Ekki á því að loka landamærunum Kjartan Kjartansson skrifar 6. apríl 2021 22:49 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, ræddi um sóttvarnaráðstafanir fyrir komufarþega sem stjórnvöld voru gerð afturreka með í gær í Kastljósviðtali í kvöld. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segist ekki hafa sannfæringu fyrir því að loka landamærunum þar til tekist hefur að bólusetja stóran hluta þjóðarinnar. Breyta þurfi reglugerð um sóttkvíarhótel svo að hún standist lög. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í gær að reglugerð sem skikkar fólk sem kemur til Íslands frá svonefndum áhættusvæðum vegna kórónuveirufaraldursins til dvalar á sóttkvíarhóteli fram yfir seinni skimun stæðist ekki lög. Í viðtali í Kastljósi í Ríkisútvarpinu í kvöld sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, að úrskurðurinn væri vonbrigði. Staðfesti Landsréttur hann kæmi tvennt til greina: að skoða lögin og gera þau skýrari eða fara yfir framkvæmd sóttvarna innan gildandi lagaramma og gera betur. Sóttkvíarhótelinu var meðal annars komið á fót vegna þess að brögð voru að því að fólk sem átti að vera í sóttkví eftir komu til landsins virti hana ekki sem skyldi. Katrín sagði í viðtalinu að hún væri sannfærð um ágæti núverandi fyrirkomulags á landamærunum þar sem ferðalangar þurfa að framvísa neikvæðu PCR-rpófi og gangast undir tvær skimanir. Það hafi komið í veg fyrir mikinn fjölda smita. „Við höfum séð góðar heimtur en því miður eru heimturnar ekki hundrað prósent. Af því að eðli þessarar veiru er það sem það er, af því að hún er svo bráðsmitandi þá þarf ekki sérlega mörg tilfelli til þess að valda töluverðum usla,“ sagði forsætisráðherra. Engu að síður sagðist hún ekki hafa sannfæringu fyrir því að skella í lás á landamærunum verði sóttkvíarhótelið endanlega úrskurðað ólöglegt. Sum ríki, þar á meðal eyríkið Nýja-Sjáland, hafa grípið til slíkra aðgerða til þess að halda veirunni fjarri. Katrín sagði það mun róttækari aðgerð en að skikka ferðalanga sem koma frá svonefndum hárauðum ríkjum á sóttkvíarhótel. „Ég hef ekki haft fyrir því sannfæringu endilega að ganga svo langt,“ sagði forsætisráðherra. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þurfum að ná sömu markmiðum með öðrum hætti ef niðurstaðan verður staðfest Heilbrigðisráðherra segir niðurstöðu héraðsdóms um sóttkvíarhótel vera vonbrigði en næstu skref verða ákveðin eftir úrskurð Landsréttar. Þingmaður Pírata í velferðarnefnd segir málið risa stórt klúður og ætlar ekki að samþykkja lagabreytingar sem gætu skotið stoðum undir fyrirkomulagið. 6. apríl 2021 18:36 Fólk segi fyrst frá þegar því sé lofað að sleppa við sekt Sóttvarnalæknir telur óvíst að það myndi skila tilætluðum árangri að beita hærri og tíðari sektum fyrir brot á sóttkví. Megnið af þeim sýkingum sem upp hafa komið að undanförnu má rekja til fólks sem hefur ekki haldið sóttkví, einkum þeirra sem hafa komið frá útlöndum. 6. apríl 2021 12:23 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í gær að reglugerð sem skikkar fólk sem kemur til Íslands frá svonefndum áhættusvæðum vegna kórónuveirufaraldursins til dvalar á sóttkvíarhóteli fram yfir seinni skimun stæðist ekki lög. Í viðtali í Kastljósi í Ríkisútvarpinu í kvöld sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, að úrskurðurinn væri vonbrigði. Staðfesti Landsréttur hann kæmi tvennt til greina: að skoða lögin og gera þau skýrari eða fara yfir framkvæmd sóttvarna innan gildandi lagaramma og gera betur. Sóttkvíarhótelinu var meðal annars komið á fót vegna þess að brögð voru að því að fólk sem átti að vera í sóttkví eftir komu til landsins virti hana ekki sem skyldi. Katrín sagði í viðtalinu að hún væri sannfærð um ágæti núverandi fyrirkomulags á landamærunum þar sem ferðalangar þurfa að framvísa neikvæðu PCR-rpófi og gangast undir tvær skimanir. Það hafi komið í veg fyrir mikinn fjölda smita. „Við höfum séð góðar heimtur en því miður eru heimturnar ekki hundrað prósent. Af því að eðli þessarar veiru er það sem það er, af því að hún er svo bráðsmitandi þá þarf ekki sérlega mörg tilfelli til þess að valda töluverðum usla,“ sagði forsætisráðherra. Engu að síður sagðist hún ekki hafa sannfæringu fyrir því að skella í lás á landamærunum verði sóttkvíarhótelið endanlega úrskurðað ólöglegt. Sum ríki, þar á meðal eyríkið Nýja-Sjáland, hafa grípið til slíkra aðgerða til þess að halda veirunni fjarri. Katrín sagði það mun róttækari aðgerð en að skikka ferðalanga sem koma frá svonefndum hárauðum ríkjum á sóttkvíarhótel. „Ég hef ekki haft fyrir því sannfæringu endilega að ganga svo langt,“ sagði forsætisráðherra.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þurfum að ná sömu markmiðum með öðrum hætti ef niðurstaðan verður staðfest Heilbrigðisráðherra segir niðurstöðu héraðsdóms um sóttkvíarhótel vera vonbrigði en næstu skref verða ákveðin eftir úrskurð Landsréttar. Þingmaður Pírata í velferðarnefnd segir málið risa stórt klúður og ætlar ekki að samþykkja lagabreytingar sem gætu skotið stoðum undir fyrirkomulagið. 6. apríl 2021 18:36 Fólk segi fyrst frá þegar því sé lofað að sleppa við sekt Sóttvarnalæknir telur óvíst að það myndi skila tilætluðum árangri að beita hærri og tíðari sektum fyrir brot á sóttkví. Megnið af þeim sýkingum sem upp hafa komið að undanförnu má rekja til fólks sem hefur ekki haldið sóttkví, einkum þeirra sem hafa komið frá útlöndum. 6. apríl 2021 12:23 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Þurfum að ná sömu markmiðum með öðrum hætti ef niðurstaðan verður staðfest Heilbrigðisráðherra segir niðurstöðu héraðsdóms um sóttkvíarhótel vera vonbrigði en næstu skref verða ákveðin eftir úrskurð Landsréttar. Þingmaður Pírata í velferðarnefnd segir málið risa stórt klúður og ætlar ekki að samþykkja lagabreytingar sem gætu skotið stoðum undir fyrirkomulagið. 6. apríl 2021 18:36
Fólk segi fyrst frá þegar því sé lofað að sleppa við sekt Sóttvarnalæknir telur óvíst að það myndi skila tilætluðum árangri að beita hærri og tíðari sektum fyrir brot á sóttkví. Megnið af þeim sýkingum sem upp hafa komið að undanförnu má rekja til fólks sem hefur ekki haldið sóttkví, einkum þeirra sem hafa komið frá útlöndum. 6. apríl 2021 12:23
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent