Gildandi sóttvarnareglur á Ítalíu gera ráð fyrir að veitingastaðir, kaffihús og barir verði lokaðir fram í maí hið minnsta líkt og þeir hafa meira og minna verið síðasta árið.
Fjöldi veitingamanna safnaðist saman við þinghúsið í Róm í dag til að mótmæla lokunum og særðist einn lögregluþjónn í átökunum.