ítrekuðu hins vegar stuðning sinn við bóluefnið frá AstraZeneca og sögðust uggandi yfir því að mögulegar takmarkanir á notkun þess myndu grafa undan trausti almennings til bóluefnisins. June Raine, forstjóri MHRA, sagði í gærkvöldi að engin ákvörðun hefði verið tekin í þessum efnum og hvatti fólk til að þiggja bólusetningu. Neil Ferguson, prófessor við Imperial College London, sagði í samtali við BBC Radio 4 að umrædd tilvik blóðtappa vektu spurningar um það hvort bólusetja ætti ungt fólk með bóluefninu frá AstraZeneca. Hann sagði mögulegt að áhættan væri aldurstengd og þá væru uppi spurningar um hvort hún væri einnig mismikil hjá konum og körlum. Þegar vega ætti ávinninginn og áhættuna af bólusetningu með bóluefninu frá AstraZeneca benti niðurstaðan til þess að elda fólk ætti að láta bólusetja sig en jafnan væri flóknari þegar kæmi að yngra fólki. Breska lyfjastofnunin hefur skráð 30 tilvik blóðtappa, þar af sjö dauðsföll, en 18,1 milljón skammtar af bóluefninu höfðu verið gefnir 24. mars. Frétt Guardian um málið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Bólusetningar Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Fleiri fréttir Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Sjá meira
Ástæðan eru tilvik blóðtappamyndunar, sem hafa verið tengd bólusetningu. Fréttastofan hafði eftir tveimur heimildarmönnum að ábendingar væru uppi sem réttlættu að bjóða ungum einstaklingum, að minnsta kosti 30 ára og yngri, annað bóluefni. Báðir heimildarmenn ítrekuðu hins vegar stuðning sinn við bóluefnið frá AstraZeneca og sögðust uggandi yfir því að mögulegar takmarkanir á notkun þess myndu grafa undan trausti almennings til bóluefnisins. June Raine, forstjóri MHRA, sagði í gærkvöldi að engin ákvörðun hefði verið tekin í þessum efnum og hvatti fólk til að þiggja bólusetningu. Neil Ferguson, prófessor við Imperial College London, sagði í samtali við BBC Radio 4 að umrædd tilvik blóðtappa vektu spurningar um það hvort bólusetja ætti ungt fólk með bóluefninu frá AstraZeneca. Hann sagði mögulegt að áhættan væri aldurstengd og þá væru uppi spurningar um hvort hún væri einnig mismikil hjá konum og körlum. Þegar vega ætti ávinninginn og áhættuna af bólusetningu með bóluefninu frá AstraZeneca benti niðurstaðan til þess að elda fólk ætti að láta bólusetja sig en jafnan væri flóknari þegar kæmi að yngra fólki. Breska lyfjastofnunin hefur skráð 30 tilvik blóðtappa, þar af sjö dauðsföll, en 18,1 milljón skammtar af bóluefninu höfðu verið gefnir 24. mars. Frétt Guardian um málið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Bólusetningar Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Fleiri fréttir Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Sjá meira