Ekki hægt að bjóða upp á útivist strax án þess að ógna öryggi gesta Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. apríl 2021 12:52 Gylfi Þór Þorsteinsson umsjónarmaður farsóttarhúsa Rauða krossins. Stöð 2/Egill Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsa Rauða krossins, óttast að sóttvarnir á sóttkvíarhótelum séu foknar út í veður og vind með nýrri reglugerð sem heilbrigðisráðherra birti síðdegis í gær. Hann býst við umtalsvert fleiri gestum vegna strangari skilyrða fyrir heimasóttkví. Fulltrúar Rauða krossins og Sjúkratrygginga Íslands leita nú í sameiningu leiða til að uppfylla nýja reglugerð um sóttkví sem tók gildi á miðnætti. Snýr sú vinna einkum að því að tryggja gestum sóttkvíarhótela útivist, samkvæmt ákvæðum reglugerðarinnar. Þetta kallar á verulega breytt verklag og aukinn mannafla. Í tilkynningu segir að lagt sé kapp á að vinna þetta hratt og vel og að vænta megi frekari frétta á næstu 24-48 klukkustundum. „Meðan á þessari vinnu stendur er því miður ekki mögulegt að tryggja gestum tækifæri til útivistar þar sem slíkt myndi koma niður á sóttvarnarráðstöfunum og þar með ógna öryggi gesta sóttkvíarhússins í Þórunnartúni. Fulltrúar Rauða krossins og Sjúkratrygginga Íslands treysta á skilning gesta og samfélagsins alls á þessum tímabundnu óþægindum.“ Gylfi segir að þau eigi mikið og vandasamt verk fyrir höndum, enda hafi þau fundað fram á nótt og vaknað snemma til að finna lausnir. „Við óttumst að sóttvarnir á þessum hótelum sem við rekum séu svolítið foknar út um gluggann. Við þurfum að passa að gestir séu ekki að umgangast hvern annan. Þetta er fólk sem er að koma úr mismunandi flugferðum á misunandi dögum og ef upp kemur sýking meðal gesta hér þá hafa vinnubrögðin verið þau að umræddir gestir eru fluttir á Rauðarárstíg og herbergi þeirra sótthreinsað. Núna erum við hrædd um að sýktur einstaklingur gæti verið að blanda geði við aðra á göngum hótelsins eða í göngutúrum og þar af leiðandi dreift smiti og lengt sóttkví annarra og jafnvel smitað.“ Gylfi segir að erfitt sé að þurfa að framfylgja reglugerðinni með svo skömmum fyrirvara. „Við þurfum að gefa okkur næsta sólarhringinn eða tvo til að meta hvernig þetta er hægt og hvernig hægt sé að framkvæma þetta með þeim sóttvörnum sem við vinnum eftir. Til dæmis hér á Fosshótel Reykjavík þá erum við niður í miðbæ Reykjavíkur. Fólk sem fer út í göngutúra, hvert er það að fara? Hverja mun það umgangast, með vilja eða ekki? Því það er margt fólk hér í kring sem bæði býr og starfar hér.“ Gylfi vekur athygli á því að Fosshótel er í miðri borg þar sem fjöldi fólks býr og starfar. Erfitt sé að sleppa sóttkvíarhótelgestum lausum í göngutúr í hverfinu.Vísir/Egill Nýja reglugerðin kveður á um að komufarþegar þurfa að uppfylla mun strangari skilyrði til að mega vera í heimasóttkví. Gylfi telur að það muni verða til þess að gestum fjölgi umtalsvert. Þessa stundina dvelja 170 gestir á sóttkvíarhótelinu í miðborginni og von er á fleiri gestum í dag. „Ég sé fyrir mér að það muni fjölga mjög mikið og þá kallar það á annað vandamál. Og munið, vandamál eru mál sem þarf að vanda sig við. Við þurfum að ráða enn fleira starfsfólk til að halda utan um fleiri hótel. Hér á Fosshótel erum við með 70 starfsmenn sem skiptast á á vöktum en ef útivist bætist við þá þurfum við hugsanlega að bæta við 20-30 starfsmönnum á vakt til að geta fylgst með þeim sem eru að koma og fara og skrá niður. Þetta er gífurlega mannfrekt fyrirkomulag ef við þurfum að taka á móti svona mörgum bæði Íslendingum og erlendum ferðamönnum.“ „Stjórnvöld eru að gera sitt besta og hafa staðið sig mjög vel en það er nú bara stundum þannig að þegar maður hleypur hratt þá stundum skrikar manni fótur og maður hrasar. Þá er ekkert annað í stöðunni en að standa upp, dusta af sér rykið og halda aftur af stað en fara aðeins varlegar.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Fulltrúar Rauða krossins og Sjúkratrygginga Íslands leita nú í sameiningu leiða til að uppfylla nýja reglugerð um sóttkví sem tók gildi á miðnætti. Snýr sú vinna einkum að því að tryggja gestum sóttkvíarhótela útivist, samkvæmt ákvæðum reglugerðarinnar. Þetta kallar á verulega breytt verklag og aukinn mannafla. Í tilkynningu segir að lagt sé kapp á að vinna þetta hratt og vel og að vænta megi frekari frétta á næstu 24-48 klukkustundum. „Meðan á þessari vinnu stendur er því miður ekki mögulegt að tryggja gestum tækifæri til útivistar þar sem slíkt myndi koma niður á sóttvarnarráðstöfunum og þar með ógna öryggi gesta sóttkvíarhússins í Þórunnartúni. Fulltrúar Rauða krossins og Sjúkratrygginga Íslands treysta á skilning gesta og samfélagsins alls á þessum tímabundnu óþægindum.“ Gylfi segir að þau eigi mikið og vandasamt verk fyrir höndum, enda hafi þau fundað fram á nótt og vaknað snemma til að finna lausnir. „Við óttumst að sóttvarnir á þessum hótelum sem við rekum séu svolítið foknar út um gluggann. Við þurfum að passa að gestir séu ekki að umgangast hvern annan. Þetta er fólk sem er að koma úr mismunandi flugferðum á misunandi dögum og ef upp kemur sýking meðal gesta hér þá hafa vinnubrögðin verið þau að umræddir gestir eru fluttir á Rauðarárstíg og herbergi þeirra sótthreinsað. Núna erum við hrædd um að sýktur einstaklingur gæti verið að blanda geði við aðra á göngum hótelsins eða í göngutúrum og þar af leiðandi dreift smiti og lengt sóttkví annarra og jafnvel smitað.“ Gylfi segir að erfitt sé að þurfa að framfylgja reglugerðinni með svo skömmum fyrirvara. „Við þurfum að gefa okkur næsta sólarhringinn eða tvo til að meta hvernig þetta er hægt og hvernig hægt sé að framkvæma þetta með þeim sóttvörnum sem við vinnum eftir. Til dæmis hér á Fosshótel Reykjavík þá erum við niður í miðbæ Reykjavíkur. Fólk sem fer út í göngutúra, hvert er það að fara? Hverja mun það umgangast, með vilja eða ekki? Því það er margt fólk hér í kring sem bæði býr og starfar hér.“ Gylfi vekur athygli á því að Fosshótel er í miðri borg þar sem fjöldi fólks býr og starfar. Erfitt sé að sleppa sóttkvíarhótelgestum lausum í göngutúr í hverfinu.Vísir/Egill Nýja reglugerðin kveður á um að komufarþegar þurfa að uppfylla mun strangari skilyrði til að mega vera í heimasóttkví. Gylfi telur að það muni verða til þess að gestum fjölgi umtalsvert. Þessa stundina dvelja 170 gestir á sóttkvíarhótelinu í miðborginni og von er á fleiri gestum í dag. „Ég sé fyrir mér að það muni fjölga mjög mikið og þá kallar það á annað vandamál. Og munið, vandamál eru mál sem þarf að vanda sig við. Við þurfum að ráða enn fleira starfsfólk til að halda utan um fleiri hótel. Hér á Fosshótel erum við með 70 starfsmenn sem skiptast á á vöktum en ef útivist bætist við þá þurfum við hugsanlega að bæta við 20-30 starfsmönnum á vakt til að geta fylgst með þeim sem eru að koma og fara og skrá niður. Þetta er gífurlega mannfrekt fyrirkomulag ef við þurfum að taka á móti svona mörgum bæði Íslendingum og erlendum ferðamönnum.“ „Stjórnvöld eru að gera sitt besta og hafa staðið sig mjög vel en það er nú bara stundum þannig að þegar maður hleypur hratt þá stundum skrikar manni fótur og maður hrasar. Þá er ekkert annað í stöðunni en að standa upp, dusta af sér rykið og halda aftur af stað en fara aðeins varlegar.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði