Umfjöllun: Ítalía - Ísland 1-0 | Eins marks tap í frumraun Þorsteins Andri Már Eggertsson skrifar 10. apríl 2021 16:40 Ísland tapaði með einu marki í Flórens í dag. Vísir/Vilhelm Fyrsti landsleikur undir stjórn Þorsteins Halldórssonar fór fram í dag í Coverciano á Ítalíu. Ítölsku stelpurnar mættu í upphafi leiks með meiri krafti en þær íslensku og byrjuðu leikinn á að halda betur í boltann á upphafs mínútunum. Ísland vann sig inn í leikinn eftir tæplega tíu mínútna leik þegar fyrsta marktækifæri liðsins kom frá Áslaugu Mundu sem gerði vel í að fara upp kantinn en Durante var vel á verði í marki Ítala. Þessi sókn gaf góð fyrirheit fyrir það sem koma skyldi og voru íslensku stelpurnar með öll völd á leiknum í tæplega 20 mínútur. Áslaug Munda var allt í öllu eins og rennilás upp og niður vinstri vænginn en alltaf vantaði aðeins upp á til að Ísland kæmi boltanum í netið í fyrri hálfleik. Síðustu mínútur fyrri hálfleiks voru ítölsku stelpurnar allt í öllu Arianna Caruso fékk gott færi til að skora fyrsta mark leiksins en skot hennar fór vel yfir markið. Seinni hálfleikurinn fór af stað með hvelli og var mikið um færi hjá báðum liðum. Alexandra Jóhannsdóttir fékk gott færi þegar Hlín kom boltanum inn fyrir á hættusvæði en Durante markmaður Ítala hafði sig alla við að fleygja sér á boltann og lokaði öllum leiðum. Eina mark leiksins kom eftir tæplega 70 mínútna leik þegar Arianna Caruso hafði betur í návígi við Guðrúnu sem endaði með að Arianna fór framhjá Cecilíu og skoraði. Ísland fékk dauðafæri til að jafna leikinn alveg í blálokin. Sveindís Jane gerði vel í að leika á vörn Ítala og koma boltanum inn í teiginn þar sem Berglind Björg náði ekki til boltans sem endaði með að boltinn barst aftur til Sveindísar en skot hennar fór yfir markið og niðurstaðan 1-0 tap. Af hverju vann Ítalía Þessi leikur hefði getað endað með alls konar hætti. Bæði lið fengu sannarlega færin til þess að skora í þessum leik. Markið sem skildi liðin að var baráttu Arianna Caruso að þakka sem hafði betur í einvígi við Guðrúnu inn í teignum og gerði mjög vel í að fara framhjá Cecilíu sem átti góðan leik í marki Íslands. Hverjar stóðu upp úr? Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir átti skínandi leik í bakverði Íslands. Hún var eins og rennilás upp og niður kantinn sem gerði varnarmönnum Ítalíu oft erfitt fyrir. Arianna Caruso átti mjög góðan dag í ítalska búningnum. Hún skoraði markið sem vann þennan leik, var óheppin að skora ekki í fyrri hálfleik þegar hún fékk dauðafæri en skot hennar rataði yfir markið. Markmenn beggja liða áttu góðan leik í dag. Francesca Durante hélt marki sínu hreinu og gerði sókn íslenska liðsins erfitt fyrir á síðasta þriðjungi þegar hún kastaði sér á alla bolta. Cecilía Rán Gunnarsdóttir var örugg í sínum aðgerðum, hún leysti oft á tíðum pressuna vel þegar hún fékk sendingar til baka ásamt því að vera stöðug í fyrirgjöfum sem komu inn í teiginn. Tilþrif hennar voru án efa þegar Beatrice Merlo virtist vera að sleppa í gegn en þá rauk Cecilía út úr teignum og sópaði færinu í burtu með laglegri tæklingu. Hvað gekk illa? Íslenska liðið átti í erfiðleikum með að nýta færin sín á síðasta þriðjung vallarins, þær gerðu vel í að koma boltanum í álitlegar stöður en það vantaði alltaf aðeins upp á til að koma boltanum í netið. Guðrún Arnardóttir átti ekki sinn besta leik í dag í vörn Íslands. Hún hefði átt að gera betur í markinu þar sem Arianna Caruso var einfaldlega ákveðnari í að taka boltann. Hvað gerist næst? Ísland heldur áfram að spila æfingaleiki við Ítalíu og er næsti leikur á þriðjudaginn klukkan 14:00 og verður sá leikur sýndur á Youtube rás KSÍ. EM 2021 í Englandi
Fyrsti landsleikur undir stjórn Þorsteins Halldórssonar fór fram í dag í Coverciano á Ítalíu. Ítölsku stelpurnar mættu í upphafi leiks með meiri krafti en þær íslensku og byrjuðu leikinn á að halda betur í boltann á upphafs mínútunum. Ísland vann sig inn í leikinn eftir tæplega tíu mínútna leik þegar fyrsta marktækifæri liðsins kom frá Áslaugu Mundu sem gerði vel í að fara upp kantinn en Durante var vel á verði í marki Ítala. Þessi sókn gaf góð fyrirheit fyrir það sem koma skyldi og voru íslensku stelpurnar með öll völd á leiknum í tæplega 20 mínútur. Áslaug Munda var allt í öllu eins og rennilás upp og niður vinstri vænginn en alltaf vantaði aðeins upp á til að Ísland kæmi boltanum í netið í fyrri hálfleik. Síðustu mínútur fyrri hálfleiks voru ítölsku stelpurnar allt í öllu Arianna Caruso fékk gott færi til að skora fyrsta mark leiksins en skot hennar fór vel yfir markið. Seinni hálfleikurinn fór af stað með hvelli og var mikið um færi hjá báðum liðum. Alexandra Jóhannsdóttir fékk gott færi þegar Hlín kom boltanum inn fyrir á hættusvæði en Durante markmaður Ítala hafði sig alla við að fleygja sér á boltann og lokaði öllum leiðum. Eina mark leiksins kom eftir tæplega 70 mínútna leik þegar Arianna Caruso hafði betur í návígi við Guðrúnu sem endaði með að Arianna fór framhjá Cecilíu og skoraði. Ísland fékk dauðafæri til að jafna leikinn alveg í blálokin. Sveindís Jane gerði vel í að leika á vörn Ítala og koma boltanum inn í teiginn þar sem Berglind Björg náði ekki til boltans sem endaði með að boltinn barst aftur til Sveindísar en skot hennar fór yfir markið og niðurstaðan 1-0 tap. Af hverju vann Ítalía Þessi leikur hefði getað endað með alls konar hætti. Bæði lið fengu sannarlega færin til þess að skora í þessum leik. Markið sem skildi liðin að var baráttu Arianna Caruso að þakka sem hafði betur í einvígi við Guðrúnu inn í teignum og gerði mjög vel í að fara framhjá Cecilíu sem átti góðan leik í marki Íslands. Hverjar stóðu upp úr? Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir átti skínandi leik í bakverði Íslands. Hún var eins og rennilás upp og niður kantinn sem gerði varnarmönnum Ítalíu oft erfitt fyrir. Arianna Caruso átti mjög góðan dag í ítalska búningnum. Hún skoraði markið sem vann þennan leik, var óheppin að skora ekki í fyrri hálfleik þegar hún fékk dauðafæri en skot hennar rataði yfir markið. Markmenn beggja liða áttu góðan leik í dag. Francesca Durante hélt marki sínu hreinu og gerði sókn íslenska liðsins erfitt fyrir á síðasta þriðjungi þegar hún kastaði sér á alla bolta. Cecilía Rán Gunnarsdóttir var örugg í sínum aðgerðum, hún leysti oft á tíðum pressuna vel þegar hún fékk sendingar til baka ásamt því að vera stöðug í fyrirgjöfum sem komu inn í teiginn. Tilþrif hennar voru án efa þegar Beatrice Merlo virtist vera að sleppa í gegn en þá rauk Cecilía út úr teignum og sópaði færinu í burtu með laglegri tæklingu. Hvað gekk illa? Íslenska liðið átti í erfiðleikum með að nýta færin sín á síðasta þriðjung vallarins, þær gerðu vel í að koma boltanum í álitlegar stöður en það vantaði alltaf aðeins upp á til að koma boltanum í netið. Guðrún Arnardóttir átti ekki sinn besta leik í dag í vörn Íslands. Hún hefði átt að gera betur í markinu þar sem Arianna Caruso var einfaldlega ákveðnari í að taka boltann. Hvað gerist næst? Ísland heldur áfram að spila æfingaleiki við Ítalíu og er næsti leikur á þriðjudaginn klukkan 14:00 og verður sá leikur sýndur á Youtube rás KSÍ.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti