Uppvakningar á Alþingi Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson skrifar 10. apríl 2021 09:00 Stundum rísa hinir dauðu. Stundum eru þingmál svæfð eða felld einungis til að vera vakin aftur af ríkisstjórninni í lítillega breyttri mynd – eða jafnvel óbreyttri mynd. Það er alveg augljóst að markmiðið er að eigna ríkisstjórninni góð mál á kostnað þingmannanna sem hafa unnið að þeim. Þetta er hrikalega leiðinleg pólitík, ýtir undir sundrung og dregur úr afköstum þingsins. Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, birti pistil í gær undir yfirskriftinni „Sama hvaðan gott kemur?“. Þar varpaði hún ljósi á það hvernig frumvarp hennar um vernd barna gegn barnaníðsefni hefur verið svæft í þinginu frá því í nóvember, án nokkurra skýringa. Núna á lokamánuðum þingvetrarins lagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, síðan fram sitt eigið frumvarp sem er efnislega samhljóða frumvarpi Þorbjargar. Þorbjörg spurði því eðlilega hvers vegna dómsmálaráðherra velji þá leið frekar en að styðja frumvarpið sem þegar liggur fyrir þinginu. Á móti öllu Davíð Oddsson stærði sig af því að hafa í stjórnarandstöðu staðið gegn öllu því sem meirihlutinn hafði fram að færa, þótt hann væri í hjarta sínu sammála andstæðingum sínum. Jafnvel hann vissi þó betur en að stæra sig af þeirri aðferðafræði þegar hann var sjálfur í meirihluta. Annað má segja um sitjandi ríkisstjórn. Þegar verkefni hennar á kjörtímabilinu eru rýnd kemur nefnilega í ljós að aðferðafræði dómsmálaráðherra í máli Þorbjargar – uppvakningaleiðin – er langt frá því að vera einsdæmi. Líf eftir dauðann Ríkisstjórnin hefur oft hafnað þingmálum Viðreisnar en lagt síðan fram sambærileg mál í eigin nafni síðar. Þar má nefna niðurfellingu mannanafnanefndar, afnám fjöldatakmörkunar leigubíla, kaup vistvænna bifreiða hjá ríkinu, tvöfalt lögheimilli barna og afnám verðjöfnunar í útflutningi landbúnaðarafurða. Hér eru náttúrlega ótalin þingmál annarra flokka en Viðreisnar sem hafa hlotið sömu örlög. Þessi mál eru góð og ég fagna því að þau hafi notið brautargengis á endanum. En það er skrítið að sjá merkimiðann skipta lykilmáli hjá ríkisstjórninni en ekki útkomuna. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kemur nefnilega fram fallegt markmið um breytt vinnubrögð, gagnsæi og virðingu gagnvart verkefnum. Þar skuldbundu stjórnarflokkarnir sig til efla Alþingi með markvissum hætti og að nálgast verkefnin með nýjum hætti í þágu alls almennings. Það er ekki hægt að sjá á verkum ríkisstjórnarinnar að hún gefi mikið fyrir eigin markmið. Gamaldags pólitík hefur orðið ofan á, á kostnað bættra afkasta og breiðrar sáttar. Höfundur er aðstoðarmaður þingflokks Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson Viðreisn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Stundum rísa hinir dauðu. Stundum eru þingmál svæfð eða felld einungis til að vera vakin aftur af ríkisstjórninni í lítillega breyttri mynd – eða jafnvel óbreyttri mynd. Það er alveg augljóst að markmiðið er að eigna ríkisstjórninni góð mál á kostnað þingmannanna sem hafa unnið að þeim. Þetta er hrikalega leiðinleg pólitík, ýtir undir sundrung og dregur úr afköstum þingsins. Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, birti pistil í gær undir yfirskriftinni „Sama hvaðan gott kemur?“. Þar varpaði hún ljósi á það hvernig frumvarp hennar um vernd barna gegn barnaníðsefni hefur verið svæft í þinginu frá því í nóvember, án nokkurra skýringa. Núna á lokamánuðum þingvetrarins lagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, síðan fram sitt eigið frumvarp sem er efnislega samhljóða frumvarpi Þorbjargar. Þorbjörg spurði því eðlilega hvers vegna dómsmálaráðherra velji þá leið frekar en að styðja frumvarpið sem þegar liggur fyrir þinginu. Á móti öllu Davíð Oddsson stærði sig af því að hafa í stjórnarandstöðu staðið gegn öllu því sem meirihlutinn hafði fram að færa, þótt hann væri í hjarta sínu sammála andstæðingum sínum. Jafnvel hann vissi þó betur en að stæra sig af þeirri aðferðafræði þegar hann var sjálfur í meirihluta. Annað má segja um sitjandi ríkisstjórn. Þegar verkefni hennar á kjörtímabilinu eru rýnd kemur nefnilega í ljós að aðferðafræði dómsmálaráðherra í máli Þorbjargar – uppvakningaleiðin – er langt frá því að vera einsdæmi. Líf eftir dauðann Ríkisstjórnin hefur oft hafnað þingmálum Viðreisnar en lagt síðan fram sambærileg mál í eigin nafni síðar. Þar má nefna niðurfellingu mannanafnanefndar, afnám fjöldatakmörkunar leigubíla, kaup vistvænna bifreiða hjá ríkinu, tvöfalt lögheimilli barna og afnám verðjöfnunar í útflutningi landbúnaðarafurða. Hér eru náttúrlega ótalin þingmál annarra flokka en Viðreisnar sem hafa hlotið sömu örlög. Þessi mál eru góð og ég fagna því að þau hafi notið brautargengis á endanum. En það er skrítið að sjá merkimiðann skipta lykilmáli hjá ríkisstjórninni en ekki útkomuna. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kemur nefnilega fram fallegt markmið um breytt vinnubrögð, gagnsæi og virðingu gagnvart verkefnum. Þar skuldbundu stjórnarflokkarnir sig til efla Alþingi með markvissum hætti og að nálgast verkefnin með nýjum hætti í þágu alls almennings. Það er ekki hægt að sjá á verkum ríkisstjórnarinnar að hún gefi mikið fyrir eigin markmið. Gamaldags pólitík hefur orðið ofan á, á kostnað bættra afkasta og breiðrar sáttar. Höfundur er aðstoðarmaður þingflokks Viðreisnar.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun