Gríðarleg gleði og stemning á Húsavík í kjölfar Óskarstilnefningar Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 7. apríl 2021 15:24 Hótelstjórinn og Eurovisionaðdáandinn Örlygur Hnefill Örlygsson lýsir mikilli stemningu bæjarbúa á Húsavík í kjölfar Óskarstilnefningar lagsins Húsavík. Stöð 2 „Við náttúrulega áttuðum okkur ekki á því þá að þetta ætti eftir að spila svona rosalega stóran þátt í okkar uppbyggingu til framtíðar,“ segir Örylgur Hnefill Örygsson hótelstjóri á Húsavík í viðtali við Ísland í dag. Lagið Húsavík er tilnefnt til Óskarsverðlauna í flokknum besta frumsamda lagið í kvikmynd. Lagið er lokalag myndarinnar Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga sem svo eftirminnilega var tekin upp að stórum hluta í bænum Húsavík. Í viðtali við Ísland í dag segir Örlygur Hnefill að bæjarbúar hafi ekki gert sér grein fyrir því hversu gríðarmikil áhrif kvikmyndin myndi hafa. Húsvíkingar hafa nú farið í herferð með laginu Húsavík og vonast þeir að sjálfsögðu til þess að fá Óskarinn heim. „Ævintýrið byrjaði fyrir einu ári síðan þegar Netflix byrjaði að skoða aðstæður fyrir kvikmyndatökur. Við náttúrulega áttuðum okkur ekki á því þá að þetta ætti eftir að spila svona rosalega stóran þátt í okkar uppbyggingu til framtíðar.“ Þó svo að heimsfaraldurinn hafi sett stórt strik í ferðamannaiðnaðinn síðasta sumar, segir Örlygur að Íslendingar hafi fjölmennt í bæinn svo að Húsvíkingar hafi síður en svo fundið fyrir minnkuðum ferðamannastraumi. Hann segir Íslendinga flesta hafa haft gaman af myndinni sem hafi kveikt áhuga þeirra á bænum. Aðspurður hvort Húsvíkingar hafi móðgast yfir því hvernig mynd hafi verið dregin upp af þeim í myndinni hlær Örlygur og segi svo ekki vera. Við höfðum bara ótrúlega gaman af þessu. Menn verða að hafa húmor fyrir sjálfum sér. Í kjölfar myndarinnar segir hann greinilegt að Húsavík, þessi litli bær á Íslandi, sé kominn rækilega á heimskortið. Eurovisionheimurinn sé gríðarstór og samfélagið í kringum það teygi sig langt út fyrir Evrópu. „Við höfum fengið pósta frá fólki í Ástralíu sem sendir okkur línu bara til þess að segja okkur að því langi til að koma til Húsavíkur. Fólk er að gúggla á fullu - Is Húsavík a real town? Það svo sem alveg rökrétt því fólk veit ekkert um þennan stað og heldur kannski að þetta sé einhver tilbúningur í Hollywood. En þegar það finnur okkur sýnir það áhuga sinn á því að koma.“ Þessa dagana er Örlygur í óða önn að búa til Eurovisionsafn í gömlu fiskverkshúsi sem er staðsett við hliðina á hóteli bæjarins. Á safninu mun vera hægt að skoða sögu Íslands í Eurovision þar sem meðal annars verður hægt að sjá ýmiskonar Eurovisionfatnað eins og jakkann hans Eyva sem hann klæddist þegar hann söng lagið um hana Nínu. Söngglaðir gestir muni geta spreytt sig í karókí hluta úr degi og svo verður að sjálfsögðu spiluð Eurovison tónlist á staðnum ásamt tónleikum og ýmiskonar viðburðum. Örlygur segir bæjarbúa búast við miklum ferðamannastraumi í bæinn í sumar en á Húsavík eru tvö hótel og nokkur gistiheimili. „Ég er búinn að vinna í fjórtán ár í túristabransanum og það er yndislegt að taka á móti fólki alls staðar að úr heiminum en síðasta sumar þá var þetta alveg sérstök tilfinning. Íslendingar voru kannski að uppgötva landið sitt svolítið upp á nýtt. Það var svo mikil gleði. Eftir sumarið hugsaði ég að þetta væri skemmtilegasta sumarið af þessum fjórtán. Ég held að við séum að stefna í annað svona sumar.“ Innslagið í heild sinni er hægt að finna hér fyrir neðan. Ísland í dag Eurovision Ferðamennska á Íslandi Óskarinn Norðurþing Tengdar fréttir Hrífandi flutningur á Húsavík í söngvakeppni í Suður-Kóreu Lagið Húsavík var flutt í nýjustu þáttaröðinni af söngvakeppninni Phantom Singer: All Star í Suður-Kóreu. Fjórir keppendur áttu þar dramatískan flutning á laginu, sem finna má í kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga. 16. mars 2021 13:32 Good Morning America fjallar um myndband Húsvíkinga Sannkallað Eurovisionæði hefur verið á Húsavík frá því að kvikmyndin Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga kom út síðasta sumar. 10. mars 2021 14:31 Húsavík tilnefnt til Óskarsins Nú fyrir stundu varð það ljóst að lagið Húsavík er tilnefnt til Óskarsverðlauna í flokknum besta frumsamda lagið í kvikmynd. 15. mars 2021 12:53 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Fleiri fréttir Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar Sjá meira
Lagið Húsavík er tilnefnt til Óskarsverðlauna í flokknum besta frumsamda lagið í kvikmynd. Lagið er lokalag myndarinnar Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga sem svo eftirminnilega var tekin upp að stórum hluta í bænum Húsavík. Í viðtali við Ísland í dag segir Örlygur Hnefill að bæjarbúar hafi ekki gert sér grein fyrir því hversu gríðarmikil áhrif kvikmyndin myndi hafa. Húsvíkingar hafa nú farið í herferð með laginu Húsavík og vonast þeir að sjálfsögðu til þess að fá Óskarinn heim. „Ævintýrið byrjaði fyrir einu ári síðan þegar Netflix byrjaði að skoða aðstæður fyrir kvikmyndatökur. Við náttúrulega áttuðum okkur ekki á því þá að þetta ætti eftir að spila svona rosalega stóran þátt í okkar uppbyggingu til framtíðar.“ Þó svo að heimsfaraldurinn hafi sett stórt strik í ferðamannaiðnaðinn síðasta sumar, segir Örlygur að Íslendingar hafi fjölmennt í bæinn svo að Húsvíkingar hafi síður en svo fundið fyrir minnkuðum ferðamannastraumi. Hann segir Íslendinga flesta hafa haft gaman af myndinni sem hafi kveikt áhuga þeirra á bænum. Aðspurður hvort Húsvíkingar hafi móðgast yfir því hvernig mynd hafi verið dregin upp af þeim í myndinni hlær Örlygur og segi svo ekki vera. Við höfðum bara ótrúlega gaman af þessu. Menn verða að hafa húmor fyrir sjálfum sér. Í kjölfar myndarinnar segir hann greinilegt að Húsavík, þessi litli bær á Íslandi, sé kominn rækilega á heimskortið. Eurovisionheimurinn sé gríðarstór og samfélagið í kringum það teygi sig langt út fyrir Evrópu. „Við höfum fengið pósta frá fólki í Ástralíu sem sendir okkur línu bara til þess að segja okkur að því langi til að koma til Húsavíkur. Fólk er að gúggla á fullu - Is Húsavík a real town? Það svo sem alveg rökrétt því fólk veit ekkert um þennan stað og heldur kannski að þetta sé einhver tilbúningur í Hollywood. En þegar það finnur okkur sýnir það áhuga sinn á því að koma.“ Þessa dagana er Örlygur í óða önn að búa til Eurovisionsafn í gömlu fiskverkshúsi sem er staðsett við hliðina á hóteli bæjarins. Á safninu mun vera hægt að skoða sögu Íslands í Eurovision þar sem meðal annars verður hægt að sjá ýmiskonar Eurovisionfatnað eins og jakkann hans Eyva sem hann klæddist þegar hann söng lagið um hana Nínu. Söngglaðir gestir muni geta spreytt sig í karókí hluta úr degi og svo verður að sjálfsögðu spiluð Eurovison tónlist á staðnum ásamt tónleikum og ýmiskonar viðburðum. Örlygur segir bæjarbúa búast við miklum ferðamannastraumi í bæinn í sumar en á Húsavík eru tvö hótel og nokkur gistiheimili. „Ég er búinn að vinna í fjórtán ár í túristabransanum og það er yndislegt að taka á móti fólki alls staðar að úr heiminum en síðasta sumar þá var þetta alveg sérstök tilfinning. Íslendingar voru kannski að uppgötva landið sitt svolítið upp á nýtt. Það var svo mikil gleði. Eftir sumarið hugsaði ég að þetta væri skemmtilegasta sumarið af þessum fjórtán. Ég held að við séum að stefna í annað svona sumar.“ Innslagið í heild sinni er hægt að finna hér fyrir neðan.
Ísland í dag Eurovision Ferðamennska á Íslandi Óskarinn Norðurþing Tengdar fréttir Hrífandi flutningur á Húsavík í söngvakeppni í Suður-Kóreu Lagið Húsavík var flutt í nýjustu þáttaröðinni af söngvakeppninni Phantom Singer: All Star í Suður-Kóreu. Fjórir keppendur áttu þar dramatískan flutning á laginu, sem finna má í kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga. 16. mars 2021 13:32 Good Morning America fjallar um myndband Húsvíkinga Sannkallað Eurovisionæði hefur verið á Húsavík frá því að kvikmyndin Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga kom út síðasta sumar. 10. mars 2021 14:31 Húsavík tilnefnt til Óskarsins Nú fyrir stundu varð það ljóst að lagið Húsavík er tilnefnt til Óskarsverðlauna í flokknum besta frumsamda lagið í kvikmynd. 15. mars 2021 12:53 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Fleiri fréttir Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar Sjá meira
Hrífandi flutningur á Húsavík í söngvakeppni í Suður-Kóreu Lagið Húsavík var flutt í nýjustu þáttaröðinni af söngvakeppninni Phantom Singer: All Star í Suður-Kóreu. Fjórir keppendur áttu þar dramatískan flutning á laginu, sem finna má í kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga. 16. mars 2021 13:32
Good Morning America fjallar um myndband Húsvíkinga Sannkallað Eurovisionæði hefur verið á Húsavík frá því að kvikmyndin Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga kom út síðasta sumar. 10. mars 2021 14:31
Húsavík tilnefnt til Óskarsins Nú fyrir stundu varð það ljóst að lagið Húsavík er tilnefnt til Óskarsverðlauna í flokknum besta frumsamda lagið í kvikmynd. 15. mars 2021 12:53