Innlent

Bílastæðin opin en viðbragðsaðilar funda um þróun mála kl. 9

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Íbúar á Reykjanesskaga þurfa að vera meðvitaðir um mögulega gasmengun í dag.
Íbúar á Reykjanesskaga þurfa að vera meðvitaðir um mögulega gasmengun í dag. Vísir/Vilhelm

Ekki hefur verið tilkynnt um breytingar á opnun á gossvæðinu í og umhverfis Geldingadali þrátt fyrir þróun mála í nótt. Samkvæmt stöðufærslu á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurnesjum frá því í gærkvöldi stóð til að opna kl. 6 í morgun.

Lögregla staðfestir í samtali við fréttastofu að bílastæðin við gosstöðvarnar hafi verið opnuð.

Vísir greindi frá því í nótt að hraun streymdi nú úr nýrri sprungu um 420 metrum norðaustur af upptökunum í Geldingadölum, á milli þeirra jarðelda sem fyrir voru. Hraunið streymir í áttina inn í Geldingadali.

„Þetta er þar sem fólk stóð fyrir viku síðan!“ sagði Kári Rafn Þorbergsson, björgunarsveitarmaður í Flugbjörgunarsveitinni á Hellu.

Samkvæmt upplýsingum fréttastofu munu viðbragðsaðilar funda um þróun mála kl. 9 og Vísindaráð kl. 13.

Samkvæmt spá Veðurstofunnar um gasdreifingu eru líkur á óhollum loftgæðum í byggð á norðanverðum Reykjanesskaga í dag. Þá snýst í vaxandi norðaustanátt seint í kvöld og þá gæti mengun borist yfir Grindavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×