„Fjármálastjórinn býr ekki til peningana heldur fólkið í fyrirtækinu“ HR Monitor 12. apríl 2021 13:17 Haukur Hlíðkvist Ómarsson fjármálastjóri VSÓ Ráðgjöf segir mikilvægt að hlúa að mannauði fyrirtækja. Starfsumhverfi skiptir miklu máli að mati Hauks Hlíðkvist Ómarssonar, fjármálastóra VSÓ Ráðgjöf en hann fer einnig með mannauðsmál fyrirtækisins. Haukur Hlíðkvist Ómarsson fjármálastjóri VSÓ Ráðgjöf er einn af þeim stjórnendum sem leggur mikinn metnað í að hafa starfsumhverfið í fyrirtækinu aðlaðandi og þægilegt. Hann segir að á tímum kórónuveirunnar sé nauðsynlegra en oft áður að hafa alla starfsmenn fyrirtækisins á sömu blaðsíðu, enda sé erfitt að sigla fyrirtækjaskútinni í rétta átt ef allir eru að róa í sitthvora áttina. „Á tímum kórónuveirunnar sjáum við svo ennfremur mikilvægi þess að mannauðurinn okkar sé ánægður. Því það er lítið vit í því að reyna að þjappa hópinn núna ef hann var ekki samstíga áður.“ Haukur Hlíðkvist Ómarsson fjármálastjóri VSÓ Ráðgjöf. VSÓ Ráðgjöf er fyrirtæki sem á sér 60 ára sögu. Fyrirtækið hefur farið í gegnum allskonar tímabil eins og aðrir í þeirra fagi og samanstendur mannauður fyrirtækisins aðallega af sérfræðingum sem er hámenntað fólk með mikla og góða þekkingu. Leggja mikið upp úr þjálfun starfsfólksins „Við erum alhliða verkfræðistofa sem veitum ráðgjöf í flestu því sem viðkemur framkvæmdum í landinu. Viðskiptavinir fyrirtækisins eru alls konar, einstaklingar, fyrirtæki, sveitarfélög og ríkið. Við leggjum mikið upp úr því að að veita frábæra þjónustu og að sama skapi að vera með starfsumhverfi sem er fyrsta flokks fyrir starfsfólk okkar.“ Það sem er áhugavert við stöðu Hauks er að hann stýrir fjármálum og rekstri fyrirtækisins og er með mannauðsmálin einnig á sínu borði. Hann er á þeirri skoðun að fjármagni sem varið er í mannauðinn skili sér margfalt til baka. „Ég hef mjög mikinn áhuga á mannauðnum okkar. Við erum með átta stjórnendur í fyrirtækinu og notumst við HR Monitor sem þeirra hjálpartól til að bregðast við í starfsmannamálum. HR Monitor mælir reyndar ánægju og viðhorf allra starfsmanna og minnir okkur á að allir skipta máli.“ Hvað áttu við með því? „Margar spurningarnar minna okkur á að góð stjórnun skiptir máli og minna stjórnendur á að vera til staðar fyrir fólkið í fyrirtækinu. Það finnst mér einstakt. Því að sjálfsögðu skipta allir einstaklingar innan fyrirtækisins jafn miklu máli og við verðum að starfa sem ein heild en ekki sem litlir ólíkir hópar.“ Haukur sem er viðskipafræðimenntaður sjálfur fór beint úr háskólanum árið 1997 að starfa fyrir fyrirtækið. „Við erum með mikla reynslu í því að gera raunhæfar kröfur til fólksins okkar. Fyrst eftir að það kemur úr námi þá þjálfum við það upp og þá gerum við ekki ráð fyrir að það stökkvi strax inn í fulla útselda vinnu. Eftirspurn eftir fólkinu okkar eykst með árunum og við viljum alls ekki missa frá okkur gott fólk þegar það er komið á flug inni hjá okkur. Það kostar ekki mikla fyrirhöfn að hrósa fólki og láta því líða vel. En til þess að geta staðið okkur í því þá þurfum við öflugt mælitæki til að mæla starfsánægjuna og er það ekki gert einu sinni á ári, heldur mörgum sinnum yfir árið og með reglulegum hætti. Málið er nefnilega að við leysum ekki allt með góðum launum. Fólki á að líða vel í vinnunni og vinnuandinn á að vera velviljaður öllum. Jákvætt viðhorf og leyfi til að vera maður sjálfur gefur svo fólki kost á því að gera eins vel og það getur í vinnunni.“ Aukin áhersla á ánægju starfsfólks Haukur segir þetta mannauðs miðað viðhorf vera að færast í aukana með árunum. „Ef við lítum á mannauðinn okkar sem vél, þá er ekki hægt að halda vélinni gangandi nema að hlúa vel að vélinni og smyrja hana reglulega. Ég hef enga trú á því að keyra fólk áfram án þess að þekkja líðan starfsfólksins í vinnunni. Enda viljum við að vélin okkar endist og hún sé í toppstandi alltaf. Við notum HR Monitor til að fylgjast með stöðunni á vélinni. En það er ekki alltaf þægilegt að vera mældur á þennan hátt. Mælingarnar hjá HR Monitor eru litagreindar þar sem stjórnandi getur verið grænn, gulur og rauður. Að sjálfsögðu er frábært að fá alla reiti græna en það liggja fjölmörg áhugaverð tækifæri í hinum litunum einnig. Það hafa allir stjórnendur fengið góðar niðurstöður hjá okkur, en þegar áskoranirnar birtast (gullt eða rautt mat) þá verða þær vanalega til þess að við gerum góðar breytingar sem koma öllum að góðum notum. Svo það er engin skömm í því að fá rauðan lit eða gulan, heldur tækifæri til að gera betur svo að bæði stjórnendur og starfsfólk geti vaxið og fyrirtækið líka.“ Allir í fyrirtækinu skipta máli Haukur segir að á tímum kórónuveirunnar hafi það sjaldan skipt meira máli að vera með þéttan og samstíga hóp starfsfólk. Sér í lagi þar sem allur hópurinn hefur á einhverjum tímapunkti verið í heimavinnu og nú geti fyrirtækið einungis haft lítinn hluta starfsfólks á starfstöð í einu. Það hvað þetta hefur gengið vel þökkum við frábæru starfsfólki og starfsanda og má segja að undangengnar HR-mælingar hafa stutt vel við þetta. „Við höfum þurft að finna rétta taktinn með mælingarnar hjá okkur. Í fyrstu létum við mæla mánaðarlega en svo fundum við út að við vildum heldur mæla annan hvern mánuð og fara þá vandlega ofan í niðurstöðurnar og breyta út frá því. HR Monitor er einskonar hitamælir og ég tel lítið gagn í því að þekkja hitann í fyrirtækinu fyrir einhverjum mánuðum síðan eða að taka hitann í fyrirtækinu eftir einhverja mánuði. Ég vil vita hvernig fyrirtækið gengur núna og hafa áreiðanlegar mælingar um það reglulega. Ég hef enga trú á því að okkur væri að ganga jafnvel og okkur er að ganga ef hópurinn hefði ekki verið jafn þéttur og ánægjan í hópnum eins mikil og við sáum fyrir veiruna. Þrátt fyrir kórónuveiruna hefur reksturinn nú og undanfarin ár gengið vel. Enda erum við með einstakt starfsfólk og með áratuga reynslu af því að sigla í gegnum allskonar tímabil, góð og slæm.“ Heldurðu að þetta sé viðhorf allra fjármálastjóra í landinu? „Ég vona það enda búum við fjármálastjórarnir ekki til peningana heldur fólkið í fyrirtækinu.“ Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira
Haukur Hlíðkvist Ómarsson fjármálastjóri VSÓ Ráðgjöf er einn af þeim stjórnendum sem leggur mikinn metnað í að hafa starfsumhverfið í fyrirtækinu aðlaðandi og þægilegt. Hann segir að á tímum kórónuveirunnar sé nauðsynlegra en oft áður að hafa alla starfsmenn fyrirtækisins á sömu blaðsíðu, enda sé erfitt að sigla fyrirtækjaskútinni í rétta átt ef allir eru að róa í sitthvora áttina. „Á tímum kórónuveirunnar sjáum við svo ennfremur mikilvægi þess að mannauðurinn okkar sé ánægður. Því það er lítið vit í því að reyna að þjappa hópinn núna ef hann var ekki samstíga áður.“ Haukur Hlíðkvist Ómarsson fjármálastjóri VSÓ Ráðgjöf. VSÓ Ráðgjöf er fyrirtæki sem á sér 60 ára sögu. Fyrirtækið hefur farið í gegnum allskonar tímabil eins og aðrir í þeirra fagi og samanstendur mannauður fyrirtækisins aðallega af sérfræðingum sem er hámenntað fólk með mikla og góða þekkingu. Leggja mikið upp úr þjálfun starfsfólksins „Við erum alhliða verkfræðistofa sem veitum ráðgjöf í flestu því sem viðkemur framkvæmdum í landinu. Viðskiptavinir fyrirtækisins eru alls konar, einstaklingar, fyrirtæki, sveitarfélög og ríkið. Við leggjum mikið upp úr því að að veita frábæra þjónustu og að sama skapi að vera með starfsumhverfi sem er fyrsta flokks fyrir starfsfólk okkar.“ Það sem er áhugavert við stöðu Hauks er að hann stýrir fjármálum og rekstri fyrirtækisins og er með mannauðsmálin einnig á sínu borði. Hann er á þeirri skoðun að fjármagni sem varið er í mannauðinn skili sér margfalt til baka. „Ég hef mjög mikinn áhuga á mannauðnum okkar. Við erum með átta stjórnendur í fyrirtækinu og notumst við HR Monitor sem þeirra hjálpartól til að bregðast við í starfsmannamálum. HR Monitor mælir reyndar ánægju og viðhorf allra starfsmanna og minnir okkur á að allir skipta máli.“ Hvað áttu við með því? „Margar spurningarnar minna okkur á að góð stjórnun skiptir máli og minna stjórnendur á að vera til staðar fyrir fólkið í fyrirtækinu. Það finnst mér einstakt. Því að sjálfsögðu skipta allir einstaklingar innan fyrirtækisins jafn miklu máli og við verðum að starfa sem ein heild en ekki sem litlir ólíkir hópar.“ Haukur sem er viðskipafræðimenntaður sjálfur fór beint úr háskólanum árið 1997 að starfa fyrir fyrirtækið. „Við erum með mikla reynslu í því að gera raunhæfar kröfur til fólksins okkar. Fyrst eftir að það kemur úr námi þá þjálfum við það upp og þá gerum við ekki ráð fyrir að það stökkvi strax inn í fulla útselda vinnu. Eftirspurn eftir fólkinu okkar eykst með árunum og við viljum alls ekki missa frá okkur gott fólk þegar það er komið á flug inni hjá okkur. Það kostar ekki mikla fyrirhöfn að hrósa fólki og láta því líða vel. En til þess að geta staðið okkur í því þá þurfum við öflugt mælitæki til að mæla starfsánægjuna og er það ekki gert einu sinni á ári, heldur mörgum sinnum yfir árið og með reglulegum hætti. Málið er nefnilega að við leysum ekki allt með góðum launum. Fólki á að líða vel í vinnunni og vinnuandinn á að vera velviljaður öllum. Jákvætt viðhorf og leyfi til að vera maður sjálfur gefur svo fólki kost á því að gera eins vel og það getur í vinnunni.“ Aukin áhersla á ánægju starfsfólks Haukur segir þetta mannauðs miðað viðhorf vera að færast í aukana með árunum. „Ef við lítum á mannauðinn okkar sem vél, þá er ekki hægt að halda vélinni gangandi nema að hlúa vel að vélinni og smyrja hana reglulega. Ég hef enga trú á því að keyra fólk áfram án þess að þekkja líðan starfsfólksins í vinnunni. Enda viljum við að vélin okkar endist og hún sé í toppstandi alltaf. Við notum HR Monitor til að fylgjast með stöðunni á vélinni. En það er ekki alltaf þægilegt að vera mældur á þennan hátt. Mælingarnar hjá HR Monitor eru litagreindar þar sem stjórnandi getur verið grænn, gulur og rauður. Að sjálfsögðu er frábært að fá alla reiti græna en það liggja fjölmörg áhugaverð tækifæri í hinum litunum einnig. Það hafa allir stjórnendur fengið góðar niðurstöður hjá okkur, en þegar áskoranirnar birtast (gullt eða rautt mat) þá verða þær vanalega til þess að við gerum góðar breytingar sem koma öllum að góðum notum. Svo það er engin skömm í því að fá rauðan lit eða gulan, heldur tækifæri til að gera betur svo að bæði stjórnendur og starfsfólk geti vaxið og fyrirtækið líka.“ Allir í fyrirtækinu skipta máli Haukur segir að á tímum kórónuveirunnar hafi það sjaldan skipt meira máli að vera með þéttan og samstíga hóp starfsfólk. Sér í lagi þar sem allur hópurinn hefur á einhverjum tímapunkti verið í heimavinnu og nú geti fyrirtækið einungis haft lítinn hluta starfsfólks á starfstöð í einu. Það hvað þetta hefur gengið vel þökkum við frábæru starfsfólki og starfsanda og má segja að undangengnar HR-mælingar hafa stutt vel við þetta. „Við höfum þurft að finna rétta taktinn með mælingarnar hjá okkur. Í fyrstu létum við mæla mánaðarlega en svo fundum við út að við vildum heldur mæla annan hvern mánuð og fara þá vandlega ofan í niðurstöðurnar og breyta út frá því. HR Monitor er einskonar hitamælir og ég tel lítið gagn í því að þekkja hitann í fyrirtækinu fyrir einhverjum mánuðum síðan eða að taka hitann í fyrirtækinu eftir einhverja mánuði. Ég vil vita hvernig fyrirtækið gengur núna og hafa áreiðanlegar mælingar um það reglulega. Ég hef enga trú á því að okkur væri að ganga jafnvel og okkur er að ganga ef hópurinn hefði ekki verið jafn þéttur og ánægjan í hópnum eins mikil og við sáum fyrir veiruna. Þrátt fyrir kórónuveiruna hefur reksturinn nú og undanfarin ár gengið vel. Enda erum við með einstakt starfsfólk og með áratuga reynslu af því að sigla í gegnum allskonar tímabil, góð og slæm.“ Heldurðu að þetta sé viðhorf allra fjármálastjóra í landinu? „Ég vona það enda búum við fjármálastjórarnir ekki til peningana heldur fólkið í fyrirtækinu.“
Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira