Fyrri hálfleikur var einstaklega fjörugur en Gustav Ludwigsson kom gestunum í forystu eftir 20 mínútna leik.
Heimamenn í Malmö náðu forystunni fljótt aftur með mörkum á 36. og 40.mínútu en Abdul Khalili sá til þess að liðin færu með jafna stöðu í leikhléið þegar hann skoraði á sjöundu mínútu uppbótartíma fyrri hálfleiks.
Staðan var jöfn allt þar til í uppbótartíma venjulegs leiktíma þegar Jonas Knudsen skoraði fyrir Malmö og tryggði liði sínu dramatískan sigur, 3-2.
Jón Guðni Fjóluson lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Hammarby.