Viðskipti innlent

Farinn til RB eftir nítján ár hjá Valitor

Atli Ísleifsson skrifar
Stefán Ari Stefánsson
Stefán Ari Stefánsson RB

Stefán Ari Stefánsson hefur verið ráðinn í starf mannauðsstjóra RB.

Í tilkynningu segir að Stefán Ari hafi undanfarin nítján ár starfað hjá Valitor, fyrst sem sérfræðingur á fjármálasviði en síðustu níu ár sem mannauðsstjóri félagsins. 

Hjá Valitor hafi hann borið ábyrgð á mannauðsmálum Valitors á Ísland en einnig stýrt málaflokknum á starfsstöðvum fyrirtækisins í Danmörku og Bretlandi.

Stefán er með BS gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og útskrifast með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík nú í vor.

Reiknistofa bankanna er upplýsingatæknifyrirtæki sem rekur helstu innviði fjármálaþjónustu á Íslandi. Hlutverk félagsins er að vera lykilsamstarfsaðili sem skapar virði fyrir viðskiptavini sína með rekstri og þróun öruggra innviða fyrir fjármálamarkaðinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×