„Við þurfum að sýna ríkisstjórninni að við erum komin með nóg“ Snorri Másson skrifar 7. apríl 2021 11:07 Herra Hnetusmjör sendir ríkisstjórninni tóninn. Daniel Thor Rapparinn Herra Hnetusmjör hefur undanfarið gengið fram fyrir skjöldu á Instagram sem talsmaður þess að loka landinu til þess að varna kórónuveirunni vegar inn í landið. Hann var harðorður í garð stjórnvalda í gær. „Jæja. Hvenær ætlum við að hætta að láta vaða yfir okkur?“ spurði rapparinn, Árni Páll Árnason að skírnarnafni, á hringrás sinni á Instagram í gær (e. story). Fylgjendur rapparans eru rúmlega 22.000 talsins og að uppistöðu ungt fólk, að ætla má. Fyrst birti Árni Páll skjáskot af frétt af því að nú væri farþegum utan Schengen hleypt inn í landið. Næsta mynd var síðan skjáskot með yfirliti af þeim hörðu takmörkunum sem Íslendingar lifa nú við hversdagslega, þar sem stór hópur fólks fær ekki stundað atvinnu sína eða líkamsrækt. Þarna eru stjórnvöld komin í mótsögn við sjálf sig, að mati Árna. Mynd og mynd fara ekki saman, að mati Herra Hnetusmjörs.Instagram Rapparinn hvetur til aðgerða: „Við þurfum að sýna ríkisstjórninni að við erum komin með nóg. Nóg af því að vera sett í annað sæti. Nóg af því að mega ekki hitta ástvini. Nóg af því að mega ekki stunda nám eða vinnu. Allt á meðan landamærin eru opnuð enn meir.“ Næst opnar hann fyrir tillögur frá fylgjendum sínum og spyr: „Mótmæli? Hætta að hlýða? Brenna allt? Opinn fyrir öllu.“ Vísir sló á þráðinn til rapparans sem kvaðst ekki hafa neinu við skilaboð sín í hringrásinni að bæta. Ætla má að rapparinn hafi orðið af miklum tekjum í gegnum faraldurinn en á Íslandi hafa samkomutakmarkanir verið við lýði í einhverri mynd samfleytt í meira en ár. Þessa stundina mega aðeins tíu koma saman á einkasamkomum. Barir og skemmtistaðir eru lokaðir, líkamsræktarstöðvum og sundlaugum er óheimilt að starfa og allar sviðslistir eru ólöglegar. Þetta á að gilda til 15. apríl en engin loforð hafa verið gefin um afléttingar þegar ákvörðun verður tekin um framhaldið. Rapparinn biður fylgjendur sína að gefa sér ráð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Fleiri fréttir Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Sjá meira
„Jæja. Hvenær ætlum við að hætta að láta vaða yfir okkur?“ spurði rapparinn, Árni Páll Árnason að skírnarnafni, á hringrás sinni á Instagram í gær (e. story). Fylgjendur rapparans eru rúmlega 22.000 talsins og að uppistöðu ungt fólk, að ætla má. Fyrst birti Árni Páll skjáskot af frétt af því að nú væri farþegum utan Schengen hleypt inn í landið. Næsta mynd var síðan skjáskot með yfirliti af þeim hörðu takmörkunum sem Íslendingar lifa nú við hversdagslega, þar sem stór hópur fólks fær ekki stundað atvinnu sína eða líkamsrækt. Þarna eru stjórnvöld komin í mótsögn við sjálf sig, að mati Árna. Mynd og mynd fara ekki saman, að mati Herra Hnetusmjörs.Instagram Rapparinn hvetur til aðgerða: „Við þurfum að sýna ríkisstjórninni að við erum komin með nóg. Nóg af því að vera sett í annað sæti. Nóg af því að mega ekki hitta ástvini. Nóg af því að mega ekki stunda nám eða vinnu. Allt á meðan landamærin eru opnuð enn meir.“ Næst opnar hann fyrir tillögur frá fylgjendum sínum og spyr: „Mótmæli? Hætta að hlýða? Brenna allt? Opinn fyrir öllu.“ Vísir sló á þráðinn til rapparans sem kvaðst ekki hafa neinu við skilaboð sín í hringrásinni að bæta. Ætla má að rapparinn hafi orðið af miklum tekjum í gegnum faraldurinn en á Íslandi hafa samkomutakmarkanir verið við lýði í einhverri mynd samfleytt í meira en ár. Þessa stundina mega aðeins tíu koma saman á einkasamkomum. Barir og skemmtistaðir eru lokaðir, líkamsræktarstöðvum og sundlaugum er óheimilt að starfa og allar sviðslistir eru ólöglegar. Þetta á að gilda til 15. apríl en engin loforð hafa verið gefin um afléttingar þegar ákvörðun verður tekin um framhaldið. Rapparinn biður fylgjendur sína að gefa sér ráð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Fleiri fréttir Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Sjá meira