Afhending á bóluefnum til snauðra ríkja nær stöðvast Kjartan Kjartansson skrifar 10. apríl 2021 10:02 Skammtur af bóluefni á vegum COVAX-verkefnisins kemur til Fílabeinsstrandarinnar. Nær ekkert bóluefni berst nú til þeirra ríkja sem eiga að njóta góðs af verkefninu. COVAX hefur komið 38 milljónum skammta af bóluefni til hundrað ríkja til þessa. AP/Diomande Ble Blonde Nær ekkert hefur verið afhent af bóluefni gegn kórónuveirunni til fátækustu ríkja heims frá því á mánudag og nú stefnir í að allt að sextíu ríki geti ekki gefið seinni skammt af bóluefni fyrr en í júní. Forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar gagnrýnir harðlega misskiptingu í bólusetningum á milli ríkra þjóða og snauðra. Undanfarna viku hefur það aðeins gerst tvisvar að fleiri en 25.000 skammtar hafi verið sendir á einum degi til ríkja sem njóta góðs af svonefndu COVAX-verkefni sem hefur það markmið að koma bóluefni til ríkja sem hafa ekki burði til að semja um kaup á því sjálf. AP-fréttastofan segir að afhending bóluefnis til ríkjanna hafi nær algerlega stöðvast frá öðrum degi páska. Innan við tvær milljónir skammta hafa verið sendir til 92 þróunarríkja undanfarnar tvær vikur samkvæmt tölum UNICEF, barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Það eru jafnmargir skammtar og voru gefnir á Bretlandi á sama tíma. Helsta orsökin fyrir skortinum er ákvörðun indverskra stjórnvalda um að hætta flytja bóluefni úr landi sem er framleitt þar. Langstærsti hluti bóluefnis AstraZeneca sem átti að renna til COVAX-verkefnisins er framleiddur þar. Óvissa ríkir nú um hvenær þeir sem hafa fengið fyrri skammt bóluefnis í þróunarríkjum geta fengið þann seinni. Birgðir af bóluefni í fyrstu ríkjunum sem fengu það í gegnum COVAX eru nú svo gott sem á þrotum. Einn af hverjum 500 bólusettur í þróunarríkjum Gríðarlegur ójöfnuður í aðgengi að bóluefni gegn kórónuveirunni er á milli vestrænna ríkja og þróunarríkja. Tedros Ghebreyesus, forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO), sagði í gær að ójafnvægið væri sláandi. Í ríku löndunum væri búið að bólusetja einn af hverjum fjórum íbúum en í þróunarríkjum hefur aðeins einn af hverjum fimm hundruð fengið bóluefni. WHO hvatti þróuð ríki til þess að deila tíu milljónum skammta með þróunarríkjum til að hægt væri að ná markmiði Sameinuðu þjóðanna um að hefja bólusetningu gegn kórónuveirunni í öllum ríkjum heims á fyrstu hundrað dögum ársins. Ekkert ríki hefur fallist á að deila bóluefni sínu strax. Á sama tíma fjölgar smituðum og látnum í faraldrinum í ríkjum í neyð. Alþjóða Rauði krossinn segir að smitum og dauðsföllum hafi fjölgað um 322% í Kenía, 379% í Jemen og 529% í norðaustanverðu Sýrlandi. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Skora á Johnson að deila bóluefnum með fátækari þjóðum Góðgerðafélög á borð við Save the Children og Wellcome Trust hafa skorað á Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, að greina frá því hversu margir skammtar af bóluefnum munu fara til fátækari þjóða í ljósi þess að Bretar munu ekki nýta alla þá skammta sem hafa verið keyptir. 28. mars 2021 08:22 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira
Undanfarna viku hefur það aðeins gerst tvisvar að fleiri en 25.000 skammtar hafi verið sendir á einum degi til ríkja sem njóta góðs af svonefndu COVAX-verkefni sem hefur það markmið að koma bóluefni til ríkja sem hafa ekki burði til að semja um kaup á því sjálf. AP-fréttastofan segir að afhending bóluefnis til ríkjanna hafi nær algerlega stöðvast frá öðrum degi páska. Innan við tvær milljónir skammta hafa verið sendir til 92 þróunarríkja undanfarnar tvær vikur samkvæmt tölum UNICEF, barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Það eru jafnmargir skammtar og voru gefnir á Bretlandi á sama tíma. Helsta orsökin fyrir skortinum er ákvörðun indverskra stjórnvalda um að hætta flytja bóluefni úr landi sem er framleitt þar. Langstærsti hluti bóluefnis AstraZeneca sem átti að renna til COVAX-verkefnisins er framleiddur þar. Óvissa ríkir nú um hvenær þeir sem hafa fengið fyrri skammt bóluefnis í þróunarríkjum geta fengið þann seinni. Birgðir af bóluefni í fyrstu ríkjunum sem fengu það í gegnum COVAX eru nú svo gott sem á þrotum. Einn af hverjum 500 bólusettur í þróunarríkjum Gríðarlegur ójöfnuður í aðgengi að bóluefni gegn kórónuveirunni er á milli vestrænna ríkja og þróunarríkja. Tedros Ghebreyesus, forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO), sagði í gær að ójafnvægið væri sláandi. Í ríku löndunum væri búið að bólusetja einn af hverjum fjórum íbúum en í þróunarríkjum hefur aðeins einn af hverjum fimm hundruð fengið bóluefni. WHO hvatti þróuð ríki til þess að deila tíu milljónum skammta með þróunarríkjum til að hægt væri að ná markmiði Sameinuðu þjóðanna um að hefja bólusetningu gegn kórónuveirunni í öllum ríkjum heims á fyrstu hundrað dögum ársins. Ekkert ríki hefur fallist á að deila bóluefni sínu strax. Á sama tíma fjölgar smituðum og látnum í faraldrinum í ríkjum í neyð. Alþjóða Rauði krossinn segir að smitum og dauðsföllum hafi fjölgað um 322% í Kenía, 379% í Jemen og 529% í norðaustanverðu Sýrlandi.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Skora á Johnson að deila bóluefnum með fátækari þjóðum Góðgerðafélög á borð við Save the Children og Wellcome Trust hafa skorað á Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, að greina frá því hversu margir skammtar af bóluefnum munu fara til fátækari þjóða í ljósi þess að Bretar munu ekki nýta alla þá skammta sem hafa verið keyptir. 28. mars 2021 08:22 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira
Skora á Johnson að deila bóluefnum með fátækari þjóðum Góðgerðafélög á borð við Save the Children og Wellcome Trust hafa skorað á Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, að greina frá því hversu margir skammtar af bóluefnum munu fara til fátækari þjóða í ljósi þess að Bretar munu ekki nýta alla þá skammta sem hafa verið keyptir. 28. mars 2021 08:22